Button vann sannfærandi sigur í Belgíu Birgir Þór Harðarson skrifar 2. september 2012 13:48 Button slapp við áreksturinn í fyrstu beygju en liðsfélagi hans var ekki svo heppinn. nordicphotos/afp Jenson Button átti ekki í neinum vandræðum með að vinna belgíska kappaksturinn í dag. McLaren-bíll Buttons var lang bestur í kappakstrinum og ógnaði honum enginn alla keppnina. "Keppnin var gallalaus," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, eftir keppnina. "Þessi kappakstur minnir okkur aðeins á hversu frábær ökumaður Button er." Kappaksturinn litaðist mikið af árekstrinum, sem varð í fyrstu beygju strax eftir ræsingu, því þar féllu úr leik Ferrari-ökumaðurinn Fernando Alonso, Lewis Hamilton á McLaren, Romain Grosjean á Lotus og Sergio Perez á Sauber. Kamui Kobayashi fékk líka að kenna á því í árekstrinum en náði þó að klára keppnina með herkjum. Sebastian Vettel ók frábærlega í dag og skilaði Red Bull-bílnum heim í annað sæti með því að stoppa aðeins einu sinni og skipta um dekk, eins og Button. Vettel átti nokkra frábæra framúrakstra sem skópu árangur hans á brautinni í dag. Kimi Raikkönen á Lotus lauk mótinu í þriðja sæti. Það verða að teljast vonbrigði fyrir Kimi sem taldi sig geta sigrað mótið og styrkja stöðu sína í titilbaráttunni. Nico Hulkenberg náði frábæru fjórða sæti fyrir Force India-liðið. Hulkenberg ætti í raun að fá verðlaun fyrir besta akstur dagsins. Felipe Massa á Ferrari varð fimmti og Michael Schumacher sjöundi. Schumacher var kominn í annað sætið og það leit út fyrir að gamli meistarinn myndi koma sér á verðlaunapall. Allt kom fyrir ekki því enn bilaði bíllinn. Úrslit dagsins hafa gert titilbaráttuna enn áhugaverðari því nú er Vettel aðeins 24 stigum á eftir Alonso. Næst verður keppt á Monza á Ítalíu um næstu helgi. Formúla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button átti ekki í neinum vandræðum með að vinna belgíska kappaksturinn í dag. McLaren-bíll Buttons var lang bestur í kappakstrinum og ógnaði honum enginn alla keppnina. "Keppnin var gallalaus," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, eftir keppnina. "Þessi kappakstur minnir okkur aðeins á hversu frábær ökumaður Button er." Kappaksturinn litaðist mikið af árekstrinum, sem varð í fyrstu beygju strax eftir ræsingu, því þar féllu úr leik Ferrari-ökumaðurinn Fernando Alonso, Lewis Hamilton á McLaren, Romain Grosjean á Lotus og Sergio Perez á Sauber. Kamui Kobayashi fékk líka að kenna á því í árekstrinum en náði þó að klára keppnina með herkjum. Sebastian Vettel ók frábærlega í dag og skilaði Red Bull-bílnum heim í annað sæti með því að stoppa aðeins einu sinni og skipta um dekk, eins og Button. Vettel átti nokkra frábæra framúrakstra sem skópu árangur hans á brautinni í dag. Kimi Raikkönen á Lotus lauk mótinu í þriðja sæti. Það verða að teljast vonbrigði fyrir Kimi sem taldi sig geta sigrað mótið og styrkja stöðu sína í titilbaráttunni. Nico Hulkenberg náði frábæru fjórða sæti fyrir Force India-liðið. Hulkenberg ætti í raun að fá verðlaun fyrir besta akstur dagsins. Felipe Massa á Ferrari varð fimmti og Michael Schumacher sjöundi. Schumacher var kominn í annað sætið og það leit út fyrir að gamli meistarinn myndi koma sér á verðlaunapall. Allt kom fyrir ekki því enn bilaði bíllinn. Úrslit dagsins hafa gert titilbaráttuna enn áhugaverðari því nú er Vettel aðeins 24 stigum á eftir Alonso. Næst verður keppt á Monza á Ítalíu um næstu helgi.
Formúla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira