Mourinho vill fá Zlatan Ibrahimovic til Real Madrid 1. maí 2012 13:00 Jose Mourinho og Zlatan Ibrahimovic þekkjast vel en sænski framherjinn lék undir stjórn Mourinho hjá Inter. Getty Images / Nordic Photos José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, er strax farinn að huga að næsta tímabili en liðið getur tryggt sér meistaratitilinn á Spáni á morgun, miðvikudag. Samkvæmt frétt El Confidencial er Mourhino sagður hafa mikinn áhuga á að fá sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic í lið sitt fyrir næstu leiktíð. Ibrahimovic er samningsbundinn AC Milan en hann lék áður með Barcelona á Spáni. Mourinho á að hafa rætt við Ibrahimovic fyrir um fimm vikum síðan. Í sænska dagblaðinu Aftonbladet er vitnað í samtal þeirra: Skilaboðin voru einföld frá Mourinho. „Ef þú hefur áhuga á að koma til Real Madrid þá skal ég gera allt sem ég get til þess að það gangi upp." Heimildamaður El Confidencial segir að portúgalski þjálfarinn leggi gríðarlega áherslu á að fá Ibrahimovic í liðið. Real Madrid tapaði í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn FC Bayern München frá Þýskalandi en liðið stefnir hraðbyri á að landa spænska meistaratitlinum. Zlatan var inntur eftir þessum fréttum á sunnudag. „Ég hef ekkert hugsað um þetta og ég les yfirleitt ekki það sem er skrifað um mig. Mér líður vel í Mílanó og ég hef lært það að maður á að vera þar sem manni líður vel – þrátt fyrir að það sé freistandi að takast á við nýjar áskoranir," sagði Zlatan við fréttamenn á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum spænska íþróttadagblaðsins Marca hefur Mourinho nú þegar skrifað undir langtíma samning við Real Madrid. Og í þeim samningi er kveðið á um að hann fái meiri völd þegar kemur að leikmannakaupum og sölum hjá félaginu. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, er strax farinn að huga að næsta tímabili en liðið getur tryggt sér meistaratitilinn á Spáni á morgun, miðvikudag. Samkvæmt frétt El Confidencial er Mourhino sagður hafa mikinn áhuga á að fá sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic í lið sitt fyrir næstu leiktíð. Ibrahimovic er samningsbundinn AC Milan en hann lék áður með Barcelona á Spáni. Mourinho á að hafa rætt við Ibrahimovic fyrir um fimm vikum síðan. Í sænska dagblaðinu Aftonbladet er vitnað í samtal þeirra: Skilaboðin voru einföld frá Mourinho. „Ef þú hefur áhuga á að koma til Real Madrid þá skal ég gera allt sem ég get til þess að það gangi upp." Heimildamaður El Confidencial segir að portúgalski þjálfarinn leggi gríðarlega áherslu á að fá Ibrahimovic í liðið. Real Madrid tapaði í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn FC Bayern München frá Þýskalandi en liðið stefnir hraðbyri á að landa spænska meistaratitlinum. Zlatan var inntur eftir þessum fréttum á sunnudag. „Ég hef ekkert hugsað um þetta og ég les yfirleitt ekki það sem er skrifað um mig. Mér líður vel í Mílanó og ég hef lært það að maður á að vera þar sem manni líður vel – þrátt fyrir að það sé freistandi að takast á við nýjar áskoranir," sagði Zlatan við fréttamenn á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum spænska íþróttadagblaðsins Marca hefur Mourinho nú þegar skrifað undir langtíma samning við Real Madrid. Og í þeim samningi er kveðið á um að hann fái meiri völd þegar kemur að leikmannakaupum og sölum hjá félaginu.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira