Blekkingarleikur Steingríms Kristinn H. Gunnarsson skrifar 27. apríl 2012 06:00 Fyrir síðustu alþingiskosningar höfðu Vinstri grænir svör á reiðum höndum við því hvernig ætti að nýta fiskimiðin við landið svo réttlátt væri. Núna þremur árum seinna hefur svörunum verið snúið á hvolf og látið eins og kosningastefnan hafi aldrei verið til. Flokkurinn taldi vorið 2009 nauðsynlegt að breyta úthlutun kvótans í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Það yrði að innkalla kvótann og endurúthluta honum eftir nýju kerfi þar sem „jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttar og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind" eins og segir í tillögu flokksins að nýju ákvæði í 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Þetta er rakið í ítarlegri stefnu flokksins Hafið bláa hafið. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fer þar með sjávarútvegsráðuneytið. Formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon, er ráðherra málaflokksins. Hann hefur allt í hendi sér til að framfylgja stefnunni, enda hefur samstarfsflokkurinn lýst sig sammála henni. Liðlega 70% kjósenda eru sammála áformum um innköllun veiðiheimilda og endurúthlutun þeirra á jafnræðisgrundvelli og gegn markaðsverði. Það hefur enginn flokkur um áratugaskeið haft eins óumdeilt umboð þjóðarinnar til þess að framfylgja stefnu sinni í jafnveigamiklu máli. Það hefur enginn flokksformaður haft annað eins tækifæri til þess að vinna verkið sem hann bað um að fá að vinna. Það hefur aldrei verið eins skýrt hvernig kjósendur vildu að leyst yrði úr langvarandi deilumáli. Þá bregður svo við að Steingrímur snýr við blaðinu. Nú skulu 95% af kvótanum verða áfram til a.m.k. næstu 20 ára hjá þeim sem hafa haft hann hingað til. Jafnræðið er gleymt, en einokunin og misréttið eiga að vera áfram. Það sorglega er að enginn stöðvaði Steingrím nema hann sjálfur. Flokkurinn hefur verið talinn standa fyrir hugsjónir umfram hagsmunagæslu. Annað er komið á daginn. Hagsmunir útgerðarvaldsins sem beitir saklaust fólk refsiaðgerðum í skjóli einokunar sinna á veiðiheimildum eru teknir fram fyrir hag almennings. Þessi blekkingarleikur í sjávarútvegsmálum á eftir að draga dilk á eftir sér. Traust á forystu ríkisstjórnarinnar og flokka þeirra mun fylgja þverrandi virðingu þeirra fyrir eigin fyrirheitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu alþingiskosningar höfðu Vinstri grænir svör á reiðum höndum við því hvernig ætti að nýta fiskimiðin við landið svo réttlátt væri. Núna þremur árum seinna hefur svörunum verið snúið á hvolf og látið eins og kosningastefnan hafi aldrei verið til. Flokkurinn taldi vorið 2009 nauðsynlegt að breyta úthlutun kvótans í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Það yrði að innkalla kvótann og endurúthluta honum eftir nýju kerfi þar sem „jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttar og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind" eins og segir í tillögu flokksins að nýju ákvæði í 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Þetta er rakið í ítarlegri stefnu flokksins Hafið bláa hafið. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fer þar með sjávarútvegsráðuneytið. Formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon, er ráðherra málaflokksins. Hann hefur allt í hendi sér til að framfylgja stefnunni, enda hefur samstarfsflokkurinn lýst sig sammála henni. Liðlega 70% kjósenda eru sammála áformum um innköllun veiðiheimilda og endurúthlutun þeirra á jafnræðisgrundvelli og gegn markaðsverði. Það hefur enginn flokkur um áratugaskeið haft eins óumdeilt umboð þjóðarinnar til þess að framfylgja stefnu sinni í jafnveigamiklu máli. Það hefur enginn flokksformaður haft annað eins tækifæri til þess að vinna verkið sem hann bað um að fá að vinna. Það hefur aldrei verið eins skýrt hvernig kjósendur vildu að leyst yrði úr langvarandi deilumáli. Þá bregður svo við að Steingrímur snýr við blaðinu. Nú skulu 95% af kvótanum verða áfram til a.m.k. næstu 20 ára hjá þeim sem hafa haft hann hingað til. Jafnræðið er gleymt, en einokunin og misréttið eiga að vera áfram. Það sorglega er að enginn stöðvaði Steingrím nema hann sjálfur. Flokkurinn hefur verið talinn standa fyrir hugsjónir umfram hagsmunagæslu. Annað er komið á daginn. Hagsmunir útgerðarvaldsins sem beitir saklaust fólk refsiaðgerðum í skjóli einokunar sinna á veiðiheimildum eru teknir fram fyrir hag almennings. Þessi blekkingarleikur í sjávarútvegsmálum á eftir að draga dilk á eftir sér. Traust á forystu ríkisstjórnarinnar og flokka þeirra mun fylgja þverrandi virðingu þeirra fyrir eigin fyrirheitum.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun