Blekkingarleikur Steingríms Kristinn H. Gunnarsson skrifar 27. apríl 2012 06:00 Fyrir síðustu alþingiskosningar höfðu Vinstri grænir svör á reiðum höndum við því hvernig ætti að nýta fiskimiðin við landið svo réttlátt væri. Núna þremur árum seinna hefur svörunum verið snúið á hvolf og látið eins og kosningastefnan hafi aldrei verið til. Flokkurinn taldi vorið 2009 nauðsynlegt að breyta úthlutun kvótans í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Það yrði að innkalla kvótann og endurúthluta honum eftir nýju kerfi þar sem „jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttar og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind" eins og segir í tillögu flokksins að nýju ákvæði í 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Þetta er rakið í ítarlegri stefnu flokksins Hafið bláa hafið. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fer þar með sjávarútvegsráðuneytið. Formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon, er ráðherra málaflokksins. Hann hefur allt í hendi sér til að framfylgja stefnunni, enda hefur samstarfsflokkurinn lýst sig sammála henni. Liðlega 70% kjósenda eru sammála áformum um innköllun veiðiheimilda og endurúthlutun þeirra á jafnræðisgrundvelli og gegn markaðsverði. Það hefur enginn flokkur um áratugaskeið haft eins óumdeilt umboð þjóðarinnar til þess að framfylgja stefnu sinni í jafnveigamiklu máli. Það hefur enginn flokksformaður haft annað eins tækifæri til þess að vinna verkið sem hann bað um að fá að vinna. Það hefur aldrei verið eins skýrt hvernig kjósendur vildu að leyst yrði úr langvarandi deilumáli. Þá bregður svo við að Steingrímur snýr við blaðinu. Nú skulu 95% af kvótanum verða áfram til a.m.k. næstu 20 ára hjá þeim sem hafa haft hann hingað til. Jafnræðið er gleymt, en einokunin og misréttið eiga að vera áfram. Það sorglega er að enginn stöðvaði Steingrím nema hann sjálfur. Flokkurinn hefur verið talinn standa fyrir hugsjónir umfram hagsmunagæslu. Annað er komið á daginn. Hagsmunir útgerðarvaldsins sem beitir saklaust fólk refsiaðgerðum í skjóli einokunar sinna á veiðiheimildum eru teknir fram fyrir hag almennings. Þessi blekkingarleikur í sjávarútvegsmálum á eftir að draga dilk á eftir sér. Traust á forystu ríkisstjórnarinnar og flokka þeirra mun fylgja þverrandi virðingu þeirra fyrir eigin fyrirheitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu alþingiskosningar höfðu Vinstri grænir svör á reiðum höndum við því hvernig ætti að nýta fiskimiðin við landið svo réttlátt væri. Núna þremur árum seinna hefur svörunum verið snúið á hvolf og látið eins og kosningastefnan hafi aldrei verið til. Flokkurinn taldi vorið 2009 nauðsynlegt að breyta úthlutun kvótans í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Það yrði að innkalla kvótann og endurúthluta honum eftir nýju kerfi þar sem „jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttar og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind" eins og segir í tillögu flokksins að nýju ákvæði í 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Þetta er rakið í ítarlegri stefnu flokksins Hafið bláa hafið. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fer þar með sjávarútvegsráðuneytið. Formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon, er ráðherra málaflokksins. Hann hefur allt í hendi sér til að framfylgja stefnunni, enda hefur samstarfsflokkurinn lýst sig sammála henni. Liðlega 70% kjósenda eru sammála áformum um innköllun veiðiheimilda og endurúthlutun þeirra á jafnræðisgrundvelli og gegn markaðsverði. Það hefur enginn flokkur um áratugaskeið haft eins óumdeilt umboð þjóðarinnar til þess að framfylgja stefnu sinni í jafnveigamiklu máli. Það hefur enginn flokksformaður haft annað eins tækifæri til þess að vinna verkið sem hann bað um að fá að vinna. Það hefur aldrei verið eins skýrt hvernig kjósendur vildu að leyst yrði úr langvarandi deilumáli. Þá bregður svo við að Steingrímur snýr við blaðinu. Nú skulu 95% af kvótanum verða áfram til a.m.k. næstu 20 ára hjá þeim sem hafa haft hann hingað til. Jafnræðið er gleymt, en einokunin og misréttið eiga að vera áfram. Það sorglega er að enginn stöðvaði Steingrím nema hann sjálfur. Flokkurinn hefur verið talinn standa fyrir hugsjónir umfram hagsmunagæslu. Annað er komið á daginn. Hagsmunir útgerðarvaldsins sem beitir saklaust fólk refsiaðgerðum í skjóli einokunar sinna á veiðiheimildum eru teknir fram fyrir hag almennings. Þessi blekkingarleikur í sjávarútvegsmálum á eftir að draga dilk á eftir sér. Traust á forystu ríkisstjórnarinnar og flokka þeirra mun fylgja þverrandi virðingu þeirra fyrir eigin fyrirheitum.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar