Íslenskt frímerki selt á milljón - frímerkjasöfnun góð fyrir sálina Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 31. mars 2012 13:45 Magni R. Magnússon segir það gott fyrir sálina að safna frímerkjum. Mynd / Valgarður Gíslason Íslenskt frímerki var selt fyrir eina milljón króna á uppboði hjá sænsku fyrirtæki í Malmö. Tengiliður fyrirtækisins á Íslandi segir mikla eftirspurn eftir íslenskum frímerkjum í heiminum. Frímerkið sem var selt á dögunum var svokallað ,,í gildi" yfirprentað frímerki frá árinu 1902. Magni R. Magnússon, umboðsmaður uppboðsfyrirtækisins Postiljonen á Íslandi segir fólk því miður hafa rifið mörg frímerki af umslögum í gegnum tíðina en þannig minnki verðmæti frímerkjanna. „En öll frímerkin íslensku sem eru fyrir aldamót á umslögum þau hlaupa á tugum þúsunda og skildingamerkin sem eru fyrstu frímerkin sem komu 1873, ef þú finnur svoleiðis umslag með skildingafrímerki ertu með 2 til 5 milljónir jafnvel þó þú sért með gamalt, jafnvel skítugt umslag." Árið 1876 var svo skipt úr skildingum í aurafrímerki. Aurafrímerkin á umslögum hlaupa á tugum og stundum hundruð þúsunda. Árið 1902 voru frímerkin sem áttu að koma með Kristjáni níunda ekki komin. „Þá var gripið til þess ráðs að yfirprenta auramerkin með framlengingartíma í eitt ár." Merkið sem seldist á eina milljón er eitt þessara frímerkja. Og Magni segir markað fyrir íslensk frímerki. „Sérstaklega á umslögum. Svo er annað sem fólk á að átta sig á. Það er líka verðmæti í gömlum póstkortum, bæði með og án frímerkja." Hann segir kaupendur gjarnan vera ríka einstaklinga sem slappa af í frímerkjum. „Það er mjög hollt að safna frímerkjum. Gott fyrir sálina. Þegar við félagarnir í frímerkjamiðstöðinni vorum á okkar mestu uppgangsárum var stór hópur manna úr heilbrigðisgeiranum og víðar sem voru í miklu stressi á daginn sem safnaði frímerkjum. Þeir sögðu að þetta þetta væri það besta sem þeir gerðu. Þetta hreinsar hugann. Við förum endurnærðir í rúmið," segir Magni að lokum. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Íslenskt frímerki var selt fyrir eina milljón króna á uppboði hjá sænsku fyrirtæki í Malmö. Tengiliður fyrirtækisins á Íslandi segir mikla eftirspurn eftir íslenskum frímerkjum í heiminum. Frímerkið sem var selt á dögunum var svokallað ,,í gildi" yfirprentað frímerki frá árinu 1902. Magni R. Magnússon, umboðsmaður uppboðsfyrirtækisins Postiljonen á Íslandi segir fólk því miður hafa rifið mörg frímerki af umslögum í gegnum tíðina en þannig minnki verðmæti frímerkjanna. „En öll frímerkin íslensku sem eru fyrir aldamót á umslögum þau hlaupa á tugum þúsunda og skildingamerkin sem eru fyrstu frímerkin sem komu 1873, ef þú finnur svoleiðis umslag með skildingafrímerki ertu með 2 til 5 milljónir jafnvel þó þú sért með gamalt, jafnvel skítugt umslag." Árið 1876 var svo skipt úr skildingum í aurafrímerki. Aurafrímerkin á umslögum hlaupa á tugum og stundum hundruð þúsunda. Árið 1902 voru frímerkin sem áttu að koma með Kristjáni níunda ekki komin. „Þá var gripið til þess ráðs að yfirprenta auramerkin með framlengingartíma í eitt ár." Merkið sem seldist á eina milljón er eitt þessara frímerkja. Og Magni segir markað fyrir íslensk frímerki. „Sérstaklega á umslögum. Svo er annað sem fólk á að átta sig á. Það er líka verðmæti í gömlum póstkortum, bæði með og án frímerkja." Hann segir kaupendur gjarnan vera ríka einstaklinga sem slappa af í frímerkjum. „Það er mjög hollt að safna frímerkjum. Gott fyrir sálina. Þegar við félagarnir í frímerkjamiðstöðinni vorum á okkar mestu uppgangsárum var stór hópur manna úr heilbrigðisgeiranum og víðar sem voru í miklu stressi á daginn sem safnaði frímerkjum. Þeir sögðu að þetta þetta væri það besta sem þeir gerðu. Þetta hreinsar hugann. Við förum endurnærðir í rúmið," segir Magni að lokum.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira