Erlent

Einmana-Georg til hinstu hvílu

Ítrekað var reynt að láta Georg fjölga sér með hjálp náskyldra skjaldbökutegunda, en án árangurs. Nordicphotos/afp
Ítrekað var reynt að láta Georg fjölga sér með hjálp náskyldra skjaldbökutegunda, en án árangurs. Nordicphotos/afp

Ekki er vitað nákvæmlega hversu gamall Georg var, en þó er talið að hann hafi verið um hundrað ára. Hann uppgötvaðist á einni af Galapagoseyjunum árið 1972. Vísindamenn höfðu fram að því talið að sú undirtegund Galapagos-skjaldbakanna sem hann tilheyrði væri útdauð.

Georg varð fljótt eitt megintákn eyjanna og verndunar lífríkisins þar. Ítrekaðar tilraunir til að láta hann frjóvga egg náskyldra skjaldbökutegunda báru aldrei árangur og því er tegundin nú að öllum líkindum útdauð fyrir fullt og allt. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×