Freyja þarf ekki að brjóta kosningalög BBI skrifar 20. október 2012 16:00 Freyja Haraldsdóttir var sjálf meðlimur stjórnlagaráðs. Mynd/GVA Freyja Haraldsdóttir ætlar sér að kjósa í atkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í dag og þarf í þetta sinn ekki að brjóta kosningalög. Alþingi breytti nýverið löggjöfinni svo nú má fatlað fólk velja sér aðstoðarmann ef það getur með skýrum hætti tjáð að það þurfi aðstoð við atkvæðagreiðsluna. "Það var brotið blað, loksins. Það er virkilega ánægjulegt," segir Freyja sem vakti töluverða athygli í forsetakosningunum síðustu þegar hún krafðist þess að fá að greiða atkvæði með aðstoð frá manneskju sem hún treysti og valdi sérstaklega. Samkvæmt lögum átti starfsfólk kjörstjórnar að aðstoða fatlað fólk við að greiða atkvæði. Lögin voru ósveigjanleg og Freyja vildi meina að þau gengju gegn mannréttindum hennar, bæði gegn rétti hennar til einkalífs og reglum um leynilegar kosningar. Henni var þó að lokum leyft að kjósa með hjálp eigin aðstoðarmanns þó það fæli í sér brot á kosningalögum. Málið vakti talsverða athygli og þingmenn kepptust við að lýsa því yfir að þeir styddu baráttu Freyju. Nú í síðustu viku breytti Alþingi svo umræddum lögum. Nú mega fatlaðir velja sér aðstoðarmenn sér til liðsinnis í kjörklefanum. "Svo að ég hlakka bara til að fara að kjósa með minni eigin aðstoðarkonu," segir Freyja sem var á leið á kjörstað þegar fréttastofa hitti á hana. Til að rifja upp baráttu Freyju frá síðustu kosningum má skoða þennan hlekk.Verðlaunahafi Dagurinn hefur verið viðburðarríkur hjá Freyju því hún hlaut mannréttindaviðurkenningu "The Kids Parliament Humanitarian Award 2012" fyrr í dag. Þessa alþjóðlegu viðurkenningu hlaut hún fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum fatlaðra. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpunni í dag. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir ætlar sér að kjósa í atkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í dag og þarf í þetta sinn ekki að brjóta kosningalög. Alþingi breytti nýverið löggjöfinni svo nú má fatlað fólk velja sér aðstoðarmann ef það getur með skýrum hætti tjáð að það þurfi aðstoð við atkvæðagreiðsluna. "Það var brotið blað, loksins. Það er virkilega ánægjulegt," segir Freyja sem vakti töluverða athygli í forsetakosningunum síðustu þegar hún krafðist þess að fá að greiða atkvæði með aðstoð frá manneskju sem hún treysti og valdi sérstaklega. Samkvæmt lögum átti starfsfólk kjörstjórnar að aðstoða fatlað fólk við að greiða atkvæði. Lögin voru ósveigjanleg og Freyja vildi meina að þau gengju gegn mannréttindum hennar, bæði gegn rétti hennar til einkalífs og reglum um leynilegar kosningar. Henni var þó að lokum leyft að kjósa með hjálp eigin aðstoðarmanns þó það fæli í sér brot á kosningalögum. Málið vakti talsverða athygli og þingmenn kepptust við að lýsa því yfir að þeir styddu baráttu Freyju. Nú í síðustu viku breytti Alþingi svo umræddum lögum. Nú mega fatlaðir velja sér aðstoðarmenn sér til liðsinnis í kjörklefanum. "Svo að ég hlakka bara til að fara að kjósa með minni eigin aðstoðarkonu," segir Freyja sem var á leið á kjörstað þegar fréttastofa hitti á hana. Til að rifja upp baráttu Freyju frá síðustu kosningum má skoða þennan hlekk.Verðlaunahafi Dagurinn hefur verið viðburðarríkur hjá Freyju því hún hlaut mannréttindaviðurkenningu "The Kids Parliament Humanitarian Award 2012" fyrr í dag. Þessa alþjóðlegu viðurkenningu hlaut hún fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum fatlaðra. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpunni í dag.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira