Skoðun

Leiðrétting

Haukur Arnþórsson skrifar

Eftir andmæli stjórnlagaráðsfulltrúa gegn fullyrðingum mínum, m.a. í Kastljósi um áhrif tillagna stjórnlagaráðs á stöðu íbúa utan höfuðborgarsvæðisins við ákvarðanatöku á vegum ríkisins, hef ég yfirfarið útreikninga mína.



Í ljós kemur að ég hef ofreiknað mögulegan fjölda kjördæmakjörinna fulltrúa landsbyggðarinnar á Alþingi. Ég hef sagt að þeir gætu orðið allt að 14-15. Réttara er að segja að fulltrúar frá núverandi kjördæmum, NV, NA og SU, munu ekki geta orðið fleiri en 10 miðað við kjörskrá frá 2009. Þeir eru núna 29.



Fjölda þeirra þarf að reikna út fyrir hverjar kosningar þegar kjörskrá liggur fyrir – og hann fer m.a. eftir því hvað kjördæmamörk landsbyggðarkjördæma teygja sig nálægt höfuðborgarsvæðinu.



Þetta leiðréttist hér með.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×