Segir ábyrgðarlaust að gefa út atvinnuleyfi 20. október 2012 09:00 Kristín Völundardóttir Til eru dæmi um að fólk sæki um hæli hér á landi til þess að vinna, en snúi til síns heima ef það fær ekki undanþágu á dvalar- og atvinnuleyfi. Þetta fólk ætlar að misnota kerfið, segir forstjóri Útlendingastofnunar. Ákveðið hefur verið að hætta að veita undanþágur á bráðabirgðaatvinnu- og dvalarleyfum til þeirra hælisleitenda sem þegar hafa sótt um hæli í öðrum ríkjum sem eiga aðild að Dyflinnarsamkomulaginu. Hælisleitendur sem eru í efnismeðferð hjá stofnuninni fá hins vegar þetta dvalar- og atvinnuleyfi. Hópur hælisleitenda mótmælti þessum breytingum við innanríkisráðuneytið á fimmtudag. „Við erum að snúa aftur til þess að fara eftir lögunum,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Kristín segir lögin heimila Útlendingastofnun að gefa út bráðabirgðaleyfi til hælisleitenda „að því gefnu að ekki liggi fyrir ástæður sem geta leitt til brottvísunar, ekki leiki vafi á hver umsækjandi er, tekin hafi verið hælisskýrsla og viðkomandi sé ekki í þessum Dyflinnarfasa,“ segir Kristín. Árið 2008 hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að ýta þessum skilyrðum til hliðar vegna fjölgunar hælisleitenda, fjárskorts og skorts á vinnuafli. Nú hefur verið ákveðið að snúa til baka. Kristín segir að mál hælisleitenda sem falla undir Dyflinnarsamkomulagið hafi verið sett í forgang hjá stofnuninni og nú sé svo komið að afgreiðslutími sé tveir til þrír mánuðir. Umræddur hópur komi því líklega ekki til með að vera hér á landi í langan tíma og engar forsendur séu fyrir því að veita leyfi. Þá sé það ábyrgðarlaust af hálfu Útlendingastofnunar að gefa út atvinnuleyfi á einstaklinga sem ekki sé vitað hverjir séu. - þeb Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Til eru dæmi um að fólk sæki um hæli hér á landi til þess að vinna, en snúi til síns heima ef það fær ekki undanþágu á dvalar- og atvinnuleyfi. Þetta fólk ætlar að misnota kerfið, segir forstjóri Útlendingastofnunar. Ákveðið hefur verið að hætta að veita undanþágur á bráðabirgðaatvinnu- og dvalarleyfum til þeirra hælisleitenda sem þegar hafa sótt um hæli í öðrum ríkjum sem eiga aðild að Dyflinnarsamkomulaginu. Hælisleitendur sem eru í efnismeðferð hjá stofnuninni fá hins vegar þetta dvalar- og atvinnuleyfi. Hópur hælisleitenda mótmælti þessum breytingum við innanríkisráðuneytið á fimmtudag. „Við erum að snúa aftur til þess að fara eftir lögunum,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Kristín segir lögin heimila Útlendingastofnun að gefa út bráðabirgðaleyfi til hælisleitenda „að því gefnu að ekki liggi fyrir ástæður sem geta leitt til brottvísunar, ekki leiki vafi á hver umsækjandi er, tekin hafi verið hælisskýrsla og viðkomandi sé ekki í þessum Dyflinnarfasa,“ segir Kristín. Árið 2008 hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að ýta þessum skilyrðum til hliðar vegna fjölgunar hælisleitenda, fjárskorts og skorts á vinnuafli. Nú hefur verið ákveðið að snúa til baka. Kristín segir að mál hælisleitenda sem falla undir Dyflinnarsamkomulagið hafi verið sett í forgang hjá stofnuninni og nú sé svo komið að afgreiðslutími sé tveir til þrír mánuðir. Umræddur hópur komi því líklega ekki til með að vera hér á landi í langan tíma og engar forsendur séu fyrir því að veita leyfi. Þá sé það ábyrgðarlaust af hálfu Útlendingastofnunar að gefa út atvinnuleyfi á einstaklinga sem ekki sé vitað hverjir séu. - þeb
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira