Kubica vann fyrsta mót endurkomunnar Birgir Þór Harðarson skrifar 9. september 2012 20:58 Kubica er snúinn aftur eftir endurhæfingar og þjálfanir. nordicphotos/afp Pólski ökuþórinn Robert Kubica vann sigur í sínu fyrsta móti eftir að hafa lent í lífshættulegu slysi fyrir rúmu einu og hálfu ári. Kubica keppti í ítölsku landsrally í dag. Kubica tók einmitt þátt í rally í febrúar 2011 og lenti í slysinu örlagaríka. Slysið skaðaði hægri löpp hans mjög og hægri handleggur hans klipptist nánast af við öxl þegar vegriðsendi gekk í gegnum bílinn miðjann. Aðstoðarökumaðurinn slapp ómeiddur. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu eftir að hafa gengið í gegnum flóknar skurðaðgerðir í Póllandi og á Ítalíu. Aðgerðirnar hafa meðal annars miðað að því að tengja saman taugar og æðar í handlegg Kubica. Þá gekkst hann undir aðgerð fyrr í ár svo hann gæti snúið hægri lófanum niður á útréttri hendi. Í rallinu í dag ók hann Subaru Impreza WRC-bíl. Hann vann allar fjórar sérleiðirnar í Gomitolo di Lana-rallinu og kom í mark nærri mínútu á undan næsta manni. Robert Kubica vonast til að keppa í Formúlu 1 á ný og segir rallið um helgina marka upphafið af "sýnilegri þjálfun" hans. Kubica var ökumaður Renault í Formúlu 1 þegar hann lenti í slysinu. Renault heitir nú Lotus en ekki er víst hvort hann eigi enn víst sæti í Formúlu 1-bíl liðsins þrátt fyrir hafa verið mjög vinsæll innan liðsins. Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Pólski ökuþórinn Robert Kubica vann sigur í sínu fyrsta móti eftir að hafa lent í lífshættulegu slysi fyrir rúmu einu og hálfu ári. Kubica keppti í ítölsku landsrally í dag. Kubica tók einmitt þátt í rally í febrúar 2011 og lenti í slysinu örlagaríka. Slysið skaðaði hægri löpp hans mjög og hægri handleggur hans klipptist nánast af við öxl þegar vegriðsendi gekk í gegnum bílinn miðjann. Aðstoðarökumaðurinn slapp ómeiddur. Kubica hefur verið í stífri endurhæfingu eftir að hafa gengið í gegnum flóknar skurðaðgerðir í Póllandi og á Ítalíu. Aðgerðirnar hafa meðal annars miðað að því að tengja saman taugar og æðar í handlegg Kubica. Þá gekkst hann undir aðgerð fyrr í ár svo hann gæti snúið hægri lófanum niður á útréttri hendi. Í rallinu í dag ók hann Subaru Impreza WRC-bíl. Hann vann allar fjórar sérleiðirnar í Gomitolo di Lana-rallinu og kom í mark nærri mínútu á undan næsta manni. Robert Kubica vonast til að keppa í Formúlu 1 á ný og segir rallið um helgina marka upphafið af "sýnilegri þjálfun" hans. Kubica var ökumaður Renault í Formúlu 1 þegar hann lenti í slysinu. Renault heitir nú Lotus en ekki er víst hvort hann eigi enn víst sæti í Formúlu 1-bíl liðsins þrátt fyrir hafa verið mjög vinsæll innan liðsins.
Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira