Ekki svigrúm til frekari launahækkana Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 9. september 2012 13:06 Stefán Einar Stefánsson Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að ekki sé svigrúm til frekari launahækkana við endurskoðun kjarasamninga um áramótin þrátt fyrir tvö til þrjú prósent launaskrið á árinu. Hann segir mikilvægt að nota svigrúm fyrirtækja til að lækka verðbólgu. Samkvæmt launakönnun sem stéttarfélögin VR, SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar kynntu á föstudag hafa laun hækkað að meðaltali um 7-10 prósent á síðastliðnu ári og er launaskrið umfram kjarasamninga tvö til þrjú prósent. Formaður VR, Stefán Einar Stefánsson hefur sagt könnunina benda til þess að svigrúm sé til launahækkana þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í byrjun árs. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins er ekki sammála því. „Við þurfum að horfa fram í tímann og það sem mér finnst vera aðalatriðið er að við notum næsta ár til að komast skrefi nær einhverjum stöðugleika til lengri tíma og það gerum við ekki með því að hækka laun umfram það sem búið er að semja um," segir Vilhjálmur. Þá telur hann núverandi launaskrið sem komið er fram vera vegna misvægis milli atvinnugreina, staða í útflutningsgreinum sé betri vegna lágs gengis krónunnar og þær leiða launaskriðið en aðrir hafa þurft að fylgja með. „Síðan hafa launalækkanir verið að ganga til baka og allt þetta hefur kallað fram launaskriðið en það þýðir líka að við höfum ekki verið að ná verðbólgunni eins mikið niður eins og við vildum hafa gert," segir Vilhjálmur Hann segir samhengi milli þess hverjar launahækkanir verða og verðbólgunnar í landinu og á næsta ári gefist kostur á því að koma verðbólgu undir 2,5 prósenta viðmið seðlabankans. Þá muni launakostnaður hækka um þrjú prósent á næsta ári miðað við núverandi hækkanir og það sé nú þegar meira en í nágrannalöndum okkar. „Við viljum keppa að því að vera með verðbólgu á svipuðu róli og þessar þjóðir og þá verðum við að vera með launahækkanir á svipuðu róli líka," segir Vilhjálmur. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að ekki sé svigrúm til frekari launahækkana við endurskoðun kjarasamninga um áramótin þrátt fyrir tvö til þrjú prósent launaskrið á árinu. Hann segir mikilvægt að nota svigrúm fyrirtækja til að lækka verðbólgu. Samkvæmt launakönnun sem stéttarfélögin VR, SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar kynntu á föstudag hafa laun hækkað að meðaltali um 7-10 prósent á síðastliðnu ári og er launaskrið umfram kjarasamninga tvö til þrjú prósent. Formaður VR, Stefán Einar Stefánsson hefur sagt könnunina benda til þess að svigrúm sé til launahækkana þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í byrjun árs. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins er ekki sammála því. „Við þurfum að horfa fram í tímann og það sem mér finnst vera aðalatriðið er að við notum næsta ár til að komast skrefi nær einhverjum stöðugleika til lengri tíma og það gerum við ekki með því að hækka laun umfram það sem búið er að semja um," segir Vilhjálmur. Þá telur hann núverandi launaskrið sem komið er fram vera vegna misvægis milli atvinnugreina, staða í útflutningsgreinum sé betri vegna lágs gengis krónunnar og þær leiða launaskriðið en aðrir hafa þurft að fylgja með. „Síðan hafa launalækkanir verið að ganga til baka og allt þetta hefur kallað fram launaskriðið en það þýðir líka að við höfum ekki verið að ná verðbólgunni eins mikið niður eins og við vildum hafa gert," segir Vilhjálmur Hann segir samhengi milli þess hverjar launahækkanir verða og verðbólgunnar í landinu og á næsta ári gefist kostur á því að koma verðbólgu undir 2,5 prósenta viðmið seðlabankans. Þá muni launakostnaður hækka um þrjú prósent á næsta ári miðað við núverandi hækkanir og það sé nú þegar meira en í nágrannalöndum okkar. „Við viljum keppa að því að vera með verðbólgu á svipuðu róli og þessar þjóðir og þá verðum við að vera með launahækkanir á svipuðu róli líka," segir Vilhjálmur.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira