Hamilton vann ítalska kappaksturinn - Alonso enn efstur í titilslagnum Birgir Þór Harðarson skrifar 9. september 2012 13:47 Lewis Hamilton kom fremstur í mark og er nú í öðru sæti titilbaráttunnar. vísir/ap Lewis Hamilton var fyrstur yfir endalínuna á Ítalíu í dag þegar Formúla 1 keppti á Monza-brautinni. Allt leit út fyrir að McLaren-liðið myndi raða báðum bílum sínum í tvö efstu sætin. Jenson Button var á góðri leið með að landa öðru sæti þegar bílinn bilaði. Felipe Massa varð að gefa sæti sitt eftir til Fernando Alonso þegar tveir þriðju voru búnir af keppninni. Massa ræsti mun framar en liðsfélagi sinn hjá Ferrari en góður akstur Alonso á heimavelli Ferrari gerði það ómögulegt fyrir Ferrari annað en að hleypa honum frammúr Massa. Ferrari-bílarnir enduðu mótið í þriðja og fjórða sæti. Ökumaður dagsins var án efa Sergio Perez á Sauber-bíl. Hann ræsti tólfti og stoppaði aðeins einusinni til að sækja ný dekk. Þrátt fyrir að hafa fengið gríðarlega erfitt verkefni leysti hann það frábærlega og lauk kappakstrinum í öðru sæti, sekúntu fljótari í hverjum hring en Hamilton. Staðan í heimsmeistarakeppni ökuþóra er gjörbreytt síðan um síðustu helgi. Alonso er reyndar enn fremstur en Lewis Hamilton er kominn í annað sætið aðeins 37 stigum á eftir. Kimi Raikkönen er þriðji, einu stigi á eftir Hamilton og Vettel kominn í fjórða sæti einu stigi á eftir Raikkönen. Red Bull er enn efst í stigakeppni ökuþóra með 272 stig. McLaren át þó 25 stig af forystunni í dag og er með 243 stig. Haldi Massa vel á spöðunum í lok tímabilsins gæti Ferrari blandað sér í heimsmeistarabaráttu bílasmiða. Ferrari er nú í þriðja sæti með 226 stig. Dagurinn var ömurlegur fyrir Red Bull-liðið. Hvorki Vettel né Webber luku kappakstrinum eftir að hafa átt í erfiðleikum með að halda í keppinauta sína. Ekki bætti úr skák að dómarar mótsins gáfu Vettel tímavíti fyrir að hafa þvingað Alonso út af brautinni. Svipað atvik átti sér stað fyrir ári síðan en þá var það Vettel sem sá sig knúinn til að aka á grasinu. Sebastian Vettel var svo skipað að stöðva bílinn þegar sex hringir voru eftir af kappakstrinum vegna bilunar í rafali. Mark Webber snéri svo bíl sínum þegar hann kom út úr Ascari-hlekknum. Hann lagði svo bílnum inn í skúr því dekkin voru einfaldlega ónýt. Kimi Raikkönen á Lotus kom fimmti í mark rétt á undan Michael Schumacher á Mercedes. Nico Rosberg stýrði hinum Mercedes-bílnum í mark í sjöunda sæti. Paul di Resta á Force India verður örugglega ekki ánægður með úrslit sín í mótinu. Hann ræsti níundi þó hann hafi átt fjórða besta tíma í tímatökunum. Hann lauk mótinu áttundi og náði ekki að nýta hraðann sem bíllinn bauð uppá. Næst verður keppt í Singapúr eftir tvær vikur. Það mót er næturkappakstur svo hann er á skikkalegum tíma fyrir okkur Íslendinga. Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton var fyrstur yfir endalínuna á Ítalíu í dag þegar Formúla 1 keppti á Monza-brautinni. Allt leit út fyrir að McLaren-liðið myndi raða báðum bílum sínum í tvö efstu sætin. Jenson Button var á góðri leið með að landa öðru sæti þegar bílinn bilaði. Felipe Massa varð að gefa sæti sitt eftir til Fernando Alonso þegar tveir þriðju voru búnir af keppninni. Massa ræsti mun framar en liðsfélagi sinn hjá Ferrari en góður akstur Alonso á heimavelli Ferrari gerði það ómögulegt fyrir Ferrari annað en að hleypa honum frammúr Massa. Ferrari-bílarnir enduðu mótið í þriðja og fjórða sæti. Ökumaður dagsins var án efa Sergio Perez á Sauber-bíl. Hann ræsti tólfti og stoppaði aðeins einusinni til að sækja ný dekk. Þrátt fyrir að hafa fengið gríðarlega erfitt verkefni leysti hann það frábærlega og lauk kappakstrinum í öðru sæti, sekúntu fljótari í hverjum hring en Hamilton. Staðan í heimsmeistarakeppni ökuþóra er gjörbreytt síðan um síðustu helgi. Alonso er reyndar enn fremstur en Lewis Hamilton er kominn í annað sætið aðeins 37 stigum á eftir. Kimi Raikkönen er þriðji, einu stigi á eftir Hamilton og Vettel kominn í fjórða sæti einu stigi á eftir Raikkönen. Red Bull er enn efst í stigakeppni ökuþóra með 272 stig. McLaren át þó 25 stig af forystunni í dag og er með 243 stig. Haldi Massa vel á spöðunum í lok tímabilsins gæti Ferrari blandað sér í heimsmeistarabaráttu bílasmiða. Ferrari er nú í þriðja sæti með 226 stig. Dagurinn var ömurlegur fyrir Red Bull-liðið. Hvorki Vettel né Webber luku kappakstrinum eftir að hafa átt í erfiðleikum með að halda í keppinauta sína. Ekki bætti úr skák að dómarar mótsins gáfu Vettel tímavíti fyrir að hafa þvingað Alonso út af brautinni. Svipað atvik átti sér stað fyrir ári síðan en þá var það Vettel sem sá sig knúinn til að aka á grasinu. Sebastian Vettel var svo skipað að stöðva bílinn þegar sex hringir voru eftir af kappakstrinum vegna bilunar í rafali. Mark Webber snéri svo bíl sínum þegar hann kom út úr Ascari-hlekknum. Hann lagði svo bílnum inn í skúr því dekkin voru einfaldlega ónýt. Kimi Raikkönen á Lotus kom fimmti í mark rétt á undan Michael Schumacher á Mercedes. Nico Rosberg stýrði hinum Mercedes-bílnum í mark í sjöunda sæti. Paul di Resta á Force India verður örugglega ekki ánægður með úrslit sín í mótinu. Hann ræsti níundi þó hann hafi átt fjórða besta tíma í tímatökunum. Hann lauk mótinu áttundi og náði ekki að nýta hraðann sem bíllinn bauð uppá. Næst verður keppt í Singapúr eftir tvær vikur. Það mót er næturkappakstur svo hann er á skikkalegum tíma fyrir okkur Íslendinga.
Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira