Tala saman gegnum tónlist 25. október 2012 14:11 „Það er hugmynd aðstandenda Sláturs að henda okkur saman í tónleika og heyra hvað gerist,“ segir hún um spunatónleika sína, Charity Chan og Röggu Gísla í Hafnarhúsinu í kvöld. Meðal atriða á Sláturtíð í ár eru samstarfs-og spunatónleikar Kristínar Þóru Haraldsdóttur víóluleikara, Charity Chan píanóleikara og Ragnhildar Gísladóttur söngkonu í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi klukkan átta í kvöld. Við náðum tveggja mínútna spjalli við Kristínu Þóru í gær áður en hún skaust inn í tíma að kenna og spurðum beint: "Hvað er það sem þið Ragga og Charity ætlið að fara að fremja í Listasafninu? "Hm, það sem ég get sagt er að við erum að hittast til að spila saman í fyrsta skipti. Við höfum allar unnið við tónlist og það sem við gerum einkennist mikið af spuna en það er hugmynd aðstandenda Sláturs að henda okkur saman í tónleika og heyra hvað gerist." Mikið eruð þið hugaðar, eru fyrstu viðbrögð blaðamanns við þessum tíðindum. "Já, en þegar fólk hittist finnur það sér sameiginlegan flöt og fer að spjalla - það sama gerist í tónlist, við hljótum að finna leið til að tala saman gegnum hana, eða við treystum því. Reyndar ætlum við að sjá hver framan í aðra í kvöld en erum ekki búnar að ákveða hvort við grípum í hljóðfærin." Kristín Þóra kveðst ekki vita hvort Ragga muni nota eitthvað annað en röddina sína en Charity noti hljóðfærið bæði á hefðbundinn og óhefðbundinn hátt og það sama eigi við um hana sjálfa. "Stundum notum við líka önnur instrúment og raddirnar," segir hún. "En í þessu tilfelli veit ég bara að ég kem með sjálfa mig og víóluna." Sláturtíð hófst í gær og stendur til laugardags. Tónleikarnir eru allir haldnir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur klukkan 20 en að auki verða sérstakir svefntónleikar aðfaranótt laugardags í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30 þar sem gestum er boðið að koma og upplifa tónlist í gegnum svefn og vöku frá miðnætti til morguns. Svo lýkur hátíðinni á kammerpartýstónleikum á laugardagskvöldið. Nánar á http://slatur.is/slaturtid. - gun Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Meðal atriða á Sláturtíð í ár eru samstarfs-og spunatónleikar Kristínar Þóru Haraldsdóttur víóluleikara, Charity Chan píanóleikara og Ragnhildar Gísladóttur söngkonu í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi klukkan átta í kvöld. Við náðum tveggja mínútna spjalli við Kristínu Þóru í gær áður en hún skaust inn í tíma að kenna og spurðum beint: "Hvað er það sem þið Ragga og Charity ætlið að fara að fremja í Listasafninu? "Hm, það sem ég get sagt er að við erum að hittast til að spila saman í fyrsta skipti. Við höfum allar unnið við tónlist og það sem við gerum einkennist mikið af spuna en það er hugmynd aðstandenda Sláturs að henda okkur saman í tónleika og heyra hvað gerist." Mikið eruð þið hugaðar, eru fyrstu viðbrögð blaðamanns við þessum tíðindum. "Já, en þegar fólk hittist finnur það sér sameiginlegan flöt og fer að spjalla - það sama gerist í tónlist, við hljótum að finna leið til að tala saman gegnum hana, eða við treystum því. Reyndar ætlum við að sjá hver framan í aðra í kvöld en erum ekki búnar að ákveða hvort við grípum í hljóðfærin." Kristín Þóra kveðst ekki vita hvort Ragga muni nota eitthvað annað en röddina sína en Charity noti hljóðfærið bæði á hefðbundinn og óhefðbundinn hátt og það sama eigi við um hana sjálfa. "Stundum notum við líka önnur instrúment og raddirnar," segir hún. "En í þessu tilfelli veit ég bara að ég kem með sjálfa mig og víóluna." Sláturtíð hófst í gær og stendur til laugardags. Tónleikarnir eru allir haldnir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur klukkan 20 en að auki verða sérstakir svefntónleikar aðfaranótt laugardags í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30 þar sem gestum er boðið að koma og upplifa tónlist í gegnum svefn og vöku frá miðnætti til morguns. Svo lýkur hátíðinni á kammerpartýstónleikum á laugardagskvöldið. Nánar á http://slatur.is/slaturtid. - gun
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira