Átján tillögur bárust í hönnunarsamkeppni fangelsisins á Hólmsheiði. Dómnefnd sem skipuð var vegna samkeppninnar kom saman í gær til að hefja mat á tillögunum.
Dómnefnd skal hafa lokið störfum eigi síðar en 4. júní, að því er segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. Þá verður tilkynnt hvaða tillaga hefur orðið fyrir valinu og jafnframt opnuð sýning á öllum tillögunum. Í framhaldi af því yrði samið við hönnunarteymi verðlaunatillögunnar um fullvinnslu teikninga.
Dómnefndina skipa arkitektar, fulltrúar frá ráðuneytinu og Fangelsismálastofnun. - sv
18 vilja hanna nýja fangelsið
![](https://www.visir.is/i/82E332C2B04C8B880B830D5CC5399D1845BDE73CF2BF9EEF5F47B6271ED2191E_713x0.jpg)