Erlendir og innlendir vilja Magma-bréf 26. apríl 2012 06:00 Útrunnið Alterra, sem áður hét Magma, var með sérleyfi á því að kaupa skuldabréfið. Það rann út í febrúar og var ekki endurnýjað. Ross Beaty er stjórnarformaður Alterra og Ásgeir Margeirsson er einn aðstoðarforstjóra félagsins.fréttablaðið/gva Einn erlendur aðili og nokkrir innlendir aðilar, að mestu leyti lífeyrissjóðir, eru á meðal þeirra sem nú skoða að kaupa svokallað Magma-skuldabréf af Reykjanesbæ, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaða í málinu gæti legið fyrir á allra næstu vikum. Alterra, sem áður hét Magma, undirritaði viljayfirlýsingu um að kaupa bréfið, sem félagið gaf sjálft út, 8. september í fyrra og fékk 160 daga til að ganga frá því. Sérleyfi Alterra á kaupunum samkvæmt viljayfirlýsingunni rann út um miðjan febrúar og var ekki endurnýjað. Reykjanesbær eignaðist umrætt skuldabréf þegar hann seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS Orku sumarið 2009 og það er langstærsta seljanlega eign sveitarfélagsins. Bókfært virði þess samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2011 var 5,9 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er á gjalddaga 2016 og afborganir á því eru litlar fram að þeim tíma. Skuldabréfið ber 3,5% vexti, höfuðstóll þess er verðtryggður og bundinn við vísitölu álvers. Í ársreikningnum segir að „ef skuldabréfið er framreiknað miðað við álverð í árslok 2011 væri höfuðstóllinn 7.906,8 milljónir króna sem væri með núvirðingu 7.370,9 milljónir króna en vegna varúðarsjónarmiða hefur sú hækkun ekki verið færð". Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, staðfestir að bæjarstjórnin hafi leitað til nokkurra fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að selja bréfið öðrum en Alterra eftir að sérleyfi þeirra rann út. Á meðal þeirra eru Íslandsbanki og Virðing. Hann segir bæjarstjórnina vera að ræða ýmsar leiðir í málinu. „Það eru aðilar áhugasamir um kaup á bréfinu. Það eru ýmsar leiðir í því. Það eru allir mjög bjartsýnir á að þetta sé mjög gott bréf. Það eru nokkrir aðilar að skoða sölu á því fyrir okkur." Ásgeir Margeirsson, einn aðstoðarforstjóra Alterra, segir félagið ekki útiloka að kaupa bréfið þó að sérleyfi þess á þeim kaupum hafi runnið út. Ef viðeigandi lausn finnist þá geti kaupin enn gengið eftir. Reykjanesbær er í ábyrgð fyrir gríðarlegum skuldum Reykjaneshafnar. Í endurskipulagningu á skuldum hafnarinnar í fyrra skuldbatt Reykjanesbær sig til að hlíta nokkrum skilmálum sem tilgreindir eru í ársreikningi bæjarins. Á meðal þess sem þar kemur fram er að „ef Reykjanesbær selur, eða veðsetur eignarhlut sinn í HS Veitum hf. og/eða fær greitt af skuldabréfi útgefnu af Magma Energy Sweden A.B. þá fær Reykjaneshöfn 25% af þeim fjárhæðum í formi víkjandi láns frá Reykjanesbæ". thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Einn erlendur aðili og nokkrir innlendir aðilar, að mestu leyti lífeyrissjóðir, eru á meðal þeirra sem nú skoða að kaupa svokallað Magma-skuldabréf af Reykjanesbæ, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaða í málinu gæti legið fyrir á allra næstu vikum. Alterra, sem áður hét Magma, undirritaði viljayfirlýsingu um að kaupa bréfið, sem félagið gaf sjálft út, 8. september í fyrra og fékk 160 daga til að ganga frá því. Sérleyfi Alterra á kaupunum samkvæmt viljayfirlýsingunni rann út um miðjan febrúar og var ekki endurnýjað. Reykjanesbær eignaðist umrætt skuldabréf þegar hann seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS Orku sumarið 2009 og það er langstærsta seljanlega eign sveitarfélagsins. Bókfært virði þess samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2011 var 5,9 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er á gjalddaga 2016 og afborganir á því eru litlar fram að þeim tíma. Skuldabréfið ber 3,5% vexti, höfuðstóll þess er verðtryggður og bundinn við vísitölu álvers. Í ársreikningnum segir að „ef skuldabréfið er framreiknað miðað við álverð í árslok 2011 væri höfuðstóllinn 7.906,8 milljónir króna sem væri með núvirðingu 7.370,9 milljónir króna en vegna varúðarsjónarmiða hefur sú hækkun ekki verið færð". Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, staðfestir að bæjarstjórnin hafi leitað til nokkurra fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að selja bréfið öðrum en Alterra eftir að sérleyfi þeirra rann út. Á meðal þeirra eru Íslandsbanki og Virðing. Hann segir bæjarstjórnina vera að ræða ýmsar leiðir í málinu. „Það eru aðilar áhugasamir um kaup á bréfinu. Það eru ýmsar leiðir í því. Það eru allir mjög bjartsýnir á að þetta sé mjög gott bréf. Það eru nokkrir aðilar að skoða sölu á því fyrir okkur." Ásgeir Margeirsson, einn aðstoðarforstjóra Alterra, segir félagið ekki útiloka að kaupa bréfið þó að sérleyfi þess á þeim kaupum hafi runnið út. Ef viðeigandi lausn finnist þá geti kaupin enn gengið eftir. Reykjanesbær er í ábyrgð fyrir gríðarlegum skuldum Reykjaneshafnar. Í endurskipulagningu á skuldum hafnarinnar í fyrra skuldbatt Reykjanesbær sig til að hlíta nokkrum skilmálum sem tilgreindir eru í ársreikningi bæjarins. Á meðal þess sem þar kemur fram er að „ef Reykjanesbær selur, eða veðsetur eignarhlut sinn í HS Veitum hf. og/eða fær greitt af skuldabréfi útgefnu af Magma Energy Sweden A.B. þá fær Reykjaneshöfn 25% af þeim fjárhæðum í formi víkjandi láns frá Reykjanesbæ". thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira