Tvítugur maður sér fram á missi ökuleyfis og þarf að greiða 140 þúsund krónur í sekt eftir að lögreglan á Suðurnesjum stóð hann að hraðakstri á Reykjanesbraut þar sem er 90 kílómetra hámarkshraði.
Að sögn lögreglu hefur hún á á síðustu dögum hafti afskipti af allmörgum ökumönnum sem ekið hafa yfir leyfilegum hámarkshraða í umdæminu. Tvítugi maðurinn er sá sem mældist á mestum hraða.
„Aðrir brotlegir ökumenn mældust frá 116 kílómetra hraða og allt upp í 143 kílómetra á klukkustund. Þeir eiga einnig yfir höfði sér sektargreiðslur upp á tugi þúsunda og sumir þeirra ökuleyfissviptingu að auki," segir í skýrslu lögreglunnar á Suðurnesjum. - óká
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)