Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald manns sem grunaður er um gróf kynferðisbrot gegn ellefu ára gamalli dóttur sinni. Gæsluvarðhaldið gildir til 15. júní.
Maðurinn var handtekinn í desemberbyrjun og hefur verið í haldi síðan. Er þetta í sjöunda sinn sem gæsluvarðhald yfir manninum er framlengt. Ríkissaksóknari telur að réttarvitund almennings myndi særast gangi maðurinn laus auk þess sem það myndi valda almennri hneykslan í samfélaginu.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og vildi fella úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Vesturlands.- óká
Innlent