Innlent

Kristín Scheving ráðin verkafnastjóri Norræna hússins

Kristín Scheving myndlistarmaður, sýningarstjóri og verkefnisstjóri hefur hafið störf hjá Norræna húsinu. Kristín mun starfa þar sem verkefnastjóri.
Kristín Scheving myndlistarmaður, sýningarstjóri og verkefnisstjóri hefur hafið störf hjá Norræna húsinu. Kristín mun starfa þar sem verkefnastjóri.
Kristín Scheving myndlistarmaður, sýningarstjóri og verkefnisstjóri hefur hafið störf hjá Norræna húsinu. Kristín mun starfa þar sem verkefnastjóri.

Kristín nam myndlist við École Superiéure des Arts Décoratifs de Strasbourg í Frakklandi frá 1996-1999 og kláraði síðan BA gráðu í sjónlistum frá Manchester Metropolitan University, Bretlandi 2001.

Árið 2003 útskrifaðist hún með MA gráðu í Media Arts frá sama háskóla, og kenndi síðan við þann háskóla í sjónlistadeildinni til 2005. Eftir rúman áratug erlendis flutti Kristín aftur til Íslands og vann sem framkvæmdarstjóri Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs frá 2005 og byrjaði þá einnig með vídeólistahátíðina 700IS Hreindýraland. Kristín vann hjá Listahátíð á síðasta ári og vann þar sem verkefnisstjóri við verkefnið (I)ndependent people.

Geta má að 127 manns sóttu um auglýsta stöðu verkefnastjóra hjá Norræna húsinu og margir mjög hæfileikaríkir einstkalingar þar á meðal. Norræna húsið fagnar komu Kristínar í húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×