Viðskipti erlent

iPad fer í sölu á miðnætti

mynd/AFP
Miðnæturopnun verður í verslunum Epli.is á Laugavegi 182 og í Smáralind. Dyr verslananna opna klukkan 00:01 og munu íslenskir Apple aðdáendur fá að handleika þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar í fyrsta sinn.

Einnig verður opnað fyrir pantanir á vef Epli.is á sama tíma.

Þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar var opinberuð fyrir nokkrum vikum í San Francisco í Bandaríkjunum. Þá steig Tim Cook, framkvæmdarstjóri Apple, á stokk og tilkynnti um þær nýjungar sem eru í hinum nýja iPad.

Þar á meðal státar nýi iPad af hinum svokallað Retina-skjá en upplausn hans er fjórum sinnum meiri en fyrri kynslóðum spjaldtölvunnar. Samkvæmt Epli.is er upplausn skjásins 2048x1536 pixlar 44% meiri litamettun og 3.1 milljón pixla í sömu skjástærð.

Þessi öflugi skjár, sem einnig er að finna í iPhone 4 og iPhone 4S, gerir ljósmyndir, myndir, texta og vefsíður afar skýrar.

Spjaldtölvan nýja hefur einnig fengið öflugri örgjörva sem nefnist A5X. Að auki er ný 5 megapixla myndavél sem býður upp á upptökumöguleika í háskerpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×