Innlent

Óráð að ráða bæjarfulltrúa

„Ég held að öllum finnist óeðlilegt að það sé ráðinn í þetta fyrrverandi bæjarfulltrúi. Þau tengsl eru óþægileg þegar hugsað er um vanhæfi og siðareglur," segir Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi.

Hjálmar vill meðal annars fá upplýsingar um hvaða vinnu Sigurrós Þorgrímsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, innti af hendi fyrir þá einu milljón króna sem hún fékk greiddar fyrir aðkomu sína að ritun Sögu Kópavogs.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri hefur bent á að Sigurrós var ráðin til starfans í tíð þess meirihluta sem Hjálmar tilheyrði. Hjálmar segist vonast til að málið skýrist með því að umbeðnar upplýsingar verði lagðar fram á bæjarráðsfundi í dag. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×