Viðskipti erlent

Þotueldsneyti unnið úr trjám

Tom Enders
Tom Enders
Airbus hefur gengið til liðs við fyrirtækjasamtök sem hafa það að markmiði að þróa sjálfbæran orkugjafa fyrir flugiðnað.

Stefnt er á að vinna eldsneyti með hitaskiljun úr Mallee ilmviðartrjám sem vaxa í Ástralíu. Þar hafa trén verið notuð til að rækta upp land í söltum jarðvegi.

„Nýjar tegundir af eldsneyti eru ómissandi þáttur rannsókna á leiðinni til aukinnar sjálfbærni í flugiðnaði og styðja metnaðarfullar áætlanir okkur um að draga úr útblæstri koltvísýrings," er haft eftir Tom Enders, forstjóra Airbus, í tilkynningu félagsins.- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×