Innlent

Lengd fingra skiptir máli

Þeir sem eru með lengri baugfingur en vísifingur eru líklegri til þess að þurfa gervilið í hné vegna slitgigtar. Þetta kom fram á rannsóknarráðstefnu Lyflækningasviðs LSH.

Rúmlega 5.100 ljósmyndir af körlum og konum í kringum sjötugt voru skoðaðar. Þá voru einnig gerviliðir í hnjám og mjöðmum skoðaðir með hjálp tölvusneiðmynda. Orsakir tengslanna eru óþekktar en mögulegar skýringar tengjast meðal annars útlimalengd og kynhormónum. - sþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×