Innlent

Vilja lækkun vatnsskatts

Hjallakirkja Fjórar sóknarnefndir í Kópavogi segja í bréfi til bæjaryfirvalda að þeim sé mikill vandi á höndum.
Hjallakirkja Fjórar sóknarnefndir í Kópavogi segja í bréfi til bæjaryfirvalda að þeim sé mikill vandi á höndum.
Sóknarnefndir Kársness-, Digraness, Hjalla-, og Lindasóknar óska eftir því að bæjarráðið í Kópavogi lækki verulega vatnsskatt og holræsagjald á kirkjur bæjarins.

„Það er flestum kunnugt að sóknargjöld hafa lækkað verulega undanfarin ár og því mikill vandi fyrir höndum að viðhalda því mikla starfi sem unnið er í öllum kirkjum bæjarins og því leitað leiða til að lækka þann kostnað," segir í sameiginlegu bréfi sóknarnefndanna til bæjarráðs.

Í bréfinu segir að í Reykjavík séu umrædd gjöld lægri. „Er það von okkar að beiðni okkar verði tekið af velvild og skilningi og sem viðurkenning á því mikla starfi sem unnið er fyrir unga sem aldna í kirkjum bæjarins," segja sóknarnefndirnar í Kópavogi.

Bæjarráðið hefur falið bæjarritara að gefa því umsögn um erindi sóknarnefndanna. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×