Eitt stórt reikningsdæmi í lok kvölds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2012 08:00 Elvar Már Friðriksson og félagar í Njarðvík þurfa sigur á Króknum til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og vinni þeir með átta stigum sleppa þeir við deildarmeistara Grindavíkur í fyrstu umferð. Fréttablaðið/valli Það gæti þurft dágóðan tölfræðiútreikning eftir lokaumferð Iceland Express-deildar karla í kvöld en þá verður barist bæði um annað sætið og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Sjö lið hafa tryggt sér sæti inn í úrslitakeppnina en enginn veit hverjir mæta Grindavík er deildarmeistari og Valur og Haukar eru fallin lið en það er samt nóg undir í 22. og síðustu umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta í kvöld. Þrjú lið eiga möguleika á öðru sætinu og auk þess gætu Keflvíkingar nælt í heimavallarrétt ef úrslitin verða KR-ingum óhagstæð. Njarðvík situr eins og er í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina en Fjölnismenn eiga smá von um að taka það af þeim. ÍR-ingar eiga aftur á móti ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni þar sem liðið verður alltaf neðar á lakari árangri í innbyrðisviðureignum við Njarðvík (og Fjölni). KR gæti farið niður í 5.sætiKR, Stjarnan og Þór eru öll með 28 stig í 2. til 4. sæti deildarinnar og eiga því öll möguleika á því að ná öðru sætinu í kvöld. KR-ingar eiga það á hættu að detta niður um þrjú sæti í töflunni verði úrslitin þeim óhagstæð. Stjarnan og Þór verða aftur á móti með heimavallarrétt í átta liða úrslitunum hvernig sem fer í kvöld. Ástæðan fyrir þessu er að KR-ingar eru með lakari innbyrðisstöðu á móti Keflavík en Keflvíkingar eru hins vegar með lakari innbyrðisárangur á móti bæði Þór og Stjörnunni. Eina leiðin til þess að Keflvíkingar nái heimavallarrétti í átta liða úrslitunum er að þeir vinni sinn leik, KR tapi sínum leik og bæði Stjarnan og Þór vinni sína leiki. Fari svo yrði Keflavík í 4. sætinu en KR-ingar dyttu alla leið niður í 5. sætið. Grindavík og Snæfell eru og verða áfram í 1. og 6. sæti hvernig sem fer í kvöld en það á síðan eftir að koma í ljós hvernig hin liðin raða sér upp inn í úrslitakeppnina. Hvað gerist í Síkinu?Baráttan um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina stendur á milli tveggja liða, Njarðvíkina og Fjölnis. Það ræðst mjög mikið á leik Tindastóls og Njarðvíkur í Síkinu á Sauðárkróki Njarðvík er í betri stöðu og tryggir sig áfram með sigri á Tindastól en Fjölnismenn þurfa aftur á móti að treysta á önnur úrslit auk þess að klára sinn leik. Það er mikið um að liðin í efri hlutanum séu að keppa við liðin í neðri hlutanum en það er eitthvað undir í öllum leikjum nema leik Vals og Snæfells í Vodafonehöllinni. Í tveimur þeirra eru síðan bæði lið að keppa um að bæta stöðu sína en það er í leik Fjölnis og Keflavíkur í Dalhúsum og leik Tindastóls og Njarðvíkur á Sauðárkróki. KR-ingar og Stjörnumenn eiga þó örugglega ekki auðvelda leiki fyrir höndum, í Grindavík og Seljaskóla, þótt heimaliðin hafi að engu að keppa. Þórsarar heimsækja síðan Hauka á Ásvelli en þetta verður síðasti úrvalsdeildarleikurinn í Hafnarfirði í dálítinn tíma. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15. Lokaumferðin ætti að bjóða upp á spennu allt til loka leikjanna og virka sem fín upphitun fyrir úrslitakeppnina sem bíður handan við hornið.Ef allt gengur upp hjá liðunum í lokaumferðinniGrindavík 36 stig Grindvíkingar eru orðnir deildarmeistarar og úrslit kvöldsins skipta þá engu máli.KR 28 stig Getur náð öðru sætinu með því að vinna ÍR og verða alltaf í 2. sæti á betri árangri í innbyrðisleikjum ef þeir eru jafnir Þór og Stjörnunni.Stjarnan 28 stig Getur náð öðru sætinu með því að vinna Grindavík á sama tíma og KR tapar sínum leik. Stjarnan er með betri innbyrðisstöðu á móti Þór úr Þorlákshöfn.Þór Þorlákshöfn 28 stig Getur náð öðru sætinu með því að vinna Hauka á útivelli á sama tíma og bæði KR og Stjarnan tapa sínum leikjum.Keflavík 26 stig Getur náð fjórða sætinu með því að vinna Fjölni á útivelli á sama tíma og KR tapar fyrir ÍR en bæði Stjarnan og Þór vinna sína leiki.Snæfell 24 stig Verður í sjötta sæti hvernig sem aðrir leikir fara. Getur náð Keflavík að stigum en Hólmarar eru með lakari árangur í innbyrðisleikjum eftir tvö naum töp.Tindastóll 20 stig Er komið inn í úrslitakeppnina og verður í sjöunda sæti svo framarlega sem liðið tapar ekki með meira en sjö stigum á móti Njarðvík í kvöld.Njarðvík 18 stig Getur náð sjöunda sætinu með því að fá átta stiga sigur (eða stærri) á Tindastól en tryggir sér sæti í úrslitakeppninni með sigri.ÍR 16 stig Getur ekki náð áttunda sætinu af því að liðið er með lakari innbyrðisárangur en Njarðvík auk þess að vera ekki með bestan árangur verði öll þrjú liðin jöfn.Fjölnir 16 stig Getur náð áttunda sætinu ef liðið vinnur Keflavík á sama tíma og bæði ÍR og Njarðvík tapa sínum leikjum. Fjölnir er með betri árangur í innbyrðisleikjum á móti Njarðvík.Haukar (12 stig) og Valur (0 stig) Bæði eru fallin í 1. deild. Dominos-deild karla Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Það gæti þurft dágóðan tölfræðiútreikning eftir lokaumferð Iceland Express-deildar karla í kvöld en þá verður barist bæði um annað sætið og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Sjö lið hafa tryggt sér sæti inn í úrslitakeppnina en enginn veit hverjir mæta Grindavík er deildarmeistari og Valur og Haukar eru fallin lið en það er samt nóg undir í 22. og síðustu umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta í kvöld. Þrjú lið eiga möguleika á öðru sætinu og auk þess gætu Keflvíkingar nælt í heimavallarrétt ef úrslitin verða KR-ingum óhagstæð. Njarðvík situr eins og er í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina en Fjölnismenn eiga smá von um að taka það af þeim. ÍR-ingar eiga aftur á móti ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni þar sem liðið verður alltaf neðar á lakari árangri í innbyrðisviðureignum við Njarðvík (og Fjölni). KR gæti farið niður í 5.sætiKR, Stjarnan og Þór eru öll með 28 stig í 2. til 4. sæti deildarinnar og eiga því öll möguleika á því að ná öðru sætinu í kvöld. KR-ingar eiga það á hættu að detta niður um þrjú sæti í töflunni verði úrslitin þeim óhagstæð. Stjarnan og Þór verða aftur á móti með heimavallarrétt í átta liða úrslitunum hvernig sem fer í kvöld. Ástæðan fyrir þessu er að KR-ingar eru með lakari innbyrðisstöðu á móti Keflavík en Keflvíkingar eru hins vegar með lakari innbyrðisárangur á móti bæði Þór og Stjörnunni. Eina leiðin til þess að Keflvíkingar nái heimavallarrétti í átta liða úrslitunum er að þeir vinni sinn leik, KR tapi sínum leik og bæði Stjarnan og Þór vinni sína leiki. Fari svo yrði Keflavík í 4. sætinu en KR-ingar dyttu alla leið niður í 5. sætið. Grindavík og Snæfell eru og verða áfram í 1. og 6. sæti hvernig sem fer í kvöld en það á síðan eftir að koma í ljós hvernig hin liðin raða sér upp inn í úrslitakeppnina. Hvað gerist í Síkinu?Baráttan um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina stendur á milli tveggja liða, Njarðvíkina og Fjölnis. Það ræðst mjög mikið á leik Tindastóls og Njarðvíkur í Síkinu á Sauðárkróki Njarðvík er í betri stöðu og tryggir sig áfram með sigri á Tindastól en Fjölnismenn þurfa aftur á móti að treysta á önnur úrslit auk þess að klára sinn leik. Það er mikið um að liðin í efri hlutanum séu að keppa við liðin í neðri hlutanum en það er eitthvað undir í öllum leikjum nema leik Vals og Snæfells í Vodafonehöllinni. Í tveimur þeirra eru síðan bæði lið að keppa um að bæta stöðu sína en það er í leik Fjölnis og Keflavíkur í Dalhúsum og leik Tindastóls og Njarðvíkur á Sauðárkróki. KR-ingar og Stjörnumenn eiga þó örugglega ekki auðvelda leiki fyrir höndum, í Grindavík og Seljaskóla, þótt heimaliðin hafi að engu að keppa. Þórsarar heimsækja síðan Hauka á Ásvelli en þetta verður síðasti úrvalsdeildarleikurinn í Hafnarfirði í dálítinn tíma. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15. Lokaumferðin ætti að bjóða upp á spennu allt til loka leikjanna og virka sem fín upphitun fyrir úrslitakeppnina sem bíður handan við hornið.Ef allt gengur upp hjá liðunum í lokaumferðinniGrindavík 36 stig Grindvíkingar eru orðnir deildarmeistarar og úrslit kvöldsins skipta þá engu máli.KR 28 stig Getur náð öðru sætinu með því að vinna ÍR og verða alltaf í 2. sæti á betri árangri í innbyrðisleikjum ef þeir eru jafnir Þór og Stjörnunni.Stjarnan 28 stig Getur náð öðru sætinu með því að vinna Grindavík á sama tíma og KR tapar sínum leik. Stjarnan er með betri innbyrðisstöðu á móti Þór úr Þorlákshöfn.Þór Þorlákshöfn 28 stig Getur náð öðru sætinu með því að vinna Hauka á útivelli á sama tíma og bæði KR og Stjarnan tapa sínum leikjum.Keflavík 26 stig Getur náð fjórða sætinu með því að vinna Fjölni á útivelli á sama tíma og KR tapar fyrir ÍR en bæði Stjarnan og Þór vinna sína leiki.Snæfell 24 stig Verður í sjötta sæti hvernig sem aðrir leikir fara. Getur náð Keflavík að stigum en Hólmarar eru með lakari árangur í innbyrðisleikjum eftir tvö naum töp.Tindastóll 20 stig Er komið inn í úrslitakeppnina og verður í sjöunda sæti svo framarlega sem liðið tapar ekki með meira en sjö stigum á móti Njarðvík í kvöld.Njarðvík 18 stig Getur náð sjöunda sætinu með því að fá átta stiga sigur (eða stærri) á Tindastól en tryggir sér sæti í úrslitakeppninni með sigri.ÍR 16 stig Getur ekki náð áttunda sætinu af því að liðið er með lakari innbyrðisárangur en Njarðvík auk þess að vera ekki með bestan árangur verði öll þrjú liðin jöfn.Fjölnir 16 stig Getur náð áttunda sætinu ef liðið vinnur Keflavík á sama tíma og bæði ÍR og Njarðvík tapa sínum leikjum. Fjölnir er með betri árangur í innbyrðisleikjum á móti Njarðvík.Haukar (12 stig) og Valur (0 stig) Bæði eru fallin í 1. deild.
Dominos-deild karla Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira