Vettel fljótastur á æfingum dagsins í Barcelona Birgir Þór Harðarson skrifar 21. febrúar 2012 22:47 Vettel var fljótastur í dag á RB8 bílnum. Nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra á æfingum í Barcelona í dag. Alls tóku ellevu lið þátt á þessum fyrsta degi æfinga í Barcelona. Vettel setti besta tíma morgunsins sem hann svo bætti síðdegis þegar skilyrði voru betri. Annar var Nico Hulkenberg á Force India og þriðji Lewis Hamilton á McLaren. Flest liðin ákváðu að reyna á akstursþol bílanna í dag. Mercedes frumsýndi nýja bílinn sinn í morgun áður en æfingarnar hófust og var Michael Schumacher ökumaður liðsins í dag. Hann varð sjötti á eftir Daniel Ricciardo á Torro Rosso og Fernando Alonso á Ferrari. Það sem bar hæst í dag var hversu fáa hringi Lotus liðið náði að aka en ökumaður þeirra í dag, franski nýliðinn Roman Grosjean kvartaði undan keppnisbíl sínum. Ekki er um sama bíl að ræða og liðið ók á Jerez-brautinni fyrr í mánuðinum þar sem Kimi Raikkönen var fljótastur í hinum Lotus bílnum. Um kvöldmatarleitið gaf Lotus út að þeir myndu ekki taka frekari þátt í æfingunum í Barcelona. Æft verður aftur í Barcelona á morgun og aftur á fimmtudag og föstudag. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra á æfingum í Barcelona í dag. Alls tóku ellevu lið þátt á þessum fyrsta degi æfinga í Barcelona. Vettel setti besta tíma morgunsins sem hann svo bætti síðdegis þegar skilyrði voru betri. Annar var Nico Hulkenberg á Force India og þriðji Lewis Hamilton á McLaren. Flest liðin ákváðu að reyna á akstursþol bílanna í dag. Mercedes frumsýndi nýja bílinn sinn í morgun áður en æfingarnar hófust og var Michael Schumacher ökumaður liðsins í dag. Hann varð sjötti á eftir Daniel Ricciardo á Torro Rosso og Fernando Alonso á Ferrari. Það sem bar hæst í dag var hversu fáa hringi Lotus liðið náði að aka en ökumaður þeirra í dag, franski nýliðinn Roman Grosjean kvartaði undan keppnisbíl sínum. Ekki er um sama bíl að ræða og liðið ók á Jerez-brautinni fyrr í mánuðinum þar sem Kimi Raikkönen var fljótastur í hinum Lotus bílnum. Um kvöldmatarleitið gaf Lotus út að þeir myndu ekki taka frekari þátt í æfingunum í Barcelona. Æft verður aftur í Barcelona á morgun og aftur á fimmtudag og föstudag.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira