Breski söngvarinn og lagahöfundurinn Jamie Cullum bar sigur úr bítum í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar í Þýskalandi um helgina.
Söngvarinn vinsæli steig þó ekki á svið sjálfur, heldur samdi hann sigurlagið, Standing Still, ásamt tveim ástsælustu lagahöfundum Bretlands, Steve Robson og Wayne Hector.
Það var 22 ára þýskt sjarmatröll, Roman Lob, sem flutti lagið sem sigraði æsispennandi úrslitakeppnina og verður því framlag Þýskalands í lokakeppninni í Baku í maí.
Þýskaland hefur tvisvar sinnum sigrað í Eurovision. Nicole Hohloch var 17 ára gömul árið 1982, þegar hún sigraði með lagið Ein bißchen Frieden, og hin 19 ára Lena Meyer-Landrut sigraði árið 2010 með lagið Satellite. - trs
Lífið