Illviljinn meiðir Guðrún Pétursdóttir skrifar 12. október 2012 00:00 Brynjar Níelsson, lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á þriðjudag pistil á Pressan.is þar sem hann fer svo ósönnum orðum um Þjóðfundinn 2010 að ég get ekki orða bundist. Sem formaður stjórnlaganefndar sem stóð að þjóðfundinum hlýt ég að svara þessum makalausa málflutningi. Brynjar er andvígur endurskoðun stjórnarskrárinnar, finnur ferlinu allt til foráttu og hikar ekki við að hagræða staðreyndum eins og hentar málflutningi hans. Meðal annars veitist hann að Þjóðfundinum 2010 og segir: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna." Ekki veit ég hvernig lögmaðurinn hefur tamið sér að lesa frumgögn, en hitt veit ég, að þessi fullyrðing er rakalaus þvættingur. Þetta er ekki aðeins ósatt, heldur móðgun við allt það góða fólk sem vann af heilum hug að undirbúningi og framkvæmd þjóðfundarins – og ekki síst við 950 þjóðfundargesti sem valdir voru af handahófi úr Þjóðskrá og endurspegluðu þjóðarviljann í þessu starfi. Margra mánaða undirbúningur lá að baki þessum einstæða fundi, þar sem fjöldi fólks lagði sig fram um að finna bestu leiðir til að fá fram vilja þjóðfundargesta, þannig að hver og einn fengi notið sín og fundarmenn legðu sjálfir línurnar. Það var höfuðatriði að starfsmenn skiptu sér ekki af inntaki umræðunnar. Þjóðfundargestirnir lögðu fram umræðuefnin og í samræðum þeirra mótuðust hinar breiðu línur. Á hverju borði var aðstoðarmaður, eins konar „lóðs", sem leiðbeindi um tímamörk og form dagskráratriða og vakti yfir að allir fengju notið sín, en gætti þess að blanda sér aldrei efnislega í umræðurnar. Þjóðfundargestirnir og starfsmenn voru í skýjunum yfir hvað fundurinn gekk fallega og vel fyrir sig. Við gengum til verks af heilum hug, af einlægni og drenglyndi og vorum stolt af vel unnu verki eftir langan dag. Verki sem við unnum með hag þjóðar okkar að leiðarljósi. Mér varð hálf ómótt við að lesa pistil Brynjars Níelssonar. Mér finnst þetta ljót skrif. Illviljinn meiðir. En ég er fegin því að hann skuli ekki hika við að opinbera sinn innri mann – svona í aðdraganda prófkjörsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson, lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á þriðjudag pistil á Pressan.is þar sem hann fer svo ósönnum orðum um Þjóðfundinn 2010 að ég get ekki orða bundist. Sem formaður stjórnlaganefndar sem stóð að þjóðfundinum hlýt ég að svara þessum makalausa málflutningi. Brynjar er andvígur endurskoðun stjórnarskrárinnar, finnur ferlinu allt til foráttu og hikar ekki við að hagræða staðreyndum eins og hentar málflutningi hans. Meðal annars veitist hann að Þjóðfundinum 2010 og segir: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna." Ekki veit ég hvernig lögmaðurinn hefur tamið sér að lesa frumgögn, en hitt veit ég, að þessi fullyrðing er rakalaus þvættingur. Þetta er ekki aðeins ósatt, heldur móðgun við allt það góða fólk sem vann af heilum hug að undirbúningi og framkvæmd þjóðfundarins – og ekki síst við 950 þjóðfundargesti sem valdir voru af handahófi úr Þjóðskrá og endurspegluðu þjóðarviljann í þessu starfi. Margra mánaða undirbúningur lá að baki þessum einstæða fundi, þar sem fjöldi fólks lagði sig fram um að finna bestu leiðir til að fá fram vilja þjóðfundargesta, þannig að hver og einn fengi notið sín og fundarmenn legðu sjálfir línurnar. Það var höfuðatriði að starfsmenn skiptu sér ekki af inntaki umræðunnar. Þjóðfundargestirnir lögðu fram umræðuefnin og í samræðum þeirra mótuðust hinar breiðu línur. Á hverju borði var aðstoðarmaður, eins konar „lóðs", sem leiðbeindi um tímamörk og form dagskráratriða og vakti yfir að allir fengju notið sín, en gætti þess að blanda sér aldrei efnislega í umræðurnar. Þjóðfundargestirnir og starfsmenn voru í skýjunum yfir hvað fundurinn gekk fallega og vel fyrir sig. Við gengum til verks af heilum hug, af einlægni og drenglyndi og vorum stolt af vel unnu verki eftir langan dag. Verki sem við unnum með hag þjóðar okkar að leiðarljósi. Mér varð hálf ómótt við að lesa pistil Brynjars Níelssonar. Mér finnst þetta ljót skrif. Illviljinn meiðir. En ég er fegin því að hann skuli ekki hika við að opinbera sinn innri mann – svona í aðdraganda prófkjörsins.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun