Bandalag stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingar með samþykki allra stjórnmálaflokka 20. desember 2012 06:00 Við hrunið haustið 2008 keypti ég lítið fyrirtæki sem ég hef rekið síðan og gengið ágætlega. Á þeim tíma hef ég kynnst á eigin skinni hvernig bandalag verkalýðshreyfingarinnar og stórfyrirtækja (sem stjórna Samtökum atvinnulífsins) hafa búið til kerfi sem er óskilvirkt, óarðbært og hindrar efnahagslegar framfarir sem svo sár þörf er á, sérstaklega nú eftir hrun. Allir stjórnmálaflokkar hafa stutt bandalagið og styrkt það í sessi í gegnum tíðina, enda hagsmunir þeirra að viðhalda því vegna áhrifa í verkalýðsfélögum og félögum atvinnurekenda. Núverandi stjórn styður þetta bandalag af meiri eldmóð en allar fyrri ríkisstjórnir. Eðli bandalagsins Allir eru sammála um að ekki er hægt að lifa af töxtum kjarasamninga sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um. T.d. eru hæstu mánaðarlaun samkvæmt taxta sem sérhæfður starfsmaður í verslun fær kr. 215.179 og byrjunarlaun kr. 190.356. Í stað þess að fyrirtæki borgi hærri laun er hið opinbera í gegnum millifærslukerfi látið greiða þeim sem þiggja laun samkvæmt kjarasamningum bætur í alls konar formi til að þeir geti dregið fram lífið. Barnabætur, vaxta- og húsnæðisbætur eru dæmi um slíkar bætur en einnig eru mörg opinber gjöld tekjutengd í sama tilgangi. Þessu til viðbótar eru launagreiðendur og launþegar skyldaðir til að greiða stóran hluta launa í lífeyrissjóði sem bandalagið stjórnar og nýtur góðs af. Vinstri menn og verkalýðsfélögin eru býsna ánægð með þetta fyrirkomulag. Ánægðust eru þó, sýnist mér, stórfyrirtæki sem greiða eftir þessum töxtum. Ójöfn samkeppni Ég rek fyrirtæki þar sem vinna um 20 starfsmenn og mér dettur ekki í hug að bjóða laun samkvæmt taxta kjarasamninga. Sama held ég að gildi um flest lítil fyrirtæki. Stórfyrirtæki eru nánast þau einu sem greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Ég lít svo á að ef reksturinn getur ekki greitt laun sem menn geta lifað á, þá er enginn grundvöllur fyrir slíkan rekstur. Menn eiga þá að hætta rekstri. Ríkið á ekki að greiða stóran hluta framfærslunnar með skattpeningum frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra – sem eru síðan í samkeppni við stórfyrirtækin. Í þessu fyrirkomulagi er mikil sóun á skattfé og vinnuafli. Að auki dregur það úr vilja manna til vinnu þar sem jaðaráhrif skatta eru mjög mikil. Hvað er til ráða? Hugsum okkur að þessu yrði nú breytt þannig að almennir launataxtar yrðu hækkaðir um segjum 50%, þ.e. upp í það sem mörg smærri félög eins og mitt greiðir í dag. Þau fyrirtæki sem ekki gætu greitt þessi laun yrðu að hagræða hjá sér eða færu hreinlega í þrot – sem væri hreinsun fyrir efnahagslífið því önnur arðbærari kæmu í staðinn og veittu sömu þjónustu. Samhliða væru skattar lækkaðir á fyrirtæki og einstaklinga, t.d. tryggingargjald og skattprósenta á laun, og persónuafsláttur nánast afnuminn. Ríkið fengi álíka skatta af launum og fyrirtækjum eftir sem áður vegna hærri skattstofns og hvati til vinnu væri mun meiri þar sem jaðaráhrif skatta yrðu lítil. Allir myndu græða á slíku kerfi nema verkalýðsforystan, félagar þeirra hjá stórfyrirtækjum og stjórnmálamenn sem hefðu ekki eins mikil völd og áhrif. Auðvitað eru þessar vangaveltur fullkomlega óraunhæfar. Verkalýðshreyfingin, stórfyrirtæki og stjórnmálamenn hafa slík samtvinnuð völd að breytingar á þessu fyrirkomulagi verða aldrei gerðar. Meðan samið er um að ríkið sjái um framfærslu manna með þessum hætti er enginn hvati til að semja um laun sem menn geta lifað af. Sama gildir um skylduaðild að lífeyrissjóðum. Yrði hún afnumin gætu verkalýðsforystan og stórfyrirtæki ekki setið í stjórnum sjóða og fyrirtækja sem fjárfest er í með þeim völdum, greiðslum og bitlingum sem því fylgja. Gleymum því ekki að þau fyrirtæki sem greiða góð laun eru að skapa verðmæti sem gera þeim kleift að greiða slík laun. Þau fyrirtæki sem ekki geta greitt laun sem einstaklingar og fjölskyldur geta framfleytt sér á, auk hagnaðar til eigenda, eru ekki að skapa nægileg verðmæti til að réttlæta tilvist sína. Ríkið á ekki að hlaupa undir bagga með þeim í formi bóta og millifærslna frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra, heldur treysta á markaðsöflin og leyfa þeim að leggja upp laupana – önnur arðbærari munu koma í staðinn. Ekki hindra framfarir og endurnýjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við hrunið haustið 2008 keypti ég lítið fyrirtæki sem ég hef rekið síðan og gengið ágætlega. Á þeim tíma hef ég kynnst á eigin skinni hvernig bandalag verkalýðshreyfingarinnar og stórfyrirtækja (sem stjórna Samtökum atvinnulífsins) hafa búið til kerfi sem er óskilvirkt, óarðbært og hindrar efnahagslegar framfarir sem svo sár þörf er á, sérstaklega nú eftir hrun. Allir stjórnmálaflokkar hafa stutt bandalagið og styrkt það í sessi í gegnum tíðina, enda hagsmunir þeirra að viðhalda því vegna áhrifa í verkalýðsfélögum og félögum atvinnurekenda. Núverandi stjórn styður þetta bandalag af meiri eldmóð en allar fyrri ríkisstjórnir. Eðli bandalagsins Allir eru sammála um að ekki er hægt að lifa af töxtum kjarasamninga sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um. T.d. eru hæstu mánaðarlaun samkvæmt taxta sem sérhæfður starfsmaður í verslun fær kr. 215.179 og byrjunarlaun kr. 190.356. Í stað þess að fyrirtæki borgi hærri laun er hið opinbera í gegnum millifærslukerfi látið greiða þeim sem þiggja laun samkvæmt kjarasamningum bætur í alls konar formi til að þeir geti dregið fram lífið. Barnabætur, vaxta- og húsnæðisbætur eru dæmi um slíkar bætur en einnig eru mörg opinber gjöld tekjutengd í sama tilgangi. Þessu til viðbótar eru launagreiðendur og launþegar skyldaðir til að greiða stóran hluta launa í lífeyrissjóði sem bandalagið stjórnar og nýtur góðs af. Vinstri menn og verkalýðsfélögin eru býsna ánægð með þetta fyrirkomulag. Ánægðust eru þó, sýnist mér, stórfyrirtæki sem greiða eftir þessum töxtum. Ójöfn samkeppni Ég rek fyrirtæki þar sem vinna um 20 starfsmenn og mér dettur ekki í hug að bjóða laun samkvæmt taxta kjarasamninga. Sama held ég að gildi um flest lítil fyrirtæki. Stórfyrirtæki eru nánast þau einu sem greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Ég lít svo á að ef reksturinn getur ekki greitt laun sem menn geta lifað á, þá er enginn grundvöllur fyrir slíkan rekstur. Menn eiga þá að hætta rekstri. Ríkið á ekki að greiða stóran hluta framfærslunnar með skattpeningum frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra – sem eru síðan í samkeppni við stórfyrirtækin. Í þessu fyrirkomulagi er mikil sóun á skattfé og vinnuafli. Að auki dregur það úr vilja manna til vinnu þar sem jaðaráhrif skatta eru mjög mikil. Hvað er til ráða? Hugsum okkur að þessu yrði nú breytt þannig að almennir launataxtar yrðu hækkaðir um segjum 50%, þ.e. upp í það sem mörg smærri félög eins og mitt greiðir í dag. Þau fyrirtæki sem ekki gætu greitt þessi laun yrðu að hagræða hjá sér eða færu hreinlega í þrot – sem væri hreinsun fyrir efnahagslífið því önnur arðbærari kæmu í staðinn og veittu sömu þjónustu. Samhliða væru skattar lækkaðir á fyrirtæki og einstaklinga, t.d. tryggingargjald og skattprósenta á laun, og persónuafsláttur nánast afnuminn. Ríkið fengi álíka skatta af launum og fyrirtækjum eftir sem áður vegna hærri skattstofns og hvati til vinnu væri mun meiri þar sem jaðaráhrif skatta yrðu lítil. Allir myndu græða á slíku kerfi nema verkalýðsforystan, félagar þeirra hjá stórfyrirtækjum og stjórnmálamenn sem hefðu ekki eins mikil völd og áhrif. Auðvitað eru þessar vangaveltur fullkomlega óraunhæfar. Verkalýðshreyfingin, stórfyrirtæki og stjórnmálamenn hafa slík samtvinnuð völd að breytingar á þessu fyrirkomulagi verða aldrei gerðar. Meðan samið er um að ríkið sjái um framfærslu manna með þessum hætti er enginn hvati til að semja um laun sem menn geta lifað af. Sama gildir um skylduaðild að lífeyrissjóðum. Yrði hún afnumin gætu verkalýðsforystan og stórfyrirtæki ekki setið í stjórnum sjóða og fyrirtækja sem fjárfest er í með þeim völdum, greiðslum og bitlingum sem því fylgja. Gleymum því ekki að þau fyrirtæki sem greiða góð laun eru að skapa verðmæti sem gera þeim kleift að greiða slík laun. Þau fyrirtæki sem ekki geta greitt laun sem einstaklingar og fjölskyldur geta framfleytt sér á, auk hagnaðar til eigenda, eru ekki að skapa nægileg verðmæti til að réttlæta tilvist sína. Ríkið á ekki að hlaupa undir bagga með þeim í formi bóta og millifærslna frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra, heldur treysta á markaðsöflin og leyfa þeim að leggja upp laupana – önnur arðbærari munu koma í staðinn. Ekki hindra framfarir og endurnýjun.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun