David Cameron segir framferði Barclays manna hneyksli Magnús Halldórsson skrifar 2. júlí 2012 16:11 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir framferði starfsmanna Barclays-bankans, og eftir atvikum annarra bankamanna, er varðar vaxtasvindl bankans vera hneyksli og tilkynnti um það í breska þinginu í dag að ítarleg rannsókn myndi fara fram á starfsháttum banka í landinu. Barclays bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt til breska fjármálaeftirlitsins (FSA), jafnvirði tæplega 60 milljarða króna, vegna markaðsmisnotkunar bankans á millibankamarkaði með vexti. Stjórnarformaður Barclays undafarin sex ár, Marcus Agius, sagði upp stöfum vegna málsins í morgun en hann hafði áður neitað að taka við bónusgreiðslu líkt og forstjóri bankans, Bob Diamond. „Framkoma bankamanna í þessu máli er fullkomlega með ólíkindum, og algjörlega óásættanleg," sagði Cameron m.a. í ræðu sinni í þinginu. „Bankamenn sem brutu lög, ættu að fá refsingu," sagði Cameron. Brot bankans snéru að því að lánatökukostnaður, þ.e. álag á lán frá öðrum bönkum, var minni en hann átti að vera, og var staða bankans þannig fegruð. FSA segir brotin vera þau alvarlegustu sem eftirlitið hafi sektað fyrir í sögu eftirlitsins. Rannsókn á bankageiranum breska verður beint heildrænt gegn geiranum í heild, en ekki aðeins að brotum Barclays. Sérstök rannsókn mun fara fram um millibankavaxtamálið, og hefur SFO þegar hafið þá rannsókn. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir framferði starfsmanna Barclays-bankans, og eftir atvikum annarra bankamanna, er varðar vaxtasvindl bankans vera hneyksli og tilkynnti um það í breska þinginu í dag að ítarleg rannsókn myndi fara fram á starfsháttum banka í landinu. Barclays bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt til breska fjármálaeftirlitsins (FSA), jafnvirði tæplega 60 milljarða króna, vegna markaðsmisnotkunar bankans á millibankamarkaði með vexti. Stjórnarformaður Barclays undafarin sex ár, Marcus Agius, sagði upp stöfum vegna málsins í morgun en hann hafði áður neitað að taka við bónusgreiðslu líkt og forstjóri bankans, Bob Diamond. „Framkoma bankamanna í þessu máli er fullkomlega með ólíkindum, og algjörlega óásættanleg," sagði Cameron m.a. í ræðu sinni í þinginu. „Bankamenn sem brutu lög, ættu að fá refsingu," sagði Cameron. Brot bankans snéru að því að lánatökukostnaður, þ.e. álag á lán frá öðrum bönkum, var minni en hann átti að vera, og var staða bankans þannig fegruð. FSA segir brotin vera þau alvarlegustu sem eftirlitið hafi sektað fyrir í sögu eftirlitsins. Rannsókn á bankageiranum breska verður beint heildrænt gegn geiranum í heild, en ekki aðeins að brotum Barclays. Sérstök rannsókn mun fara fram um millibankavaxtamálið, og hefur SFO þegar hafið þá rannsókn.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira