Ingólfstorg – Kvosin Páll Hjaltason skrifar 2. júlí 2012 10:15 Í lok síðustu viku voru kynntar tillögur úr samkeppni um framtíðarþróun Ingólfstorgs og næsta nágrennis en samkeppnissvæðið náði frá Ingólfstorgi yfir að Vallargarði og Kirkjustræti. Miklar umræður hafa verið um þetta svæði undanfarin ár en það var komin nokkuð flókin staða í skipulagi. Það deiliskipulag sem er í gildi frá 1986 gerir m.a. ráð fyrir töluverðri uppbyggingu við Ingólfstorg auk þess sem fjarlægja mátti gömlu timburhúsin þrjú sem standa við Vallarstræti. Hugmyndir manna um þróun miðborgarinnar hafa breyst mikið síðustu áratugi og í dag er lögð aukin áhersla á byggðarverndun ásamt mikilvægi þess að almannahagsmunir og umhverfisgæði séu höfð að leiðarljósi. Í því ljósi ákvað skipulagsráð Reykjavíkur, í samráði við lóðarhafa, að halda opna alþjóðlega hönnunarsamkeppni um svæðið. Það er í fyrsta skipti sem Reykjavíkurborg tekur þátt í að halda slíka samkeppni um svæði í einkaeigu. Mikil tækifæri felast í miðborg Reykjavíkur en hún er flókið samspil margra þátta og mikilvægt að leiða fram fjölbreyttar úrlausnir í skipulagi. Samkeppnissvæðið er í hjarta borgarinnar og allar ákvarðanir um framtíð þessa viðkvæma borgarhluta þurfa að vera vel hugsaðar. Á svæðinu er t.d. talinn vera upphafspunktur byggðar í landinu. Í forsögn samkeppninnar var m.a. lagt upp með að halda ætti í gömlu timburhúsin og ef þau yrðu færð bæri að koma þeim fyrir á samkeppnissvæðinu. Samkeppnin var í tveimur þrepum og var fyrra þrep opin hugmyndasamkeppni þar sem öllum gafst kostur á að koma með tillögu að framtíðarþróun svæðisins. Alls bárust 68 tillögur sem búa yfir athyglisverðum hugmyndum sem varpa ljósi á möguleika svæðisins. Sumar tillögurnar fela í sér róttæka umbreytingu á samkeppnissvæðinu en aðrar þróa hugmyndir að uppbyggingu út frá sögulegu byggðarmynstri og svæðinu eins og það er í dag. Fimm tillögur voru síðan valdar til frekari útfærslu og af þeim voru valdar þrjár í verðlaunasæti. Í fyrsta sæti varð tillaga frá Ask arkitektum. Vinningstillagan tekur mikið tillit til sögu Kvosarinnar en sýnir um leið áhugaverða þróunarmöguleika. Styrkur hennar felst m.a. í skýrri sýn á þetta viðkvæma svæði. Hún sýnir markvissa uppbyggingu án nokkurs niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum. Tillagan skiptir uppbyggingunni í þrjá áfanga þar sem hver áfangi hefur skýrt hlutverk. Í Vallarstræti verður fjölbreytt verslunar- og þjónustuhúsnæði sem mun auðga mannlíf og styrkja þjónustu í Kvosinni. Samkomusalurinn við Thorvaldsenstræti 2 (núv. Nasa) er endurbyggður sem skemmti- og ráðstefnusalur. Landsímahúsið er allt skipulagt sem hótelbygging með nýbyggingu við Kirkjustræti. Aðalinngangur í hótel er frá Kirkjustræti og innra skipulag hótels skapar góð tengsl við nærliggjandi almenningsrými, Víkurgarð og Austurvöll. Það sem er einna róttækast í vinningstillögunni er að lagt er til að byggt verði á syðri hluta Ingólfstorgs, þar sem Hótel Ísland stóð einu sinni. Þar er um að ræða sjálfstæða einingu á borgarlandi sem tengist ekki hóteluppbyggingunni og gerir tillagan ráð fyrir að þar verði menningarhús. Nýbygging á þessum reit þarfnast frekari útfærslu og almennrar umræðu en býður upp á spennandi möguleika sem endurvekur og styrkir gamlar götumyndir í elsta borgarhluta Reykjavíkur. Reykjavík stendur á vissum tímamótum í skipulagsmálum. Kyrrstaða síðustu ára hefur gefið tóm til að endurmeta margar fyrri ákvarðanir í ljósi breyttra sjónarmiða og setja fram markvissari sýn til framtíðar. Aukin áhersla á umhverfisgæði, vistvænar samgöngur og almannahagsmuni leiðir fram nýjar lausnir. Þétting byggðar á auk þess ávallt að vera á forsendum þess byggðamynsturs sem fyrir er á hverjum stað og styrkja mannlífið í borginni. Sú niðurstaða sem samkeppni um Ingólfstorg leiddi af sér varðar veginn fyrir aðra uppbyggingu í miðborginni þar sem fólk á alltaf að vera í fyrirrúmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku voru kynntar tillögur úr samkeppni um framtíðarþróun Ingólfstorgs og næsta nágrennis en samkeppnissvæðið náði frá Ingólfstorgi yfir að Vallargarði og Kirkjustræti. Miklar umræður hafa verið um þetta svæði undanfarin ár en það var komin nokkuð flókin staða í skipulagi. Það deiliskipulag sem er í gildi frá 1986 gerir m.a. ráð fyrir töluverðri uppbyggingu við Ingólfstorg auk þess sem fjarlægja mátti gömlu timburhúsin þrjú sem standa við Vallarstræti. Hugmyndir manna um þróun miðborgarinnar hafa breyst mikið síðustu áratugi og í dag er lögð aukin áhersla á byggðarverndun ásamt mikilvægi þess að almannahagsmunir og umhverfisgæði séu höfð að leiðarljósi. Í því ljósi ákvað skipulagsráð Reykjavíkur, í samráði við lóðarhafa, að halda opna alþjóðlega hönnunarsamkeppni um svæðið. Það er í fyrsta skipti sem Reykjavíkurborg tekur þátt í að halda slíka samkeppni um svæði í einkaeigu. Mikil tækifæri felast í miðborg Reykjavíkur en hún er flókið samspil margra þátta og mikilvægt að leiða fram fjölbreyttar úrlausnir í skipulagi. Samkeppnissvæðið er í hjarta borgarinnar og allar ákvarðanir um framtíð þessa viðkvæma borgarhluta þurfa að vera vel hugsaðar. Á svæðinu er t.d. talinn vera upphafspunktur byggðar í landinu. Í forsögn samkeppninnar var m.a. lagt upp með að halda ætti í gömlu timburhúsin og ef þau yrðu færð bæri að koma þeim fyrir á samkeppnissvæðinu. Samkeppnin var í tveimur þrepum og var fyrra þrep opin hugmyndasamkeppni þar sem öllum gafst kostur á að koma með tillögu að framtíðarþróun svæðisins. Alls bárust 68 tillögur sem búa yfir athyglisverðum hugmyndum sem varpa ljósi á möguleika svæðisins. Sumar tillögurnar fela í sér róttæka umbreytingu á samkeppnissvæðinu en aðrar þróa hugmyndir að uppbyggingu út frá sögulegu byggðarmynstri og svæðinu eins og það er í dag. Fimm tillögur voru síðan valdar til frekari útfærslu og af þeim voru valdar þrjár í verðlaunasæti. Í fyrsta sæti varð tillaga frá Ask arkitektum. Vinningstillagan tekur mikið tillit til sögu Kvosarinnar en sýnir um leið áhugaverða þróunarmöguleika. Styrkur hennar felst m.a. í skýrri sýn á þetta viðkvæma svæði. Hún sýnir markvissa uppbyggingu án nokkurs niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum. Tillagan skiptir uppbyggingunni í þrjá áfanga þar sem hver áfangi hefur skýrt hlutverk. Í Vallarstræti verður fjölbreytt verslunar- og þjónustuhúsnæði sem mun auðga mannlíf og styrkja þjónustu í Kvosinni. Samkomusalurinn við Thorvaldsenstræti 2 (núv. Nasa) er endurbyggður sem skemmti- og ráðstefnusalur. Landsímahúsið er allt skipulagt sem hótelbygging með nýbyggingu við Kirkjustræti. Aðalinngangur í hótel er frá Kirkjustræti og innra skipulag hótels skapar góð tengsl við nærliggjandi almenningsrými, Víkurgarð og Austurvöll. Það sem er einna róttækast í vinningstillögunni er að lagt er til að byggt verði á syðri hluta Ingólfstorgs, þar sem Hótel Ísland stóð einu sinni. Þar er um að ræða sjálfstæða einingu á borgarlandi sem tengist ekki hóteluppbyggingunni og gerir tillagan ráð fyrir að þar verði menningarhús. Nýbygging á þessum reit þarfnast frekari útfærslu og almennrar umræðu en býður upp á spennandi möguleika sem endurvekur og styrkir gamlar götumyndir í elsta borgarhluta Reykjavíkur. Reykjavík stendur á vissum tímamótum í skipulagsmálum. Kyrrstaða síðustu ára hefur gefið tóm til að endurmeta margar fyrri ákvarðanir í ljósi breyttra sjónarmiða og setja fram markvissari sýn til framtíðar. Aukin áhersla á umhverfisgæði, vistvænar samgöngur og almannahagsmuni leiðir fram nýjar lausnir. Þétting byggðar á auk þess ávallt að vera á forsendum þess byggðamynsturs sem fyrir er á hverjum stað og styrkja mannlífið í borginni. Sú niðurstaða sem samkeppni um Ingólfstorg leiddi af sér varðar veginn fyrir aðra uppbyggingu í miðborginni þar sem fólk á alltaf að vera í fyrirrúmi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun