Sport

Matthildur og Jón Margeir íþróttakona og maður ársins hjá ÍF

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Jón Margeir Sverrisson voru í dag útnefnd sem íþróttakona og íþróttamaður ársins 2012 úr röðum fatlaðra. Jón Margeir og Matthildur eiga glæsilegt íþróttaár að baki. Jón Margeir vann til gullverðlauna á ólympíumóti fatlaðra í London og Matthildur komst í átta manna úrslit í langstökki á sama móti. Þetta er í fyrsta sinn sem Matthildur hlýtur þessa nafnbót en þriðja árið í röð hjá Jóni Margeiri.

Matthildur er fyrsta frjálsíþróttakonan sem fær þessa viðurkenningu.

Smelltu hér til að sjá viðtal við Matthildi sem tekið var í dag.

Matthildur, sem er nemandi í 10. bekkk í Norðlingaskóla, setti þrjú Íslandsmet innanhúss á ÍM 15-25 ára í febrúar. Metin komu í 60 m og 200 metra hlaupi og langstökki. Hún setti Íslandsmet í langstökki á móti sem fram fór í Túnis í mars þar sem hún stökk 4,10 metra. Hún setti einnig Íslandsmet í 200 metra hlaupi í Túnis. Hún stórbætti Íslandsmet sitt nokkrum dögum síðar á Íslandsmóti ÍF í Laugardalnum þar sem hún stökk 4,28 metra. Á ólympíumótinu í London bætti hún Íslandsmetið í 200 metra hlaupi – 32,16 sek.

Jón Margeir með þrjú heimsmet á árinu
Jón Margeir Sverrison.Anton
Jón Margeir er sundmaður úr Fjölni en Matthildur keppir fyrir íþróttafélag fatlaðra en hún er einnig afrekskona í sundi fyrir sama félag.

Jón Margeir setti heimsmet í 200 metra skriðsundi á ÓL í London í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra). Á árinu 2012 setti hann 31 Íslandsmet, 3 heimsmet og 1 ólympíumet.

Smelltu hér til að sjá viðtal sem tekið var við Jón Margeir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×