Handbolti

Ekki með gegn Ís­rael þar sem hún er ó­létt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Perla Ruth var markahæsti leikmaður Íslands á síðasta Evrópumóti.
Perla Ruth var markahæsti leikmaður Íslands á síðasta Evrópumóti. Getty Images/Christina Pahnke

Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, er ófrísk af sínu öðru barni. Þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag, mánudag. 

Hin 28 ára gamla Perla Ruth leikur í dag með uppeldisfélagi sínu Selfoss eftir að hafa leikið með Fram frá 2019 til 2023. 

Hún mun ekki leika handbolta aftur á næstunni en í dag tilkynntu hún og maður hennar, Örn Þrastarson, að þau ættu von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau soninn Maron Blæ.

Handbolti.is greinir frá því að Perla Ruth hafi leikið 57 A-landsleik og skorað í þeim 138 mörk.

Með tilkynningunni staðfesti Perla Ruth að hún verði ekki með í leikjunum umtöluðu gegn Ísrael. Um er að ræða umspilsleiki fyrir heimsmeistaramót kvenna. Munu þeir fara fram fyrir luktum dyrum.


Tengdar fréttir

Ís­land - Ís­rael: Að­gengi fjölmiðla að ís­lenska liðinu til skoðunar

Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leik­menn og þjálfara í ís­lenska kvenna­lands­liðinu í hand­bolta í að­draganda leikja við Ís­rael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráð­leggingar frá em­bætti Ríkislög­reglu­stjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×