Apple kynnti nú síðdegis nýjan iPad og er gert ráð fyrir að hann komi í verslanir þann 16. mars næstkomandi. Tim Cook, forstjóri tölvurisans, segir að nýja útgáfán verði á sama verði og iPad 2 sem kom út í apríl á síðasta árið. Nýr iPad var ekki það eina sem kynnt var á blaðamannafundinum í dag því Apple ætlar að gefa út nýja útgáfu af Apple TV, sem hefur verið vinsælt hjá notendum til að ná í til dæmis sjónvarpsþætti og kvikmyndir.
Nýjan útgáfan af iPad er mun betri en sú fyrri. Upplausnin í skjánum er miklu betri eða 3,1 milljónir pixlar. Þá er myndavélin mun betri en hún er 5 megapixla. Örgjörvinn er einnig mjög harður. Apple gefur iPadinn út bæði með og án þráðlausrar nettengingar. Í nýju útgáfunni er 4G-net sem er miklu hraðara en 3G. Örgjörvinn og vinnsluminnið er betri en í xBox 360 leikjatölvunni.
Nýja útgáfan af iPad er miklu betri - 4G net og betri skjár
