Formúla 1

Vettel telur sig sigurstranglegastann

Birgir Þór Harðarson skrifar
Vettel er ávalt rólegur þó ágangur fjölmiðla sé fram úr öllu hófi.
Vettel er ávalt rólegur þó ágangur fjölmiðla sé fram úr öllu hófi. nordicphotos/afp
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel telur sig lang sigurstranglegastann í heimsmeistarakeppninni í ár eftir að hafa rústað keppninni í fyrra.

Vettel var spurður, í viðtali við vefútgáfu Guardian, hvort hann sæi sig sem líklegastan til vinnings og svaraði einfaldlega: "Já." Vettel sigraði 11 mót af 19 í fyrra og varð heimsmeistari með yfirburðum í mjög góðum bíl Adrian Newey sem af mörgum er talinn besti hönnuður í mótorsporti í dag.

"Venjulega er sá sem sigrar heimsmeistaratitilinn sigurstranglegastur næsta tímabil þar á eftir," sagði Vettel til útskýringar.

Þetta sjálfstraust og hæfileikar heimsmeistarans unga var á dögunum á vörum Stirling Moss sem bar hann saman við Juan Manuel Fangio. Fangio er talinn meðal þeirra allra bestu sem keppt hafa í Formúlu 1.



Tengdar fréttir:Sterling Moss: Vettel er Fangio nútímans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×