Innlent

Lyfjakostnaður lækkar áfram

lyf Að mati sjúkratrygginga hefði lyfjakostnaður verið 750 milljónum króna hærri án aðgerða. Fréttablaðið/Stefán
lyf Að mati sjúkratrygginga hefði lyfjakostnaður verið 750 milljónum króna hærri án aðgerða. Fréttablaðið/Stefán
Lyfjakostnaður Sjúkratrygginga, vegna lyfja annarra en sjúkrahúslyfja, lækkaði árið 2011 frá árinu á undan þrátt fyrir að lyfjanotkun hefði aukist. Lækkunin er einkum til komin vegna breytinga stjórnvalda á greiðsluþátttöku í þunglyndis- og flogaveikislyfjum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum en stofnunin hefur tekið saman yfirlit yfir almennan lyfjakostnað á árinu 2011. Nam hann alls 9,3 milljörðum á árinu en var 9,6 milljarðar árið 2010. Lyfjanotkun jókst hins vegar um 5,1% mæld í fjölda skilgreindra dagskammta.

Þetta er þriðja árið í röð sem kostnaður vegna lyfja lækkar hjá Sjúkratryggingum.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×