Koma má með hrátt kjöt ef það er frosið 11. júlí 2012 07:30 Skinka Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Ferðamenn geta nú komið með hrátt kjöt til landsins sé það frosið og prófað fyrir salmónellu. Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Afla þarf þó leyfis hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir fram. Vottorðakrafa fyrir soðnar vörur hefur verið felld niður, að því er Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST) greinir frá. „Þetta er meðal breytinganna sem ný reglugerð frá því í maí felur í sér. Með reglugerðinni er verið að draga úr innflutningshömlum til Íslands," segir Gísli. Fréttablaðið greindi frá því í gær að innflutningur ferðamanna á allt að einu kílói af ostum úr ógerilsneyddri mjólk til einkaneyslu væri nú leyfður. Breytingin hefur ekki verið kynnt að öðru leyti en því að reglugerðin, sem er númer 448, hefur verið birt á heimasíðum MAST og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. „Það er í raun eðlilegt að þetta sé kynnt betur á okkar heimasíðu því að þetta er umtalsverð breyting þótt í smáum stíl sé." Gísli segir breytingarnar afleiðingar af nýrri matvælalöggjöf sem sett var í nóvember í fyrra. „Ísland var þá í raun að taka upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins sem opnaði fyrir frjálst flæði matvæla. Hins vegar uppfyllti engin íslensk kjötvinnsla skilyrði nýju löggjafarinnar. Núna eru nánast allar kjötvinnslurnar komnar á markað Evrópusambandsríkjanna, sem er 500 milljóna manna markaður. Það lá við að ég færi að gráta þegar ég sá auglýstar SS-pylsur í Kaupmannahöfn því að á þeim tíma mátti þekktasta kjötvinnslufyrirtæki landsins ekki flytja út unnar kjötvörur. Þar til í febrúar og mars gat engin kjötvinnsla flutt út svo mikið sem eina pylsu. Núna geta allar kjötvinnslur sem eru á lista MAST yfir viðurkenndar starfsstöðvar flutt vörur sínar hvert sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins." Kjötvinnslurnar höfðu frest þar til 1. maí að uppfylla kröfurnar. Að sögn Gísla hefur umbótaferlið, sem staðið hefur yfir á fyrri hluta þessa árs, kostað mörg kjötvinnslufyrirtækjanna tugi milljóna króna til að verða starfshæf. „Þau þurftu ekki bara að gera umbætur til þess að geta flutt vörur sínar út, heldur til þess að mega starfa yfir höfuð. Nú sætum við því að þurfa að uppfylla sömu staðla og þá bestu sem gilda í Evrópu."ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Ferðamenn geta nú komið með hrátt kjöt til landsins sé það frosið og prófað fyrir salmónellu. Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Afla þarf þó leyfis hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir fram. Vottorðakrafa fyrir soðnar vörur hefur verið felld niður, að því er Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST) greinir frá. „Þetta er meðal breytinganna sem ný reglugerð frá því í maí felur í sér. Með reglugerðinni er verið að draga úr innflutningshömlum til Íslands," segir Gísli. Fréttablaðið greindi frá því í gær að innflutningur ferðamanna á allt að einu kílói af ostum úr ógerilsneyddri mjólk til einkaneyslu væri nú leyfður. Breytingin hefur ekki verið kynnt að öðru leyti en því að reglugerðin, sem er númer 448, hefur verið birt á heimasíðum MAST og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. „Það er í raun eðlilegt að þetta sé kynnt betur á okkar heimasíðu því að þetta er umtalsverð breyting þótt í smáum stíl sé." Gísli segir breytingarnar afleiðingar af nýrri matvælalöggjöf sem sett var í nóvember í fyrra. „Ísland var þá í raun að taka upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins sem opnaði fyrir frjálst flæði matvæla. Hins vegar uppfyllti engin íslensk kjötvinnsla skilyrði nýju löggjafarinnar. Núna eru nánast allar kjötvinnslurnar komnar á markað Evrópusambandsríkjanna, sem er 500 milljóna manna markaður. Það lá við að ég færi að gráta þegar ég sá auglýstar SS-pylsur í Kaupmannahöfn því að á þeim tíma mátti þekktasta kjötvinnslufyrirtæki landsins ekki flytja út unnar kjötvörur. Þar til í febrúar og mars gat engin kjötvinnsla flutt út svo mikið sem eina pylsu. Núna geta allar kjötvinnslur sem eru á lista MAST yfir viðurkenndar starfsstöðvar flutt vörur sínar hvert sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins." Kjötvinnslurnar höfðu frest þar til 1. maí að uppfylla kröfurnar. Að sögn Gísla hefur umbótaferlið, sem staðið hefur yfir á fyrri hluta þessa árs, kostað mörg kjötvinnslufyrirtækjanna tugi milljóna króna til að verða starfshæf. „Þau þurftu ekki bara að gera umbætur til þess að geta flutt vörur sínar út, heldur til þess að mega starfa yfir höfuð. Nú sætum við því að þurfa að uppfylla sömu staðla og þá bestu sem gilda í Evrópu."ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira