Myndir ársins 2012 - Stormasamt ár kveður 31. desember 2012 18:00 Myndir ársins eru af ýmsum toga og koma fjölmörg mál við sögu. Veðurofsi, forsetakosningar, Landsdómur og stór hrunmál eru meðal atburða sem eru eftirminnilegastir á árinu 2012 eins og þetta safn gæðamynda ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis eru vitnisburður um. Kannski verður ársins 2012 helst minnst fyrir veðuröfgar, en á haustdögum gerði í tvígang veður sem hafði mikil áhrif um allt land. Mikill fjárskaði á Norðurlandi og veðurhæð syðra sem nálgaðist gömul met eru til vitnis um það. Þetta var árið sem Ólafur Ragnar Grímsson var kosinn til setu á Bessastöðum sitt fimmta kjörtímabil sem forseti Íslands. Eins kom Landsdómur saman í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, og var málið eitthvert það umdeildasta í samtímasögu Íslands. Stór hrunmál komu til kasta dómstóla. Þessum átökum lands og þjóðar má finna stað í myndum sem ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis völdu sem lýsandi vitnisburð fyrir árið sem er að kveðja. Mynd/GVA Nývígður biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, og fráfarandi biskup, Karl Sigurbjörnsson, við vígslu þeirrar fyrrnefndu. Mynd/GVA Snjórinn gerði vart við sig á árinu. Þessir kappar stóðu í ströngu á bílastæði í Efra-Breiðholti þegar ljósmyndara bar að garði. Mynd/GVA Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson mættu fyrir rétt í Héraðsdómi Reykjavíkur í Al-Thani málinu í mars. Mynd/Pjetur Sigurðsson Starfsmenn sérstaks saksóknara gerðu húsleit í skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri og fluttu þaðan gögn til rannsóknar í mars. Mynd/Stefán Karlsson Geir H. Haarde var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fréttamenn eftir dómsuppkvaðningu Landsdóms í Þjóðmenningarhúsinu í apríl. Mynd/Pjetur Sigurðsson Veðurbarinn vegfarandi í vetrarveðri við Hringbraut. Mynd/Anton Brink Frú Vigdís Finnbogadóttir óskar nývígðum biskupi Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, til hamingju í anddyri Hallgrímskirkju. Mynd/Anton Brink Vel fór á með Jóni Gnarr borgarstjóra og Clarke Peters, leikara úr sjónvarpsseríunni The Wire, í Höfða í september. Þeir voru meðal þeirra sem kynntu dagskrá ráðstefnunnar Spirit of Humanity Forum. Mynd/Valgarður Gíslason Götulistamaður í Bankastræti í Reykjavík. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Söngkonan Lady Gaga tók á móti friðarverðlaunum LennonOno úr hendi Yoko Ono við hátíðlega athöfn í Hörpu í haust. Mynd/Pjetur Sigurðsson Verslunin Bauhaus var opnuð í maí. Starfsmenn unnu hörðum höndum við að setja upp hillur og raða vörum í þær vikurnar fyrir opnun enda er verslunin um 22 þúsund fermetrar að stærð. Mynd/Anton Brink Hættulegt var að vera á ferli í óveðrinu í byrjun nóvember. Gangandi vegfarendur fuku um koll þar sem vindurinn var sterkastur. Mynd/Valgarður Gíslason Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, var léttur á brún við komuna til Íslands í vor. Mynd/GVA Reykvíkingur ársins, Theodóra Rafnsdóttir, veiddi fyrsta lax ársins og sinn Maríulax í Elliðaánum í sumar. Jón Gnarr borgarstjóri kíkir hér á aflann. Theodóra hefur starfað í þágu unglinga með skerta starfsgetu og að skógrækt á Breiðholtssvæðinu. Mynd/Valgarður Gíslason Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir mótmælum fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg í nóvember. Félagið sagði tilefnið vera grimmilegar árásir Ísraelshers og fjöldamorð þeirra á palestínskum borgurum á Gaza-ströndinni. Mynd/GVA Dómsmál Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar vakti mikla athygli. Annþór var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í sjö ára fangelsi og Börkur Birgisson í sex ára fangelsi fyrir alvarlegar líkamsárásir. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Smávægileg átök áttu sér stað á milli stríðandi fylkinga á mótmælum sjómanna og útvegsmanna á Austurvelli í sumar. Mynd/Pjetur Sigurðsson Ný brú var lögð niður Kárastaðastíg í Almannagjá á Þingvöllum eftir að mikil sprunga kom í ljós á miðjum stígnum í fyrra. Mynd/GVA Pussy Riot-mótmæli við sendiráð Rússlands við Garðastræti í Reykjavík. Mynd/Anton Brink Sprenging í ofanleiti Öflug sprenging varð í íbúð við Ofanleiti 15. september. Maður sem í íbúðinni var lést af sárum sínum. Eftir ítarlega rannsókn var sprengingin rakin til gasleka í íbúðinni, en hún var svo öflug að hús í nágrenninu skulfu. Gríðarlegar skemmdir urðu á húsnæðinu og rúður brotnuðu í nærliggjandi húsum og bílum. Mynd/Stefán Karlsson Listamaðurinn Santiago Sierra stóð fyrir gjörningi í aðdraganda sýningar sinnar í Hafnarhúsi í byrjun árs. Listaverkið NO er stór skúlptúr sem ferðast hefur um heiminn síðan 2009. Nei-ið er sameiningartákn alþýðu á tímum mikillar óánægju með ríkjandi auðvaldsstefnu og kreppu sem ekki sér fyrir endann á. Mynd/GVA Listaverk Magnúsar Tómassonar, Óþekkti embættismaðurinn, var fært á nýjan stað og stendur nú á Tjarnarbakkanum við Iðnó. Mynd/Egill Aðalsteinsson Mikið óveður gekk yfir Norðurland 10. og 11. september með fannfergi og viðvarandi rafmagnsleysi dögum saman. Fé var enn á fjalli þegar veðrið skall á og fennti það í kaf í þúsunda vís. Mörg hundruð björgunarsveitarmenn leituðu á stóru svæði dagana á eftir en neyðarástandi var lýst yfir á Norðurlandi. Vikurnar á eftir hélt leit áfram en skaðinn var skeður; mörg þúsund kindur höfðu drepist en það vakti athygli að einstaka kind fannst lifandi, grafin í fönn, langt fram eftir októbermánuði. Mynd/Valgarður Gíslason Ameríska sjónvarpsstjarnan Ryan Seacrest var hress að vanda á Ólympíuleikunum í London og stillti sér upp í myndatöku með aðdáendum sínum. Mynd/Valgarður Gíslason Guðgeir Guðmundsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa ráðist inn á Lögmannsstofuna Lagastoð og veitt framkvæmdastjóra stofunnar lífshættulega áverka. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Magnað þríeyki; Jón Gnarr, Yoko Ono og Lady Gaga í Hörpu í október. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Svanhildur Hólm Valsdóttir, þá framkvæmdastjóri þingsflokks sjálfstæðismanna, faðmar Geir H. Haarde fyrir dómsuppkvaðningu Landsdóms í apríl. Mynd/Valgarður Gíslason Bræðurnir Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir gáfu ekkert eftir fyrir leik liða sinna, KR og ÍA, í Pepsi-deild karla í maí. Þetta var í fyrsta sinn sem bræðurnir mættust í opinberum leik. Mynd/GVA Hafnfirðingurinn Karl Ágúst Arnarsson, þrettán ára, lék sér að því að stökkva í Hafnarfjarðarhöfn úr sex metra hæð í sumarblíðunni. Mynd/Pjetur Sigurðsson Ferðalangar undruðust þegar þeir gengu fram á krossfestan mann á Arnarhóli á föstudaginn langa. Mynd/Stefán Karlsson Nemendur Menntaskólans í Reykjavík voru ófrýnilegir þegar þeir tóku á móti nýnemum í árlegri busavígslu. Mynd/Anton Brink Geir H. Haarde í Landsdómi. Mynd/Stefán Karlsson Hljómsveitin Of Monsters and Men sló í gegn út um allan heim og átti ævintýralegu gengi að fagna á árinu. Mynd/GVA Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur þegar Vafningsmálið var tekið fyrir. Mynd/Pjetur Sigurðsson Slökkviliðsmenn að störfum við eldsvoða í Bláa turninum við Háaleitisbraut. Mynd/Valgarður Gíslason Ný vindmylla Landsvirkunnar var reist við Búrfellsvirkjun í byrjun vetrar. Mynd/Valgarður Gíslason Breski tónlistarmaðurinn Kwes var meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem komu fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hann hélt tónleika í Hafnarhúsinu við góðar undirtektir. Mynd/Valgarður Gíslason Nýja vindmyllan við Búrfellsvirkjun er vígaleg. Hæð mastursins er 55 metrar og hver spaði er 22 metrar að lengd. Mynd/Valgarður Gíslason Gestir flykktust til landsins á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem fram fór í Reykjavík í byrjun nóvember og heppnaðist vel. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi gekk út úr beinni útsendingu frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Hörpu. Mynd/Valgarður Gíslason Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók á móti Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, við komu hans í Keflavík í vor. Mynd/Pjetur Sigurðsson Hætta skapaðist við Höfðatorg í Reykjavík í óveðrinu í nóvember og þurftu vegfarendur að hafa sig alla við til að komast leiðar sinnar. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti 1. ágúst í fimmta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu. Þar með hófst fimmta kjörtímabil hans en hann er fyrsti forseti lýðveldisins sem hefur setið lengur en í fjögur kjörtímabil. Forsetakosningarnar fóru fram 30. júní og hlaut forsetinn rúm 52% greiddra atkvæða. Þrír karlar og þrjár konur buðu sig fram til embættisins, fleiri en áður hefur þekkst og var kosningabaráttan á tímum óvægin. Mynd/GVA Sprengja sprakk fyrir aftan Stjórnaráð Íslands að morgni dags í lok janúar. Í kjölfarið var lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt sprengjusveit Landhelgisgæslunnar kölluð til. Fannst þá torkennilegur hlutur í kassa á svæðinu. Hættan reyndist lítil að lokum. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, fór á vettvang þegar banaslys varð í Helgafelli í janúar. Mynd/GVA Brimið bar við Hörpu þegar það gekk yfir Norðurgarð Reykjavíkurhafnar með látum og miklu sjónarspili í óveðrinu í nóvember. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Veðurofsi, forsetakosningar, Landsdómur og stór hrunmál eru meðal atburða sem eru eftirminnilegastir á árinu 2012 eins og þetta safn gæðamynda ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis eru vitnisburður um. Kannski verður ársins 2012 helst minnst fyrir veðuröfgar, en á haustdögum gerði í tvígang veður sem hafði mikil áhrif um allt land. Mikill fjárskaði á Norðurlandi og veðurhæð syðra sem nálgaðist gömul met eru til vitnis um það. Þetta var árið sem Ólafur Ragnar Grímsson var kosinn til setu á Bessastöðum sitt fimmta kjörtímabil sem forseti Íslands. Eins kom Landsdómur saman í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, og var málið eitthvert það umdeildasta í samtímasögu Íslands. Stór hrunmál komu til kasta dómstóla. Þessum átökum lands og þjóðar má finna stað í myndum sem ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis völdu sem lýsandi vitnisburð fyrir árið sem er að kveðja. Mynd/GVA Nývígður biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, og fráfarandi biskup, Karl Sigurbjörnsson, við vígslu þeirrar fyrrnefndu. Mynd/GVA Snjórinn gerði vart við sig á árinu. Þessir kappar stóðu í ströngu á bílastæði í Efra-Breiðholti þegar ljósmyndara bar að garði. Mynd/GVA Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson mættu fyrir rétt í Héraðsdómi Reykjavíkur í Al-Thani málinu í mars. Mynd/Pjetur Sigurðsson Starfsmenn sérstaks saksóknara gerðu húsleit í skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri og fluttu þaðan gögn til rannsóknar í mars. Mynd/Stefán Karlsson Geir H. Haarde var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fréttamenn eftir dómsuppkvaðningu Landsdóms í Þjóðmenningarhúsinu í apríl. Mynd/Pjetur Sigurðsson Veðurbarinn vegfarandi í vetrarveðri við Hringbraut. Mynd/Anton Brink Frú Vigdís Finnbogadóttir óskar nývígðum biskupi Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, til hamingju í anddyri Hallgrímskirkju. Mynd/Anton Brink Vel fór á með Jóni Gnarr borgarstjóra og Clarke Peters, leikara úr sjónvarpsseríunni The Wire, í Höfða í september. Þeir voru meðal þeirra sem kynntu dagskrá ráðstefnunnar Spirit of Humanity Forum. Mynd/Valgarður Gíslason Götulistamaður í Bankastræti í Reykjavík. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Söngkonan Lady Gaga tók á móti friðarverðlaunum LennonOno úr hendi Yoko Ono við hátíðlega athöfn í Hörpu í haust. Mynd/Pjetur Sigurðsson Verslunin Bauhaus var opnuð í maí. Starfsmenn unnu hörðum höndum við að setja upp hillur og raða vörum í þær vikurnar fyrir opnun enda er verslunin um 22 þúsund fermetrar að stærð. Mynd/Anton Brink Hættulegt var að vera á ferli í óveðrinu í byrjun nóvember. Gangandi vegfarendur fuku um koll þar sem vindurinn var sterkastur. Mynd/Valgarður Gíslason Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, var léttur á brún við komuna til Íslands í vor. Mynd/GVA Reykvíkingur ársins, Theodóra Rafnsdóttir, veiddi fyrsta lax ársins og sinn Maríulax í Elliðaánum í sumar. Jón Gnarr borgarstjóri kíkir hér á aflann. Theodóra hefur starfað í þágu unglinga með skerta starfsgetu og að skógrækt á Breiðholtssvæðinu. Mynd/Valgarður Gíslason Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir mótmælum fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg í nóvember. Félagið sagði tilefnið vera grimmilegar árásir Ísraelshers og fjöldamorð þeirra á palestínskum borgurum á Gaza-ströndinni. Mynd/GVA Dómsmál Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar vakti mikla athygli. Annþór var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í sjö ára fangelsi og Börkur Birgisson í sex ára fangelsi fyrir alvarlegar líkamsárásir. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Smávægileg átök áttu sér stað á milli stríðandi fylkinga á mótmælum sjómanna og útvegsmanna á Austurvelli í sumar. Mynd/Pjetur Sigurðsson Ný brú var lögð niður Kárastaðastíg í Almannagjá á Þingvöllum eftir að mikil sprunga kom í ljós á miðjum stígnum í fyrra. Mynd/GVA Pussy Riot-mótmæli við sendiráð Rússlands við Garðastræti í Reykjavík. Mynd/Anton Brink Sprenging í ofanleiti Öflug sprenging varð í íbúð við Ofanleiti 15. september. Maður sem í íbúðinni var lést af sárum sínum. Eftir ítarlega rannsókn var sprengingin rakin til gasleka í íbúðinni, en hún var svo öflug að hús í nágrenninu skulfu. Gríðarlegar skemmdir urðu á húsnæðinu og rúður brotnuðu í nærliggjandi húsum og bílum. Mynd/Stefán Karlsson Listamaðurinn Santiago Sierra stóð fyrir gjörningi í aðdraganda sýningar sinnar í Hafnarhúsi í byrjun árs. Listaverkið NO er stór skúlptúr sem ferðast hefur um heiminn síðan 2009. Nei-ið er sameiningartákn alþýðu á tímum mikillar óánægju með ríkjandi auðvaldsstefnu og kreppu sem ekki sér fyrir endann á. Mynd/GVA Listaverk Magnúsar Tómassonar, Óþekkti embættismaðurinn, var fært á nýjan stað og stendur nú á Tjarnarbakkanum við Iðnó. Mynd/Egill Aðalsteinsson Mikið óveður gekk yfir Norðurland 10. og 11. september með fannfergi og viðvarandi rafmagnsleysi dögum saman. Fé var enn á fjalli þegar veðrið skall á og fennti það í kaf í þúsunda vís. Mörg hundruð björgunarsveitarmenn leituðu á stóru svæði dagana á eftir en neyðarástandi var lýst yfir á Norðurlandi. Vikurnar á eftir hélt leit áfram en skaðinn var skeður; mörg þúsund kindur höfðu drepist en það vakti athygli að einstaka kind fannst lifandi, grafin í fönn, langt fram eftir októbermánuði. Mynd/Valgarður Gíslason Ameríska sjónvarpsstjarnan Ryan Seacrest var hress að vanda á Ólympíuleikunum í London og stillti sér upp í myndatöku með aðdáendum sínum. Mynd/Valgarður Gíslason Guðgeir Guðmundsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa ráðist inn á Lögmannsstofuna Lagastoð og veitt framkvæmdastjóra stofunnar lífshættulega áverka. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Magnað þríeyki; Jón Gnarr, Yoko Ono og Lady Gaga í Hörpu í október. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Svanhildur Hólm Valsdóttir, þá framkvæmdastjóri þingsflokks sjálfstæðismanna, faðmar Geir H. Haarde fyrir dómsuppkvaðningu Landsdóms í apríl. Mynd/Valgarður Gíslason Bræðurnir Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir gáfu ekkert eftir fyrir leik liða sinna, KR og ÍA, í Pepsi-deild karla í maí. Þetta var í fyrsta sinn sem bræðurnir mættust í opinberum leik. Mynd/GVA Hafnfirðingurinn Karl Ágúst Arnarsson, þrettán ára, lék sér að því að stökkva í Hafnarfjarðarhöfn úr sex metra hæð í sumarblíðunni. Mynd/Pjetur Sigurðsson Ferðalangar undruðust þegar þeir gengu fram á krossfestan mann á Arnarhóli á föstudaginn langa. Mynd/Stefán Karlsson Nemendur Menntaskólans í Reykjavík voru ófrýnilegir þegar þeir tóku á móti nýnemum í árlegri busavígslu. Mynd/Anton Brink Geir H. Haarde í Landsdómi. Mynd/Stefán Karlsson Hljómsveitin Of Monsters and Men sló í gegn út um allan heim og átti ævintýralegu gengi að fagna á árinu. Mynd/GVA Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur þegar Vafningsmálið var tekið fyrir. Mynd/Pjetur Sigurðsson Slökkviliðsmenn að störfum við eldsvoða í Bláa turninum við Háaleitisbraut. Mynd/Valgarður Gíslason Ný vindmylla Landsvirkunnar var reist við Búrfellsvirkjun í byrjun vetrar. Mynd/Valgarður Gíslason Breski tónlistarmaðurinn Kwes var meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem komu fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hann hélt tónleika í Hafnarhúsinu við góðar undirtektir. Mynd/Valgarður Gíslason Nýja vindmyllan við Búrfellsvirkjun er vígaleg. Hæð mastursins er 55 metrar og hver spaði er 22 metrar að lengd. Mynd/Valgarður Gíslason Gestir flykktust til landsins á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem fram fór í Reykjavík í byrjun nóvember og heppnaðist vel. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi gekk út úr beinni útsendingu frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Hörpu. Mynd/Valgarður Gíslason Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók á móti Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, við komu hans í Keflavík í vor. Mynd/Pjetur Sigurðsson Hætta skapaðist við Höfðatorg í Reykjavík í óveðrinu í nóvember og þurftu vegfarendur að hafa sig alla við til að komast leiðar sinnar. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti 1. ágúst í fimmta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu. Þar með hófst fimmta kjörtímabil hans en hann er fyrsti forseti lýðveldisins sem hefur setið lengur en í fjögur kjörtímabil. Forsetakosningarnar fóru fram 30. júní og hlaut forsetinn rúm 52% greiddra atkvæða. Þrír karlar og þrjár konur buðu sig fram til embættisins, fleiri en áður hefur þekkst og var kosningabaráttan á tímum óvægin. Mynd/GVA Sprengja sprakk fyrir aftan Stjórnaráð Íslands að morgni dags í lok janúar. Í kjölfarið var lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt sprengjusveit Landhelgisgæslunnar kölluð til. Fannst þá torkennilegur hlutur í kassa á svæðinu. Hættan reyndist lítil að lokum. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, fór á vettvang þegar banaslys varð í Helgafelli í janúar. Mynd/GVA Brimið bar við Hörpu þegar það gekk yfir Norðurgarð Reykjavíkurhafnar með látum og miklu sjónarspili í óveðrinu í nóvember.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira