"Borgin ákveður og okkur ber að hlýða" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. júlí 2012 20:16 Laugavegur mynd/HAG Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Reykjavíkurborgar um að fjarlæga rangstæð auglýsingaskilti í miðborginni á morgun. Kaupmaður á Laugavegi segir borgaryfirvöld ófær um að ræða málin. Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar tilkynnti í dag að skiltin yrðu fjarlægð. Fjöldi tilkynninga um skiltin hafa borist borginni. Ákveðið var að mæta þessum ábendingum og tryggja greiðar gönguleiðir. Á meðal þeirra sem sem vakið hafa athygli á málinu er Blindrafélagið. Frank Michelsen, úrsmiður og kaupmaður á Laugavegi, segir málið allt hið undarlegasta. „Þetta kemur okkur mjög á óvart. Við virðum óskir Blindrafélagsins, samt sem áður hefðum við viljað fá meiri fyrirvara. Tilkynningin er borin út í dag og þar birtist hótunin: skiltin verða fjarlægð á morgun." Fjarlægi verslunareigendur ekki skilti sín af gangstéttum verða þau flutt á næstu hverfastöð. Í tilkynningunni kemur fram að kaupmenn geti vitjað þeirra næstu 30 daga, ella verður þeim fargað. Frank segir þetta útspil lýsandi fyrir starfshætti borgaryfirvalda. „Sérstaklega í ljósi samskipta okkar við borgina síðustu daga og vikur - bæði varðandi hækkun stöðugjalda sem og lokun Laugavegar í sumar." „Við höfum margoft farið fram á samráð um þessi mál," segir Frank. „Þetta er í stíl við margt annað sem kemur frá borginni. Þar er eitthvað ákveðið, okkur er tilkynnt og okkur ber að hlýða."Björn Jón BragasonBjörn Jón Bragason, talsmaður verslunareigenda við Laugaveg, tekur í saman streng. Hann bendir á að þetta mál hafi komið upp fyrir nokkrum árum. Þá setti Þróunarfélag Reykjavíkur saman reglugerð um auglýsingaskilti í samráði við kaupmenn. Samkvæmt þessum reglum máttu skiltin vera í meters fjarlægð frá verslunum. „Nú er þetta samkomulag brotið með grófri aðgerð," segir Björn. „Þetta er tilkynnt með dags fyrirvara." Þá veltir Björn því fyrir sér hvort að Reykjavíkurborg hafi brotið stjórnsýslulög með aðgerðinni. Nauðsynlegt sé að gæta andmælaréttar sem og að virða meðalhófsreglu. Björn og kaupmenn í miðborginni hafa óskað eftir því að funda með byggingarfulltrúa Reykjavíkur. „Við viljum ræða málin og leita sátta," segir Björn að lokum. Tengdar fréttir Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Reykjavíkurborgar um að fjarlæga rangstæð auglýsingaskilti í miðborginni á morgun. Kaupmaður á Laugavegi segir borgaryfirvöld ófær um að ræða málin. Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar tilkynnti í dag að skiltin yrðu fjarlægð. Fjöldi tilkynninga um skiltin hafa borist borginni. Ákveðið var að mæta þessum ábendingum og tryggja greiðar gönguleiðir. Á meðal þeirra sem sem vakið hafa athygli á málinu er Blindrafélagið. Frank Michelsen, úrsmiður og kaupmaður á Laugavegi, segir málið allt hið undarlegasta. „Þetta kemur okkur mjög á óvart. Við virðum óskir Blindrafélagsins, samt sem áður hefðum við viljað fá meiri fyrirvara. Tilkynningin er borin út í dag og þar birtist hótunin: skiltin verða fjarlægð á morgun." Fjarlægi verslunareigendur ekki skilti sín af gangstéttum verða þau flutt á næstu hverfastöð. Í tilkynningunni kemur fram að kaupmenn geti vitjað þeirra næstu 30 daga, ella verður þeim fargað. Frank segir þetta útspil lýsandi fyrir starfshætti borgaryfirvalda. „Sérstaklega í ljósi samskipta okkar við borgina síðustu daga og vikur - bæði varðandi hækkun stöðugjalda sem og lokun Laugavegar í sumar." „Við höfum margoft farið fram á samráð um þessi mál," segir Frank. „Þetta er í stíl við margt annað sem kemur frá borginni. Þar er eitthvað ákveðið, okkur er tilkynnt og okkur ber að hlýða."Björn Jón BragasonBjörn Jón Bragason, talsmaður verslunareigenda við Laugaveg, tekur í saman streng. Hann bendir á að þetta mál hafi komið upp fyrir nokkrum árum. Þá setti Þróunarfélag Reykjavíkur saman reglugerð um auglýsingaskilti í samráði við kaupmenn. Samkvæmt þessum reglum máttu skiltin vera í meters fjarlægð frá verslunum. „Nú er þetta samkomulag brotið með grófri aðgerð," segir Björn. „Þetta er tilkynnt með dags fyrirvara." Þá veltir Björn því fyrir sér hvort að Reykjavíkurborg hafi brotið stjórnsýslulög með aðgerðinni. Nauðsynlegt sé að gæta andmælaréttar sem og að virða meðalhófsreglu. Björn og kaupmenn í miðborginni hafa óskað eftir því að funda með byggingarfulltrúa Reykjavíkur. „Við viljum ræða málin og leita sátta," segir Björn að lokum.
Tengdar fréttir Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37