Ragna: Þetta var síðasti leikurinn minn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 31. júlí 2012 22:26 Ragna þakkar fyrir sig eftir síðustu viðureign sína á ferlinum. Mynd/Valli Ragna Ingólfsdóttir er hætt keppni í badminton. Þetta tilkynnti hún eftir tap sitt fyrir Jie Yao á Ólympíuleikunum í London í kvöld. Ragna féll úr leik eftir að hafa barist til síðasta blóðdropa. „Nú er ég búin að leggja spaðann á hilluna. Ég er mjög sátt við ferilinn og þessa Ólympíuleika. Þetta var síðasti leikurinn minn," sagði hún og svaraði því játandi að þetta hafi verið ákveðið fyrir nokkur síðan. „Þetta er búið að vera svolítið ströggl síðustu fimm árin eftir að ég sleit krossbandið. Hver æfing hefur tekið nokkuð á. En ég vissi að ég vildi fara á leikana árið 2008 og fannst leiðinlegt hvernig það endaði. Þá mætti ég þessum sterka keppanda strax í fyrstu umferð og meiddist svo." „Ég vildi því komast á aðra Ólympíuleika og standa mig vel. Nú er ég búin að vera í tíu ár að æfa tvisvar á dag og keppa um allan heim. Mér finnst þetta orðið gott - ég er að toppa núna og mér finnst ég hafa náð að toppa á þessum Ólympíuleikum. Mér tókst það sem ég ætlaði mér að gera." „Það hefði auðvitað verið ótrúlega gaman að vinna leikinn og komast í 16-manna úrslit. En mér fannst þetta mjög gott hjá mér og ég er ótrúlega stolt af því sem ég hef gert. Allt sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítil hefur ræst og ég hef náð mínum markmiðum." „Ég er því mjög sátt við minn feril," ítrekar hún.Erfitt að bíða Yao er í 20. sæti heimslistans og því talin sigurstranglegri í viðureigninni. En Ragna náði að hanga í henni og var lengi vel yfir í annarri lotu. Lokin voru svo æsispennandi en Yao hafði að lokum sigur, 25-23. Fyrri lotuna hafði hún unnið 21-12. „Ég hefði viljað vinna þessa lotu," sagði hún en það setti strik í reikninginn að leikur Rögnu tafðist um 75 mínútur. „Ég mætti í höllina klukkan sjö og var tilbúin klukkan átta. Ég spilaði svo klukkan tíu," sagði hún. „Ég var að reyna að halda á mér hita en það var erfitt. Ég spilaði því ekki vel í fyrstu lotunni en náði að spila betur í annarri. Ég komst yfir og mér fannst ég hefði getað klárað hana. Ég var óheppin og tapaði mikilvægu stigi. Það er nefnilega aldrei að vita hvað gerist í oddalotunni." „Þess fyrir utan var mjög erfitt að spila klukkan tíu að kvöldi til. Ég er aldrei á æfingu svo seint á kvöldin. Ég var orðin mjög þreytt þegar þetta loksins byrjaði. Ég var líka svöng því ég átti að spila miklu fyrr."Erfitt að vera ein í höllinni „Mér fannst að ég hefði getað unnið þennan leik, enda fékk ég tækifæri til þess. En stutta spilið var erfitt og þá spilaði hún svolítið lengi til að bíða eftir því að ég myndi klúðra," sagði Ragna en hún náði að svara þeirri taktík vel í seinni lotunni. „Ég reyndi að halda mér rólegri og gefa langa bolta til að láta hana þreytast. Mér fannst það ganga ágætlega í annarri lotunni." Ragna reyndi að hugsa um eitt stig í einu en það gekk stundum illa. Ekki hjálpaði til að þær voru einar eftir í höllinni og því allir áhorfendur í þessu stóra húsi að fylgjast með þeim. „Ég er óvön því. Hún hefur spilað á mörgum stórmótum og er vön athyglinni. Það fannst mér svolítið óþægilegt. En maður reynir annars að hugsa bara um næsta bolta og fannst mér það ganga ágætlega, líka þegar að önnur lotan var að klárast." En nú er ferli hennar lokið þó svo hún útiloki ekki að koma aftur að íþróttinni með öðrum hætti. „Ég bý yfir ákveðinni reynslu og get því gefið af mér næstu árin. En núna verið ég að taka mér hvíld. Nú ætla ég að hugsa um eitthvað annað næstu mánuði og sjá svo til." Tengdar fréttir Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira
Ragna Ingólfsdóttir er hætt keppni í badminton. Þetta tilkynnti hún eftir tap sitt fyrir Jie Yao á Ólympíuleikunum í London í kvöld. Ragna féll úr leik eftir að hafa barist til síðasta blóðdropa. „Nú er ég búin að leggja spaðann á hilluna. Ég er mjög sátt við ferilinn og þessa Ólympíuleika. Þetta var síðasti leikurinn minn," sagði hún og svaraði því játandi að þetta hafi verið ákveðið fyrir nokkur síðan. „Þetta er búið að vera svolítið ströggl síðustu fimm árin eftir að ég sleit krossbandið. Hver æfing hefur tekið nokkuð á. En ég vissi að ég vildi fara á leikana árið 2008 og fannst leiðinlegt hvernig það endaði. Þá mætti ég þessum sterka keppanda strax í fyrstu umferð og meiddist svo." „Ég vildi því komast á aðra Ólympíuleika og standa mig vel. Nú er ég búin að vera í tíu ár að æfa tvisvar á dag og keppa um allan heim. Mér finnst þetta orðið gott - ég er að toppa núna og mér finnst ég hafa náð að toppa á þessum Ólympíuleikum. Mér tókst það sem ég ætlaði mér að gera." „Það hefði auðvitað verið ótrúlega gaman að vinna leikinn og komast í 16-manna úrslit. En mér fannst þetta mjög gott hjá mér og ég er ótrúlega stolt af því sem ég hef gert. Allt sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítil hefur ræst og ég hef náð mínum markmiðum." „Ég er því mjög sátt við minn feril," ítrekar hún.Erfitt að bíða Yao er í 20. sæti heimslistans og því talin sigurstranglegri í viðureigninni. En Ragna náði að hanga í henni og var lengi vel yfir í annarri lotu. Lokin voru svo æsispennandi en Yao hafði að lokum sigur, 25-23. Fyrri lotuna hafði hún unnið 21-12. „Ég hefði viljað vinna þessa lotu," sagði hún en það setti strik í reikninginn að leikur Rögnu tafðist um 75 mínútur. „Ég mætti í höllina klukkan sjö og var tilbúin klukkan átta. Ég spilaði svo klukkan tíu," sagði hún. „Ég var að reyna að halda á mér hita en það var erfitt. Ég spilaði því ekki vel í fyrstu lotunni en náði að spila betur í annarri. Ég komst yfir og mér fannst ég hefði getað klárað hana. Ég var óheppin og tapaði mikilvægu stigi. Það er nefnilega aldrei að vita hvað gerist í oddalotunni." „Þess fyrir utan var mjög erfitt að spila klukkan tíu að kvöldi til. Ég er aldrei á æfingu svo seint á kvöldin. Ég var orðin mjög þreytt þegar þetta loksins byrjaði. Ég var líka svöng því ég átti að spila miklu fyrr."Erfitt að vera ein í höllinni „Mér fannst að ég hefði getað unnið þennan leik, enda fékk ég tækifæri til þess. En stutta spilið var erfitt og þá spilaði hún svolítið lengi til að bíða eftir því að ég myndi klúðra," sagði Ragna en hún náði að svara þeirri taktík vel í seinni lotunni. „Ég reyndi að halda mér rólegri og gefa langa bolta til að láta hana þreytast. Mér fannst það ganga ágætlega í annarri lotunni." Ragna reyndi að hugsa um eitt stig í einu en það gekk stundum illa. Ekki hjálpaði til að þær voru einar eftir í höllinni og því allir áhorfendur í þessu stóra húsi að fylgjast með þeim. „Ég er óvön því. Hún hefur spilað á mörgum stórmótum og er vön athyglinni. Það fannst mér svolítið óþægilegt. En maður reynir annars að hugsa bara um næsta bolta og fannst mér það ganga ágætlega, líka þegar að önnur lotan var að klárast." En nú er ferli hennar lokið þó svo hún útiloki ekki að koma aftur að íþróttinni með öðrum hætti. „Ég bý yfir ákveðinni reynslu og get því gefið af mér næstu árin. En núna verið ég að taka mér hvíld. Nú ætla ég að hugsa um eitthvað annað næstu mánuði og sjá svo til."
Tengdar fréttir Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira
Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16