Fimm lið gætu keppt um heimsmeistaratitilinn í Formúlu eitt í ár Birgir Þór Harðarson skrifar 14. febrúar 2012 22:15 Liðin hafa í mörg horn að líta á æfingatímabilinu. AP images Keppnisliðin í Formúlu 1 luku fyrstu æfingalotu sinni á Jerez brautinni á Spáni í síðustu viku. Niðustöður æfingana gefa til kynna að tímabilið í ár verður spennandi og telja sérfræðingar fimm lið eiga möguleika á að keppast um titilinn. Liðin munu næst mæta með keppnisbíla sína til Barcelona í lok febrúar og æfa þar. Bruno Senna ók flesta hringi á nýafstöðnum æfingum á Jerez brautinni á Spáni eða 250 í nýjum Williams bíl. Hann segir hins vegar erfitt að staðsetja liðin og bera saman við önnur. "Ég held að við stöndum jafnfætis hinum liðunum um miðja deild," sagði Senna í samtali við Autosport. "Við munum samt geta skilgreint okkur nánar þegar liðin gera hefðbundnari prófanir." Williams liðið upplifði sitt versta tímabil í fyrra og vonast til að rífa sig upp í ár eftir nokkuð erfitt skeið. Æfingar liðana eru mjög markvissar og miðast að því að fullkomna tækin sem þau hafa framleitt í vetur. Liðin reyna að öðlast meiri þekkingu og hámarka virkni nýrra dekkja, fjöðrunar, vélar og gírkassa. "Við reyndum mikið af nýjum hlutum í bílnum og náðum að bæta áhrif akstursins á dekkin. Megin markmiðið með æfingunum á Jerez var að öðlast meiri skilning á bílnum," bætti Senna við. Vísir hefur tekið saman niðustöður toppliðana eftir fyrstu æfingalotuna. Red Bull - Renault Mark Webber var fljótari en liðsfélagi sinn á æfingunum í Jerezap imagesRed Bull átti nokkuð rólega æfingalotu á Jerez á nýja RB8 bílnum. Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber áttu aldrei besta tíma dagsins þessa fjóra daga en voru þó alltaf ofarlega á blaði. Athygli vekur að Mark Webber átti betri tíma í Red Bull bílnum en liðsfélagi sinn en áragnur Vettels í tímatökum í fyrra var einstakur, raunar sló hann met Nigels Mansell síðan 1992 yfir fjölda ráspóla á einu tímabili. Fyrirfram var búist við því að Adrian Newey, tæknistjóri Red Bull, myndi kynna til leiks róttækar breytingar og uppfærslur á bílnum en svo er ekki. Það er þó hægt að fela margt undir húddinu, svo við skulum heldur spyrja að leikslokum. McLaren - Mercedes McLaren MP4-27 bíllinn virðist vera á pari við Red Bull bílinnap imagesÞeir Lewis Hamilton og Jenson Button áttu, eins og keppinautar þeirra hjá Red Bull, mjög rólega æfingalotu. MP4-27 bíllinn sem liðið mun koma til með að nota kom vel út, virðist áræðanlegur og traustur. Þeir voru í mikið betri málum en í fyrra þegar liðið upplifði eitt erfiðasta undirbúningstímabil í sögu þess. Hamilton var þó mikið fjótari en liðsfélagi sinn í einstökum hring en athuga verður að margar skýringar geta verið á því og erfitt að draga af því ályktanir. FerrariFelipe Massa féll algerlega í skuggan af liðsfélaga sínum á æfingunum á Jerezap imagesÞeir rauðu frá Ítalíu eru í vandræðum að sögn Pat Fry, tæknistjóra liðsins. F2012 bíllinn stóðst ekki væntingarnar sem liðið gerði til hans á æfingunum þó Fernando Alonso hafi sett besta tíma á loka degi. Þeir Alonso og Felipe Massa áttu erfiða viku um borð í bílnum við að reyna að skilja og koma auga á vandamálin sem hrjá hann. Næstu vikur verða örugglega mjög strembnar fyrir Ferrari liðið við að reyna að koma hlutunum í stand. Við skulum þó ekki gleyma að ef eitthvað lið getur bjargað slíku þá er það Ferrari. MercedesGamli góði Bensinn kom Rosberg og Schumacher á toppinn í Jerez.ap imagesMichael Schumacher og Nico Rosberg óku bíl síðasta árs á æfingunum á Jerez. Það kom því ekki mikið á óvart að fullmótaður bíllinn ætti besta einstaka hringtíma síðustu viku ásamt því að vera fljótastur fyrstu dagana. Mercedes mun frumsýna nýjan bíl við upphaf næstu æfingalotu í Barcelona í lok mánaðarins. Spennandi er að sjá hvaða tæki Schumacher fær til að hefja síðasta ár endurkomu sinnar í Formúlu 1. Lotus-RenaultKimi Raikkönen snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru.ap imagesHinn finnski Kimi Raikkönen snéri aftur eftir tveggja ára fjarveru frá Formúlu 1 með því að setja besta tíma á fyrsta æfingadeginum. Lotus bíllinn lítur mjög vel út og virðist vera mjög sterkur. Liðsfélagi Kimi er Roman Grosjean og sá setti besta tíma allra 2012 bíla á Jerez í síðustu viku. Sérfræðingar tala um að bílinn sé bæði áræðanlegur og fljótur, hin fullkomna blanda mundi einhver segja. Ef Lotus liðið nær að byggja á forskotinu sem þeir eru greinilega með er allt eins mögulegt að Kimi standi á verðlaunapalli í ár. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Keppnisliðin í Formúlu 1 luku fyrstu æfingalotu sinni á Jerez brautinni á Spáni í síðustu viku. Niðustöður æfingana gefa til kynna að tímabilið í ár verður spennandi og telja sérfræðingar fimm lið eiga möguleika á að keppast um titilinn. Liðin munu næst mæta með keppnisbíla sína til Barcelona í lok febrúar og æfa þar. Bruno Senna ók flesta hringi á nýafstöðnum æfingum á Jerez brautinni á Spáni eða 250 í nýjum Williams bíl. Hann segir hins vegar erfitt að staðsetja liðin og bera saman við önnur. "Ég held að við stöndum jafnfætis hinum liðunum um miðja deild," sagði Senna í samtali við Autosport. "Við munum samt geta skilgreint okkur nánar þegar liðin gera hefðbundnari prófanir." Williams liðið upplifði sitt versta tímabil í fyrra og vonast til að rífa sig upp í ár eftir nokkuð erfitt skeið. Æfingar liðana eru mjög markvissar og miðast að því að fullkomna tækin sem þau hafa framleitt í vetur. Liðin reyna að öðlast meiri þekkingu og hámarka virkni nýrra dekkja, fjöðrunar, vélar og gírkassa. "Við reyndum mikið af nýjum hlutum í bílnum og náðum að bæta áhrif akstursins á dekkin. Megin markmiðið með æfingunum á Jerez var að öðlast meiri skilning á bílnum," bætti Senna við. Vísir hefur tekið saman niðustöður toppliðana eftir fyrstu æfingalotuna. Red Bull - Renault Mark Webber var fljótari en liðsfélagi sinn á æfingunum í Jerezap imagesRed Bull átti nokkuð rólega æfingalotu á Jerez á nýja RB8 bílnum. Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber áttu aldrei besta tíma dagsins þessa fjóra daga en voru þó alltaf ofarlega á blaði. Athygli vekur að Mark Webber átti betri tíma í Red Bull bílnum en liðsfélagi sinn en áragnur Vettels í tímatökum í fyrra var einstakur, raunar sló hann met Nigels Mansell síðan 1992 yfir fjölda ráspóla á einu tímabili. Fyrirfram var búist við því að Adrian Newey, tæknistjóri Red Bull, myndi kynna til leiks róttækar breytingar og uppfærslur á bílnum en svo er ekki. Það er þó hægt að fela margt undir húddinu, svo við skulum heldur spyrja að leikslokum. McLaren - Mercedes McLaren MP4-27 bíllinn virðist vera á pari við Red Bull bílinnap imagesÞeir Lewis Hamilton og Jenson Button áttu, eins og keppinautar þeirra hjá Red Bull, mjög rólega æfingalotu. MP4-27 bíllinn sem liðið mun koma til með að nota kom vel út, virðist áræðanlegur og traustur. Þeir voru í mikið betri málum en í fyrra þegar liðið upplifði eitt erfiðasta undirbúningstímabil í sögu þess. Hamilton var þó mikið fjótari en liðsfélagi sinn í einstökum hring en athuga verður að margar skýringar geta verið á því og erfitt að draga af því ályktanir. FerrariFelipe Massa féll algerlega í skuggan af liðsfélaga sínum á æfingunum á Jerezap imagesÞeir rauðu frá Ítalíu eru í vandræðum að sögn Pat Fry, tæknistjóra liðsins. F2012 bíllinn stóðst ekki væntingarnar sem liðið gerði til hans á æfingunum þó Fernando Alonso hafi sett besta tíma á loka degi. Þeir Alonso og Felipe Massa áttu erfiða viku um borð í bílnum við að reyna að skilja og koma auga á vandamálin sem hrjá hann. Næstu vikur verða örugglega mjög strembnar fyrir Ferrari liðið við að reyna að koma hlutunum í stand. Við skulum þó ekki gleyma að ef eitthvað lið getur bjargað slíku þá er það Ferrari. MercedesGamli góði Bensinn kom Rosberg og Schumacher á toppinn í Jerez.ap imagesMichael Schumacher og Nico Rosberg óku bíl síðasta árs á æfingunum á Jerez. Það kom því ekki mikið á óvart að fullmótaður bíllinn ætti besta einstaka hringtíma síðustu viku ásamt því að vera fljótastur fyrstu dagana. Mercedes mun frumsýna nýjan bíl við upphaf næstu æfingalotu í Barcelona í lok mánaðarins. Spennandi er að sjá hvaða tæki Schumacher fær til að hefja síðasta ár endurkomu sinnar í Formúlu 1. Lotus-RenaultKimi Raikkönen snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru.ap imagesHinn finnski Kimi Raikkönen snéri aftur eftir tveggja ára fjarveru frá Formúlu 1 með því að setja besta tíma á fyrsta æfingadeginum. Lotus bíllinn lítur mjög vel út og virðist vera mjög sterkur. Liðsfélagi Kimi er Roman Grosjean og sá setti besta tíma allra 2012 bíla á Jerez í síðustu viku. Sérfræðingar tala um að bílinn sé bæði áræðanlegur og fljótur, hin fullkomna blanda mundi einhver segja. Ef Lotus liðið nær að byggja á forskotinu sem þeir eru greinilega með er allt eins mögulegt að Kimi standi á verðlaunapalli í ár.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira