Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Sagan endalausa af Suárez og Evra

Sagan endalausa um samskipti þeirra Luis Suárez framherja Liverpool og Patrice Evra varnarmanns Manchester United var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðu mála með Þorvaldi Örlygssyni þjálfara Fram sem var gestur „Messunnar" að þessu sinni.

„Mér fannst þetta klaufalegt hjá Suarez að taka ekki í hendina á Evra og þá hefði málið verið dautt og allir getað haldið áfram," sagði Þorvaldur m.a. um atvikið sem átti sér stað áður en leikurinn hófst þar sem Suarez tók ekki í hendina á Evra fyrir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×