Innlent

Þingið mun fjalla um rammaáætlun

Umhverfisráðherra segir rammaáætlun umfangsmikið mál.
Umhverfisráðherra segir rammaáætlun umfangsmikið mál.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði að þingheimur muni fá færi til að fjalla um þingsályktunartillögu um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Málið muni fá þinglega meðferð líkt og önnur.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Svandísi út í meðferð málsins. Hann sagði vinnuna við áætlunina hafa verið faglega til að byrja með en væri nú á síðustu metrunum lituð af pólitík og í faðmi umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra. Hann spurði hvort vænta mætti frekari breytinga á tillögunni.

Ráðherra sagði málið gríðarlega umfangsmikið. Alls hefðu borist 225 athugasemdir sem nú væri verið að vinna úr. Mikilvægt væri að vanda til verksins og ferlið væri samkvæmt lögum. Ráðherrarnir tveir hefðu samráð með sér um málið og síðan yrði það lagt fyrir Alþingi. Þá sagði hún umhugsunarefni að okkar kynslóð tæki sér það vald að úthluta náttúrusvæðum fyrir komandi kynslóðir.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði ráðherra út í orð hennar í Fréttablaðinu í gær þegar hún sagði flokkun náttúrusvæða í verndar-, nýtingar- og biðflokka ekki vera endanlega. Hann minnti á að hlýindaskeið væri væntanlegt og spurði ráðherra hvort vatn jöklanna myndi kannski renna óbeislað til sjávar og engin kynslóð myndi nýta það.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×