Sjálfstæðisbaráttan Magnús Orri Schram skrifar 14. febrúar 2012 06:00 EES-samningurinn er 20 ára um þessar mundir og af því tilefni tóku Norðmenn nýlega saman ítarlega skýrslu um reynslu sína af EES-samstarfinu. Niðurstöður skýrslunnar má að miklu leyti yfirfæra á íslenskan veruleika enda þjóðirnar tvær í sömu stöðu innan EES. Skýrsluhöfundar segja ávinning Norðmanna af EES mikinn. Samningurinn hafi styrkt atvinnulíf Norðmanna, aukið viðskipti og bætt lífsgæði. Þá dregur skýrslan fram að einn þriðja af norskum lögum megi rekja til samstarfsins við ESB og að yfir 7.000 reglugerðir, tilskipanir o.fl. hafi verið teknar upp í Noregi vegna samningsins. Þá er dregið fram að Norðmenn hafa mjög lítil áhrif á þessi lög og reglugerðir sem taka þarf upp eftir óskum frá Brussel. Þessi staða veikir óneitanlega undirstöður lýðræðisins í Noregi, því þjóðkjörnir fulltrúar á norska þinginu koma lítið sem ekkert að þriðjungi þeirra laga sem samin eru í Brussel og svo stimpluð í Noregi. Þá segir skýrslan að Noregur hafi frá árinu 1992 tekið upp um 70% af öllum ESB-gerðum. Það er meira en margir fullgildir meðlimir ESB hafa gert. Þannig hafi síðustu 20 ár markað „Evrópuvæðingu" Noregs eins og komist er að orði. Andstæðingar aðildar Íslands að ESB hafa í málflutningi sínum lagt áherslu á að sjálfstæði þjóðarinnar sé hætta búin við inngöngu í sambandið og því sé samstarf innan EES betri kostur. Í ljósi norsku skýrslunnar er sú röksemd fallin um sjálfa sig. Norska skýrslan dregur það skýrt fram að lög þjóðarinnar eru að þriðjungi ættuð frá ESB án þess að kjörnir fulltrúar hafi mikið um þau að segja. Væri landið á hinn bóginn aðili að ESB hefðu þingmenn miklu betri aðkomu að öllum þeim lögum sem í landinu gilda. Þannig má segja að sjálfstæði þjóðarinnar myndi standa miklu styrkari fótum væri landið hluti af ESB frekar en í núverandi stöðu innan EES-samstarfsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
EES-samningurinn er 20 ára um þessar mundir og af því tilefni tóku Norðmenn nýlega saman ítarlega skýrslu um reynslu sína af EES-samstarfinu. Niðurstöður skýrslunnar má að miklu leyti yfirfæra á íslenskan veruleika enda þjóðirnar tvær í sömu stöðu innan EES. Skýrsluhöfundar segja ávinning Norðmanna af EES mikinn. Samningurinn hafi styrkt atvinnulíf Norðmanna, aukið viðskipti og bætt lífsgæði. Þá dregur skýrslan fram að einn þriðja af norskum lögum megi rekja til samstarfsins við ESB og að yfir 7.000 reglugerðir, tilskipanir o.fl. hafi verið teknar upp í Noregi vegna samningsins. Þá er dregið fram að Norðmenn hafa mjög lítil áhrif á þessi lög og reglugerðir sem taka þarf upp eftir óskum frá Brussel. Þessi staða veikir óneitanlega undirstöður lýðræðisins í Noregi, því þjóðkjörnir fulltrúar á norska þinginu koma lítið sem ekkert að þriðjungi þeirra laga sem samin eru í Brussel og svo stimpluð í Noregi. Þá segir skýrslan að Noregur hafi frá árinu 1992 tekið upp um 70% af öllum ESB-gerðum. Það er meira en margir fullgildir meðlimir ESB hafa gert. Þannig hafi síðustu 20 ár markað „Evrópuvæðingu" Noregs eins og komist er að orði. Andstæðingar aðildar Íslands að ESB hafa í málflutningi sínum lagt áherslu á að sjálfstæði þjóðarinnar sé hætta búin við inngöngu í sambandið og því sé samstarf innan EES betri kostur. Í ljósi norsku skýrslunnar er sú röksemd fallin um sjálfa sig. Norska skýrslan dregur það skýrt fram að lög þjóðarinnar eru að þriðjungi ættuð frá ESB án þess að kjörnir fulltrúar hafi mikið um þau að segja. Væri landið á hinn bóginn aðili að ESB hefðu þingmenn miklu betri aðkomu að öllum þeim lögum sem í landinu gilda. Þannig má segja að sjálfstæði þjóðarinnar myndi standa miklu styrkari fótum væri landið hluti af ESB frekar en í núverandi stöðu innan EES-samstarfsins.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun