Sameinum háskóla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2012 06:00 Nú er nokkuð um liðið síðan skólar á háskólastigi voru sameinaðir. Tækniháskóli Íslands var sameinaður Háskólanum í Reykjavík árið 2004 en vinstri menn börðust hart gegn þeirri sameiningu þegar opinber háskóli var sameinaður einkareknum háskóla. Þessi sameinaða eining var síðan rekin áfram á grundvelli einkarekstrar undir merkjum HR. Meginstefið með sameiningunni var fyrst og fremst að efla tæknimenntun, auka áhuga ungs fólks á raunvísindum og tæknigreinum og tryggja að gæði menntunar stæðust alþjóðlegar gæðakröfur. Voru m.a. Samtök iðnaðarins ásamt fleirum fengin að borðinu til að tryggja tengingu við atvinnulífið. Hafa aldrei jafn margir sótt tækninám og nú. Í þessu samhengi er rétt að minnast á sameiningu Iðnskólans í Reykjavík við Fjöltækniskóla Íslands á framhaldsskólastigi í byrjun árs 2008. Þótt andstaða hafi verið einhver var engu að síður gerður tilraunasamningur við Menntafálagið en að því stóðu m.a. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur, SI, Samorka og fleiri. Var samningurinn til fimm ára og skólinn rekinn undir nafninu Tækniskólinn. Markmiðið var að móta öflugan iðn- og starfsmenntaskóla sem yrði leiðandi í þróun, kennslu og þjónustu í iðn- og starfsmenntun. Jafnframt var með beinum hætti tryggð aðkoma atvinnulífsins m.a. til að koma til móts við þær raddir að tengja betur praktískt nám og atvinnulíf með skynsömum hætti. Krafan hafði lengi verið að fleiri fingur ættu að vera á púlsinum þegar kæmi að eflingu iðn- og starfsnáms. Með þessu tryggðu menn atvinnulífinu bæði aukið hlutverk og ábyrgð. Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands voru sameinaðir formlega árið 2008 undir merkjum HÍ eftir ríflega tveggja ára undirbúning. Stóðu allir stjórnmálaflokkar að þeirri sameiningu. Markmiðið með sameiningunni var skýrt – að efla kennaramenntun og nýta bæði rannsóknir og gríðarmikla sérfræðikunnáttu innan beggja skóla til þess. Ég hef lengi talið að efling kennaramenntunar sé eitt brýnasta verkefni íslensks fræða- og skólasamfélags. Hins vegar er ljóst að umræðu um kennaramenntun og þróun kennarastarfsins þarf að taka föstum tökum með skýra sýn til framtíðar. Á því hefur enginn einkarétt heldur eiga allir að hafa á því skoðun – kennarar, nemendur, foreldrar, háskólar, þingmenn, sveitarstjórnarfólk, atvinnulífið. Síðan þessar þrjár sameiningar fóru í gegn undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur vissulega verið reynt að auka samvinnu milli skóla, sér í lagi háskólanna. Lítt hefur þó þokast í átt að frekari sameiningu skóla. Kemur þar margt til. Hin alkunna íhaldssemi kerfisins, skammsýni en einbeittir héraðshöfðingjar eru heldur aldrei langt undan. Þegar ráðherra hyggur á uppstokkun í kerfinu stendur hann ávallt frammi fyrir ákveðnum erfiðleikum. Þá er stund hinna þekktu hagsmunaafla runnin upp með mismiklum óþægindum, ekki síst fyrir ráðherra. Því er ábyrgðarhluti, bæði hjá stjórn og stjórnarandstöðu hvernig málin eru sett fram svo fólk skilji og geti metið sjálft tilganginn með breytingum. Hvorugur þessara aðila getur leyft sér að nálgast málin með einhverri hasarnálgun eða skammtímahugsun um næstu kosningar heldur hitt hvernig slíkar breytingar verði til að styrkja innviðina á erfiðum tímum í efnahagsmálum þjóðarinnar. Slíkur tími getur nýst til skapandi breytinga og frjósamrar niðurstöðu eins og dæmin sanna þótt ákvarðanir kunni tímabundið að vera erfiðar. Sjálf tel ég og hef margoft sagt að halda hefði átt áfram með frekari sameiningar, þá helst á háskólastigi. Slíkar sameiningar verða að skila sterkari einingum, sterkari skólum í þágu fræða, rannsókna og samfélags. Í því samhengi er mín skoðun sú að næsta skref eigi annars vegar að vera sameining Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands og hins vegar sameining Hólaskóla og Háskólans á Akureyri. Einkareknu skólarnir, Listaháskóli Íslands, Bifröst og Háskólinn í Reykjavík eru ekki undanþegnir þessari umræðu. Tilgangurinn er eftir sem áður sterkt og fjölbreytt háskólastarf sem styrkir stoðir Íslands til lengri tíma litið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú er nokkuð um liðið síðan skólar á háskólastigi voru sameinaðir. Tækniháskóli Íslands var sameinaður Háskólanum í Reykjavík árið 2004 en vinstri menn börðust hart gegn þeirri sameiningu þegar opinber háskóli var sameinaður einkareknum háskóla. Þessi sameinaða eining var síðan rekin áfram á grundvelli einkarekstrar undir merkjum HR. Meginstefið með sameiningunni var fyrst og fremst að efla tæknimenntun, auka áhuga ungs fólks á raunvísindum og tæknigreinum og tryggja að gæði menntunar stæðust alþjóðlegar gæðakröfur. Voru m.a. Samtök iðnaðarins ásamt fleirum fengin að borðinu til að tryggja tengingu við atvinnulífið. Hafa aldrei jafn margir sótt tækninám og nú. Í þessu samhengi er rétt að minnast á sameiningu Iðnskólans í Reykjavík við Fjöltækniskóla Íslands á framhaldsskólastigi í byrjun árs 2008. Þótt andstaða hafi verið einhver var engu að síður gerður tilraunasamningur við Menntafálagið en að því stóðu m.a. Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur, SI, Samorka og fleiri. Var samningurinn til fimm ára og skólinn rekinn undir nafninu Tækniskólinn. Markmiðið var að móta öflugan iðn- og starfsmenntaskóla sem yrði leiðandi í þróun, kennslu og þjónustu í iðn- og starfsmenntun. Jafnframt var með beinum hætti tryggð aðkoma atvinnulífsins m.a. til að koma til móts við þær raddir að tengja betur praktískt nám og atvinnulíf með skynsömum hætti. Krafan hafði lengi verið að fleiri fingur ættu að vera á púlsinum þegar kæmi að eflingu iðn- og starfsnáms. Með þessu tryggðu menn atvinnulífinu bæði aukið hlutverk og ábyrgð. Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands voru sameinaðir formlega árið 2008 undir merkjum HÍ eftir ríflega tveggja ára undirbúning. Stóðu allir stjórnmálaflokkar að þeirri sameiningu. Markmiðið með sameiningunni var skýrt – að efla kennaramenntun og nýta bæði rannsóknir og gríðarmikla sérfræðikunnáttu innan beggja skóla til þess. Ég hef lengi talið að efling kennaramenntunar sé eitt brýnasta verkefni íslensks fræða- og skólasamfélags. Hins vegar er ljóst að umræðu um kennaramenntun og þróun kennarastarfsins þarf að taka föstum tökum með skýra sýn til framtíðar. Á því hefur enginn einkarétt heldur eiga allir að hafa á því skoðun – kennarar, nemendur, foreldrar, háskólar, þingmenn, sveitarstjórnarfólk, atvinnulífið. Síðan þessar þrjár sameiningar fóru í gegn undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur vissulega verið reynt að auka samvinnu milli skóla, sér í lagi háskólanna. Lítt hefur þó þokast í átt að frekari sameiningu skóla. Kemur þar margt til. Hin alkunna íhaldssemi kerfisins, skammsýni en einbeittir héraðshöfðingjar eru heldur aldrei langt undan. Þegar ráðherra hyggur á uppstokkun í kerfinu stendur hann ávallt frammi fyrir ákveðnum erfiðleikum. Þá er stund hinna þekktu hagsmunaafla runnin upp með mismiklum óþægindum, ekki síst fyrir ráðherra. Því er ábyrgðarhluti, bæði hjá stjórn og stjórnarandstöðu hvernig málin eru sett fram svo fólk skilji og geti metið sjálft tilganginn með breytingum. Hvorugur þessara aðila getur leyft sér að nálgast málin með einhverri hasarnálgun eða skammtímahugsun um næstu kosningar heldur hitt hvernig slíkar breytingar verði til að styrkja innviðina á erfiðum tímum í efnahagsmálum þjóðarinnar. Slíkur tími getur nýst til skapandi breytinga og frjósamrar niðurstöðu eins og dæmin sanna þótt ákvarðanir kunni tímabundið að vera erfiðar. Sjálf tel ég og hef margoft sagt að halda hefði átt áfram með frekari sameiningar, þá helst á háskólastigi. Slíkar sameiningar verða að skila sterkari einingum, sterkari skólum í þágu fræða, rannsókna og samfélags. Í því samhengi er mín skoðun sú að næsta skref eigi annars vegar að vera sameining Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands og hins vegar sameining Hólaskóla og Háskólans á Akureyri. Einkareknu skólarnir, Listaháskóli Íslands, Bifröst og Háskólinn í Reykjavík eru ekki undanþegnir þessari umræðu. Tilgangurinn er eftir sem áður sterkt og fjölbreytt háskólastarf sem styrkir stoðir Íslands til lengri tíma litið.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar