Jakob Jóhann: Ríó 2016 er lokkandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 28. júlí 2012 08:00 Jakob Jóhann Sveinsson. Mynd/Valli Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Jakob Jóhann Sveinsson þarf þó varla kynningu enda að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum. „Mér finnst reyndar stutt síðan ég keppti í Sydney en það eru víst tólf ár síðan. Tíminn líður bara svona hratt," sagði hann glaðbeittur. „En þetta er alltaf nokkuð svipað. Sundlaugin er nærri því alveg eins og í Sydney og Peking en þetta var aðeins öðruvísi í Aþenu - þar var allt nokkurn veginn hálflklárað." „Þorpið er svo mjög flott og óhætt að segja að Bretarnir séu að standast Kínverjunum snúning - sem kom mér skemmtilega á óvart." Það er búið að vera mikið flakk á íslenska sundfólkinu sem hefur verið við keppni og æfingar víða í Evrópu. „Síðan í maí höfum við farið til Englands, Frakklands, Spánar og Ungverjalands. En þetta er það sem manni finnst skemmtilegast að gera og þetta er því draumalífið." Jakob Jóhann hefur verið okkar sterkasti bringusundskappi um árabil en hans bestu tímar eru flestir frá 2009. Hann útilokar ekki að geta bætt Íslandsmetin sín nú. „Ég held að ég verði í mínu besta formi hér á leikunum - allavega á þessu tímabili. Það er búið að ganga á ýmsu í ár - ég meiddist í febrúar, var rændur á Spáni og missti vin minn rétt fyrir EM í Ungverjalandi," segir hann. „En núna hefur maður náð að slappa aðeins af. Það er búið að ganga á ýmsu en ég hef trú á að þetta sé allt saman að snúast mér í hag. Ég var mjög nálægt því í fyrra að bæta mína bestu tíma en gerði ákveðin mistök í sundinu. Ef ég næ að laga það allt þá er ég í fínum málum." Jakob Jóhann komst fyrst inn í 100 m bringusundið og hefur því einbeitt sér að því. „Ég bjóst aldrei við að komast inn í 200 m bringsundið," sagði hann. „En ég fékk boð í það líka og sá enga ástæðu til að afþakka það. Ég mun keppa í 100 m fyrst og svo verður það bara skemmtun fyrir mig að keppa í 200 metrunum." „Ég hef alltaf náð mínu besta fram á síðasta móti ársins og ég held að þetta verði svipað núna. Hvað framhaldið varðar er allt óákveðið. Fyrst ætla ég að taka frí og sjá svo til." Hann viðurkennir þó að það freisti hans að keppa einnig í Ríó eftir fjögur ár. „Það væri gaman og hafa margir hvatt mig til þess. Ég er með Ólympíuhringina fimm tattúveraða á handlegginn og með ártölin í hverjum hring. Það væri gaman að fylla allra hringina."Jakob Jóhann Sveinsson 30 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 100 m bringusund: 28. júlí 200 m bringusund: 31. júlí Sund Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Jakob Jóhann Sveinsson þarf þó varla kynningu enda að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum. „Mér finnst reyndar stutt síðan ég keppti í Sydney en það eru víst tólf ár síðan. Tíminn líður bara svona hratt," sagði hann glaðbeittur. „En þetta er alltaf nokkuð svipað. Sundlaugin er nærri því alveg eins og í Sydney og Peking en þetta var aðeins öðruvísi í Aþenu - þar var allt nokkurn veginn hálflklárað." „Þorpið er svo mjög flott og óhætt að segja að Bretarnir séu að standast Kínverjunum snúning - sem kom mér skemmtilega á óvart." Það er búið að vera mikið flakk á íslenska sundfólkinu sem hefur verið við keppni og æfingar víða í Evrópu. „Síðan í maí höfum við farið til Englands, Frakklands, Spánar og Ungverjalands. En þetta er það sem manni finnst skemmtilegast að gera og þetta er því draumalífið." Jakob Jóhann hefur verið okkar sterkasti bringusundskappi um árabil en hans bestu tímar eru flestir frá 2009. Hann útilokar ekki að geta bætt Íslandsmetin sín nú. „Ég held að ég verði í mínu besta formi hér á leikunum - allavega á þessu tímabili. Það er búið að ganga á ýmsu í ár - ég meiddist í febrúar, var rændur á Spáni og missti vin minn rétt fyrir EM í Ungverjalandi," segir hann. „En núna hefur maður náð að slappa aðeins af. Það er búið að ganga á ýmsu en ég hef trú á að þetta sé allt saman að snúast mér í hag. Ég var mjög nálægt því í fyrra að bæta mína bestu tíma en gerði ákveðin mistök í sundinu. Ef ég næ að laga það allt þá er ég í fínum málum." Jakob Jóhann komst fyrst inn í 100 m bringusundið og hefur því einbeitt sér að því. „Ég bjóst aldrei við að komast inn í 200 m bringsundið," sagði hann. „En ég fékk boð í það líka og sá enga ástæðu til að afþakka það. Ég mun keppa í 100 m fyrst og svo verður það bara skemmtun fyrir mig að keppa í 200 metrunum." „Ég hef alltaf náð mínu besta fram á síðasta móti ársins og ég held að þetta verði svipað núna. Hvað framhaldið varðar er allt óákveðið. Fyrst ætla ég að taka frí og sjá svo til." Hann viðurkennir þó að það freisti hans að keppa einnig í Ríó eftir fjögur ár. „Það væri gaman og hafa margir hvatt mig til þess. Ég er með Ólympíuhringina fimm tattúveraða á handlegginn og með ártölin í hverjum hring. Það væri gaman að fylla allra hringina."Jakob Jóhann Sveinsson 30 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 100 m bringusund: 28. júlí 200 m bringusund: 31. júlí
Sund Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira