Íbúar á Eyrarbakka skelkaðir vegna strokufanga 19. desember 2012 19:09 „Þetta eru harðsnúnir menn sem snúa sér yfir þetta eins og ekkert sé," segir Skúli Steinsson, íbúi á Eyrarbakka, sem gengdi starfi fangavarðar í 23 ár. Hann segir að sér þyki hræðilegt að vita til þess að menn virðist geta klifrað yfir varnargirðingarnar ef þeim sýnist svo, en strokufangans, Matthíasar Mána Erlingssonar, var leitað í umhverfi Litla-Hrauns í dag. Íbúar við Eyrarbakka voru sumir skelkaðir við þessa umfangsmiklu leit og voru til dæmis fleiri börn sótt í skólann en venjulega í dag. Íbúar kalla eftir öflugri girðingu eins og Skúli kom inná hér á undan. Um áttatíu manna lið leituðu strokufangans frá birtingu og fram í myrkur í dag. Leitin virðist þó ekki hafa skilað öðru en húfu hans. Samfangar hans segjast oft hafa heyrt hann ræða um flótta. Fjölskiptað lið, sem samanstóð af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Selfossi, sérsveit ríkislögreglustjóra og fangaverðir, fínkembdu nágrenni fangelsisins með leitarhunda sér til aðstoðar. Þá flaug þyrla Landhelgisgæslunnar yfir svæðið í leit að ummerkjum um Matthías Mána. Um 50 björgunarmenn voru einnig til aðstoðar en það mun vera í fyrsta sinn sem þeir aðstoða lögreglu við fangaleit. Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni á mánudag. Talið er að honum hafi tekist að klifra yfir girðingu á svæðinu. Hann er talinn varasamur en í september hlaut hann fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að bana ungri stjúpmóður sinni. Samkvæmt dómi virðist hann hafa verið heltekinn af henni og samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann margssinnis hafa talað um að ná sér niður á henni þegar honum tækist að flýja. Konunni hefur nú verið komið í skjól. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
„Þetta eru harðsnúnir menn sem snúa sér yfir þetta eins og ekkert sé," segir Skúli Steinsson, íbúi á Eyrarbakka, sem gengdi starfi fangavarðar í 23 ár. Hann segir að sér þyki hræðilegt að vita til þess að menn virðist geta klifrað yfir varnargirðingarnar ef þeim sýnist svo, en strokufangans, Matthíasar Mána Erlingssonar, var leitað í umhverfi Litla-Hrauns í dag. Íbúar við Eyrarbakka voru sumir skelkaðir við þessa umfangsmiklu leit og voru til dæmis fleiri börn sótt í skólann en venjulega í dag. Íbúar kalla eftir öflugri girðingu eins og Skúli kom inná hér á undan. Um áttatíu manna lið leituðu strokufangans frá birtingu og fram í myrkur í dag. Leitin virðist þó ekki hafa skilað öðru en húfu hans. Samfangar hans segjast oft hafa heyrt hann ræða um flótta. Fjölskiptað lið, sem samanstóð af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Selfossi, sérsveit ríkislögreglustjóra og fangaverðir, fínkembdu nágrenni fangelsisins með leitarhunda sér til aðstoðar. Þá flaug þyrla Landhelgisgæslunnar yfir svæðið í leit að ummerkjum um Matthías Mána. Um 50 björgunarmenn voru einnig til aðstoðar en það mun vera í fyrsta sinn sem þeir aðstoða lögreglu við fangaleit. Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni á mánudag. Talið er að honum hafi tekist að klifra yfir girðingu á svæðinu. Hann er talinn varasamur en í september hlaut hann fimm ára fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að bana ungri stjúpmóður sinni. Samkvæmt dómi virðist hann hafa verið heltekinn af henni og samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann margssinnis hafa talað um að ná sér niður á henni þegar honum tækist að flýja. Konunni hefur nú verið komið í skjól.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira