Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni
Rifjar upp flótta Matthíasar Mána af Litla-Hrauni: „Vorum smeyk að eitthvað hefði komið fyrir hann“
Einn best skipulagði flótti úr fangelsi hér á landi var þegar Matthíasi Mána Erlingssyni tókst að flýja úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember 2012. Fyrrverandi forstöðumaður á Litla-Hrauni segir starfsmenn hafa haft miklar áhyggjur af Matthíasi á meðan hans var leitað, enda var hann einn á ferli í uppsveitum Árnessýslu um miðjan desember.
Eftirminnilegir fangar á flótta á Íslandi
31 ár er síðan fangi strauk síðast af Kvíabryggju. Flóttar frá Litla-Hrauni eru töluvert algengari.
Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“
„Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson.
Ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Matthías
Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa sunnudaginn 15. september 2013, í útivistargarði fangelsisins Litla-Hrauni, veist í félagi með ofbeldi að Matthíasi Mána Erlingssyni samfanga sínum, slegið og sparkað ítrekað í höfuð hans og líkama.
Matthías Máni játaði þjófnað á flóttanum
Strokufanginn Matthías Máni Erlingsson tók sér ýmislegt til handargagns á flóttanum undan réttvísinni.
Ráðist á Matthías Mána á Litla-Hrauni
Refsifanginn Matthías Máni Erlingsson, sem var í fréttum um jólin í fyrra þegar hann strauk af Litla-Hrauni, var fluttur á sjúkrahús á Selfossi í gær eftir að hafa orðið fyrir árás tveggja samfanga sinna í útivistartíma.
Matthías Máni dæmdur fyrir að hafa ráðist fangavörð
Matthías Máni Erlingsson var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir að hafa ráðist á fangavörð á Litla-Hrauni í mars síðastliðnum.
Matthías Máni ákærður fyrir að ráðast á fangavörð
Ríkissaksóknari hefur ákært þá Baldur Kolbeinsson og Matthías Mána Erlingsson fyrir að hafa ráðist á fjóra fangaverði með ofbeldi.
Strákunum á Hrauninu leið illa út af Matthíasi Mána
Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns, segir strok Matthíasar Mána hafa verið erfitt þeim sem eru vistaðir á Litla-Hrauni. Sjálfri hafi henni einnig liðið illa.
Hefði getað gert alvöru úr hótununum
Farið myndrænt yfir flóttaleið Matthíasar.
Þetta er leiðin sem Matthías Máni fór á flóttanum
Við yfirheyrslu yfir Matthíasi Mána á Litla Hrauni í gær upplýsti hann um leiðir sínar eftir strokið frá Litla Hrauni. Matthías hefur ekki viljað segja frá hvernig hann komst út af fangelsislóðinni. Allt bendir til að hann hafi farið yfir girðingarnar tvær. Eftir að hann var kominn út hélt hann til austurs ofan við Stokkseyri með stefnu að Neistastöðum í Flóa þar sem hann komst inn í sumarbústað.
Ekki útilokað að taka upp fangabúninga
Páll Winkel, fangelsismálastjóri, svarar áleitnum spurningum sem flótti Matthíasar kveikti.
Skipt um hluta girðingarinnar á næsta ári
Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun.
Gekk tugi kílómetra á flóttanum
Matthías Máni flúði frá Litla-Hrauni upp úr hádegi mánudaginn 17. desember. Að sögn fangelsismálastjóra var Matthías við vinnu innan girðingar ásamt þremur öðrum föngum í umsjá eins fangavarðar. Á milli 45 mínútur og klukkutími leið þar til uppgötvaðist að hann var á bak og burt.
Matthías var í bústaðnum í nokkra daga
Matthías Máni sem strauk af Litla-Hrauni hefur enn ekki verið yfirheyrður um flóttann en gert er ráð fyrir að gera það á morgun.
Fjölskylda Matthíasar vonast til að hann fái viðeigandi aðstoð
Fjölskylda Matthíasar Mána Erlingssonar vonast til þess að atburðir liðinnar viku verði til þess að litið til forsögu hans og aðstæðna. Það hafi ekki verið gert þegar dómur var kveðinn upp en vonandi taki kerfið nú við sér og veiti honum viðeigandi aðstoð.
Eiganda sumarbústaðarins brugðið yfir innbrotinu
Maðurinn sem á sumarbústaðinn í Þjórsárdal sem Matthias Máni, strokufanginn á Litla-Hrauni, braust inn í og dvaldi í hluta af þeim tíma sem á storki hans stóð segir að sér sé brugðið. "Manni er það náttúrlega," segir maðurinn sem ekki vill koma fram undir nafni. Fram kom í tilkynningu sem lögreglan sendi út um klukkan þrjú að bústaðurinn er í Árnesi.
Matthías Máni hafðist við í Árnesi
Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni síðastliðinn mánudag, virðist hafa dvalið í sumarbústað í Árnesi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu leikur grunur á að Matthías Máni hafi stolið riffli þaðan og öðrum munum.
Skráður eigandi riffilsins í skýrslutöku - Matthías Máni yfirheyrður á Selfossi
Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni síðastliðinn mánudag, verður yfirheyrður á Selfoss í dag. Rannsókn lögreglu á ferðum Matthíasar Mána síðustu sex sólarhringa stendur enn yfir.
Matthías Máni í einangrun í tvær vikur
Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni mánudaginn síðastliðinn, verður hafður í einangrun fram yfir jól og áramót. Þetta staðfesti Margrét Frímannsdóttir í samtali við Vísi.
Matthías Máni í einangrun á Litla-Hrauni
„Já, Matthías Máni er í einangrun," segir varðstjóri í fangelsinu á Litla-Hrauni. Eins og fram hefur komið í dag gaf Matthías Máni Erlingssson, sem strauk úr fangelsinu síðastliðinn mánudag, sig fram við ábúendur á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal snemma í morgun.
„Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó“
"Það er umhugsunarvert hversu vel Matthías Máni var vopnaður," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á blaðamannafundi.
Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10
Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson.
Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt
"Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal.
Strokufanginn kominn á Litla-Hraun
Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun.
Matthías vissi að konan var á Flúðum
Matthías Máni Erlingsson strokufangi er enn ófundinn. Hann hefur farið á sérstakt námskeið til að læra að lifa af í óbyggðum og telur lögregla það hjálpa honum á flóttanum.
Nýjar myndir af Matthíasi Mána
Lögreglan sendi í dag fjölmiðlum nýjar myndir af Matthíasi Mána Erlingssyni, strokufanga af Litla Hrauni, sem má sjá hér til hliðar.
Matthías ófundinn - lögreglan hefur fáar vísbendingar
Leitin að Matthíasi Mána sem strauk af Litla-Hrauni í byrjun vikunnar hefur enn engan árangur borið. Lögregla hefur fáar vísbendingar til leita eftir.
Konan farin úr landi
Konan, sem Matthías Máni Erlingsson var dæmdur fyrir að ráðast á, er farin úr landi með börnum sínum. Þetta staðfestir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að Matthías Máni hafi hótað konunni lífláti rétt áður en hann braust út. Hann segir jafnframt að konan hafi farið úr landi að eigin frumkvæði en ekki frumkvæði lögreglunnar. Þá segir Arnar að fjölskylda Matthíasar Mána líði mjög illa yfir stroki hans og vilji fá hann í öruggt skjól fyrir jólin.
Leitin að Matthíasi Mána: Tveir menn handteknir í nótt
Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við strok Matthíasar Mána af Litla-Hrauni. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan er engu nær um hvar strokufangann er að finna.