Meistarabarátta um efsta sætið Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. desember 2012 06:00 Tiger Woods hefur hægt og bítandi blandað sér í baráttuna um efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir að hafa verið í sögulegri lægð á þeim lista. Einkalíf bandaríska kylfingsins var aðalfréttaefnið í lok nóvember árið 2009 en á þeim tíma var Woods í sérflokki sem kylfingur og hafði einokað efsta sæti heimslistans í mörg misseri. Þann 7. október árið 2010 náði Lee Westwood frá Englandi að velta Woods úr sessi í efsta sæti heimslistans og í kjölfarið hrapaði Woods niður listann. Hann fór neðst í 58. sætið í lok október 2011. Frá þeim tíma hefur Woods unnið sig hægt og rólega upp heimslistann að nýju og er hann í 3. sæti þessa stundina. Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans þessa stundina en hann náði að komast upp fyrir Tiger Woods í fyrsta sinn á heimslistanum þann 1. maí á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Norður-Íri náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum þann 1. maí á þessu ári og hefur hann verið óslitið í efsta sætinu frá því í lok ágúst. McIlroy fær mikla samkeppni um efsta sætið á næsta ári og Woods náði að komast upp fyrir hann í lok júlí þegar Woods náði öðru sæti og McIlroy var í því þriðja. Rory McIlroy var valinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum en hann endaði í efsta sæti peningalistans á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar, PGA-mótaröðinni og Evrópumótaröðinni. McIlroy hefur samtals verið í 28 vikur í efsta sæti heimslistans. Hann á þó langt í land með að jafna árangur Woods á því sviði, en hann hefur samtals verið í 623 vikur efstur. Greg Norman frá Ástralíu var í 331 viku í efsta sæti en heimslistinn var settur á laggirnar fyrir 24 árum. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods hefur hægt og bítandi blandað sér í baráttuna um efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir að hafa verið í sögulegri lægð á þeim lista. Einkalíf bandaríska kylfingsins var aðalfréttaefnið í lok nóvember árið 2009 en á þeim tíma var Woods í sérflokki sem kylfingur og hafði einokað efsta sæti heimslistans í mörg misseri. Þann 7. október árið 2010 náði Lee Westwood frá Englandi að velta Woods úr sessi í efsta sæti heimslistans og í kjölfarið hrapaði Woods niður listann. Hann fór neðst í 58. sætið í lok október 2011. Frá þeim tíma hefur Woods unnið sig hægt og rólega upp heimslistann að nýju og er hann í 3. sæti þessa stundina. Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans þessa stundina en hann náði að komast upp fyrir Tiger Woods í fyrsta sinn á heimslistanum þann 1. maí á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Norður-Íri náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum þann 1. maí á þessu ári og hefur hann verið óslitið í efsta sætinu frá því í lok ágúst. McIlroy fær mikla samkeppni um efsta sætið á næsta ári og Woods náði að komast upp fyrir hann í lok júlí þegar Woods náði öðru sæti og McIlroy var í því þriðja. Rory McIlroy var valinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum en hann endaði í efsta sæti peningalistans á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar, PGA-mótaröðinni og Evrópumótaröðinni. McIlroy hefur samtals verið í 28 vikur í efsta sæti heimslistans. Hann á þó langt í land með að jafna árangur Woods á því sviði, en hann hefur samtals verið í 623 vikur efstur. Greg Norman frá Ástralíu var í 331 viku í efsta sæti en heimslistinn var settur á laggirnar fyrir 24 árum.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira