Virkjanaframkvæmdir gætu hafist fyrir áramót Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2012 19:06 Landsvirkjun stendur frammi fyrir því að hefja virkjanaframkvæmdir á Norðausturlandi þegar fyrir áramót, þrátt fyrir að nú stefni í að orkusamningar skýrist ekki endanlega fyrr en í vor. Tilboð í borun þriggja háhitahola í Bjarnarflagi voru opnuð í dag og bauð aðeins einn aðili í verkið. Landsvirkjun áformar smíði jarðvarmavirkjana bæði í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum til að mæta orkuþörf stóriðju við Húsavík, og í dag voru opnuð tilboð í borun á allt að þremur háhitaholum. Búist var við minnst tveimur tilboðum en þegar frestur rann út hafði aðeins borist einn pakki, frá Jarðborunum, auk umslags með kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 1.551 milljón króna. Tilboð Jarðborana var upp á 1.141 milljón króna, 73,5 prósent af áætlun. Landsvirkjunarmenn voru kátir með niðurstöðuna. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir þá mjög ánægða með að tilboðið sem barst skyldi vera undir kostnaðaráætlun. Jarðboranir spara Landsvirkjun 410 milljónir króna, miðað við kostnaðaráætlun, en forstjóri Jarðborana, Ágúst Torfi Hauksson, neitaði því í viðtali á Stöð 2 að þeir væru svekktir. "Nei. við erum ekki svekktir með þetta. Við erum mjög áfram um það að framkvæmdir fari af stað á Íslandi og viljum gjarnan vera þátttakendur í því og erum bara mjög ánægðir með að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem vonandi fer af stað á þessu svæði," sagði Ágúst Torfi. Þótt tilboð sé nú komið í boranir ríkir óvissa um það hvenær virkjanaframkæmdir hefjast af alvöru í Þingeyjarsýslum. Orkusamningur Landsvirkjunar við þýska félagið PCC, sem hyggst reisa kísilverksmiðju á Bakka, er með fyrirvörum sem þarf ekki að aflétta fyrr en í maí. Óli Grétar segir að orkusamningurinn geri ráð fyrir afhendingu orkunnar í lok árs 2015. Framkvæmdatími virkjunar sé hins vegar í kringum 3 ár. Því þurfi að vinna í haginn og hugsanlega að taka ákvörðun um að ráðast þarna í virkjun í óvissu um að eftir eigi að fullnægja fyrirvörum. Óli Grétar segir að hugsanlega yrði að bjóða út vélbúnað í næsta eða þarnæsta mánuði. Forstjóri Jarðborana var spurður hvort nú væru að verða tímamót í verksögunni eftir hrun: "Gott er ef satt er. Þetta er nú ekki stórt útboð. Þetta eru 2-3 holur þannig að við skulum ekki tapa okkur í fagnaðarlátunum strax. En þetta er allavega spor í rétta átt og við hjá Jarðborunum fögnum því mjög að fá áhugaverð verkefni að glíma við á heimavelli." Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Landsvirkjun stendur frammi fyrir því að hefja virkjanaframkvæmdir á Norðausturlandi þegar fyrir áramót, þrátt fyrir að nú stefni í að orkusamningar skýrist ekki endanlega fyrr en í vor. Tilboð í borun þriggja háhitahola í Bjarnarflagi voru opnuð í dag og bauð aðeins einn aðili í verkið. Landsvirkjun áformar smíði jarðvarmavirkjana bæði í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum til að mæta orkuþörf stóriðju við Húsavík, og í dag voru opnuð tilboð í borun á allt að þremur háhitaholum. Búist var við minnst tveimur tilboðum en þegar frestur rann út hafði aðeins borist einn pakki, frá Jarðborunum, auk umslags með kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 1.551 milljón króna. Tilboð Jarðborana var upp á 1.141 milljón króna, 73,5 prósent af áætlun. Landsvirkjunarmenn voru kátir með niðurstöðuna. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir þá mjög ánægða með að tilboðið sem barst skyldi vera undir kostnaðaráætlun. Jarðboranir spara Landsvirkjun 410 milljónir króna, miðað við kostnaðaráætlun, en forstjóri Jarðborana, Ágúst Torfi Hauksson, neitaði því í viðtali á Stöð 2 að þeir væru svekktir. "Nei. við erum ekki svekktir með þetta. Við erum mjög áfram um það að framkvæmdir fari af stað á Íslandi og viljum gjarnan vera þátttakendur í því og erum bara mjög ánægðir með að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem vonandi fer af stað á þessu svæði," sagði Ágúst Torfi. Þótt tilboð sé nú komið í boranir ríkir óvissa um það hvenær virkjanaframkæmdir hefjast af alvöru í Þingeyjarsýslum. Orkusamningur Landsvirkjunar við þýska félagið PCC, sem hyggst reisa kísilverksmiðju á Bakka, er með fyrirvörum sem þarf ekki að aflétta fyrr en í maí. Óli Grétar segir að orkusamningurinn geri ráð fyrir afhendingu orkunnar í lok árs 2015. Framkvæmdatími virkjunar sé hins vegar í kringum 3 ár. Því þurfi að vinna í haginn og hugsanlega að taka ákvörðun um að ráðast þarna í virkjun í óvissu um að eftir eigi að fullnægja fyrirvörum. Óli Grétar segir að hugsanlega yrði að bjóða út vélbúnað í næsta eða þarnæsta mánuði. Forstjóri Jarðborana var spurður hvort nú væru að verða tímamót í verksögunni eftir hrun: "Gott er ef satt er. Þetta er nú ekki stórt útboð. Þetta eru 2-3 holur þannig að við skulum ekki tapa okkur í fagnaðarlátunum strax. En þetta er allavega spor í rétta átt og við hjá Jarðborunum fögnum því mjög að fá áhugaverð verkefni að glíma við á heimavelli."
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira