Ríkið aðstoði bæjarfélög við að kaupa kvóta Karen Kjartansdóttir skrifar 6. október 2012 23:10 Alþjóðleg ráðstefna um fiskveiðar var haldin í Háskóla Íslands í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Þráinn Eggertsson, prófessor sem mikið hefur fjallað um nýtingu auðlinda. Hann hefur kennt við virta háskóla í Bandaríkjunum og Þýskalandi og meðal annars hefur verið útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University í Bandaríkjunum. „Ég trúi því staðfastlega að þær breytingar sem verið er að stefna að núna með skipulagi á sjávarútvegi að þær séu allt að því hættulegar. Þær ná miklu lengur en það hver eigi arðinn á miðunum. Það er verið að breyta algjörlega um stefnu." Þráinn segir að í þeim tillögum sem liggja fyrir sé ekki gert ráð fyrir efnahagslegum hvötum hjá þeim sem starfa í atvinnulífinu, ekki þar að finna áhyggjur af hugsanlegri pólitískri spillingu þá þyki honum næstum dramb falið í því að ætla setjast niður við skrifborð og endurskipuleggja undirstöðugrein þjóðarinnar frá grunni. „Þessi vinna sem hefur verið unnin í tengslum við þessar breytingar er eftir mínu viti illa gerð í sumum tilvikum," segir Þráinn. Hann segir Íslendinga í hættulegri stöðu eftir efnahagshrunið og því séu breytingarnar mjög varasamar um þessar mundir þegar mikilvægt sé að ná upp hagvexti. „Þetta er greinin sem stendur undir framförum og hagvexti og góðum lífskjörum hjá okkur. En á þessum hættutímum hjá okkur ráðast menn í það, eins og þeir hafi bara fengið flog, í það að snúa öllu við í greininni. Eins og það sé það mikilvægasta sem þurfi að sinna núna." Núverandi kerfi hefur oft sætt gagnrýni um að það feli í sér misskiptingu og geri heil byggðalög viðkvæm fyrir ákvörðun einstaklinga. „Við höfum ekki efni á að nota sjávarútveg í byggðastefnu. En kerfið að vera hagkvæmt fyrir þjóðina og fólkið á staðnum. En svo er þetta að einhverju leyti að orðum aukið. Það er mikill uppgangur á landsbyggðinni vegna þessa kerfis og það hefur skapað miklar tekjur í byggðum landsins," segir hann. Frá 1990 hafi verið tveggja prósenta vöxtur í framleiðni í sjávarútvegnum. Það sé mikill vöxtur á jafn löngu tímabili sem hafi gagnast öllum og fært landsbyggðinni velsæld. Þá hafi bæjarfélögin í sumum tilfellum selt kvótann út úr bæjarfélaginu þannig það sé ekki hægt að skella skuldinni á einstaklinga og ákvarðanir þeirra. En ef koma eigi í veg fyrir áhrif einstaklinga á samfélög eða bæta skaða sem hafi orðið vegna þessa sé hægt að leita annarra leiða en að umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu algjörlega eftir að hafa unnið vinnu við skrifborð í snatri. „Það er alveg sjálfsagt að setjast niður og spá í þessa hluti og reyna að aðstoða bæjarfélög, ef illa gengur hjá þeim og ekkert annað getur komið í staðinn, við að kaupa kvóta, til dæmis með því að ríkið styrki ákveðinn bæjarfélög með því hjálpa þeim að kaupa kvóta. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Alþjóðleg ráðstefna um fiskveiðar var haldin í Háskóla Íslands í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Þráinn Eggertsson, prófessor sem mikið hefur fjallað um nýtingu auðlinda. Hann hefur kennt við virta háskóla í Bandaríkjunum og Þýskalandi og meðal annars hefur verið útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor við New York University í Bandaríkjunum. „Ég trúi því staðfastlega að þær breytingar sem verið er að stefna að núna með skipulagi á sjávarútvegi að þær séu allt að því hættulegar. Þær ná miklu lengur en það hver eigi arðinn á miðunum. Það er verið að breyta algjörlega um stefnu." Þráinn segir að í þeim tillögum sem liggja fyrir sé ekki gert ráð fyrir efnahagslegum hvötum hjá þeim sem starfa í atvinnulífinu, ekki þar að finna áhyggjur af hugsanlegri pólitískri spillingu þá þyki honum næstum dramb falið í því að ætla setjast niður við skrifborð og endurskipuleggja undirstöðugrein þjóðarinnar frá grunni. „Þessi vinna sem hefur verið unnin í tengslum við þessar breytingar er eftir mínu viti illa gerð í sumum tilvikum," segir Þráinn. Hann segir Íslendinga í hættulegri stöðu eftir efnahagshrunið og því séu breytingarnar mjög varasamar um þessar mundir þegar mikilvægt sé að ná upp hagvexti. „Þetta er greinin sem stendur undir framförum og hagvexti og góðum lífskjörum hjá okkur. En á þessum hættutímum hjá okkur ráðast menn í það, eins og þeir hafi bara fengið flog, í það að snúa öllu við í greininni. Eins og það sé það mikilvægasta sem þurfi að sinna núna." Núverandi kerfi hefur oft sætt gagnrýni um að það feli í sér misskiptingu og geri heil byggðalög viðkvæm fyrir ákvörðun einstaklinga. „Við höfum ekki efni á að nota sjávarútveg í byggðastefnu. En kerfið að vera hagkvæmt fyrir þjóðina og fólkið á staðnum. En svo er þetta að einhverju leyti að orðum aukið. Það er mikill uppgangur á landsbyggðinni vegna þessa kerfis og það hefur skapað miklar tekjur í byggðum landsins," segir hann. Frá 1990 hafi verið tveggja prósenta vöxtur í framleiðni í sjávarútvegnum. Það sé mikill vöxtur á jafn löngu tímabili sem hafi gagnast öllum og fært landsbyggðinni velsæld. Þá hafi bæjarfélögin í sumum tilfellum selt kvótann út úr bæjarfélaginu þannig það sé ekki hægt að skella skuldinni á einstaklinga og ákvarðanir þeirra. En ef koma eigi í veg fyrir áhrif einstaklinga á samfélög eða bæta skaða sem hafi orðið vegna þessa sé hægt að leita annarra leiða en að umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu algjörlega eftir að hafa unnið vinnu við skrifborð í snatri. „Það er alveg sjálfsagt að setjast niður og spá í þessa hluti og reyna að aðstoða bæjarfélög, ef illa gengur hjá þeim og ekkert annað getur komið í staðinn, við að kaupa kvóta, til dæmis með því að ríkið styrki ákveðinn bæjarfélög með því hjálpa þeim að kaupa kvóta.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira