Tefla bleikum fílum gegn kynferðisbrotum BBI skrifar 29. júlí 2012 20:19 Mynd/Facebook-síða hópsins. Forvarnarhópur ÍBV mun beita sér af krafti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum næstu helgi. Með bleika fíla í broddi fylkingar sendir hópurinn þau skilaboð að nauðganir og kynferðisbrot verði ekki liðin á þeirri hátíð. Einkennismerki hópsins er bleikur fíll vegna þess að orðtakið „það er fíll í stofunni" er oft notað um stór vandamál sem virðist ekki vera hægt að leysa. Bleiki fíllinn táknar því aðgerðarleysi og vanmátt samfélagsins til að bregðast við nauðgunarbrotum. Og nú á að skáka honum út úr stofunni. Haft er eftir Birki Thor Högnasyni, driffjöður í hópnum, að þó ofbeldið sé auðvitað á ábyrgð ofbeldismannanna er vandamálið samfélagslegt mein og það er undir okkur öllum komið að uppræta það með því að tala um það og gefa skýr skilaboð.Fótboltalið ÍBV í bolum bleika fílsins.Mynd/Facebook-síða hópsinsMeð slagorðum hópsins „Ég fíla samþykki" er undirstrikað að það er ekkert til sem heitir þögult samþykki við kynlífi. Hugmyndin að forvarnarhóp ÍBV kviknaði þegar forsvarsmenn ÍBV mættu í druslugönguna svokölluðu sem haldin var í Reykjavík í júní. Nú mun hópurinn láta til sín taka á Þjóðhátíð, dreifa bolum, límmiðum og plakötum auk þess sem skilaboð munu birtast milli atriða á stóra sviði Þjóðhátíðar. Starfi hópsins hefur verið vel tekið, fótboltaliðið tók sér frí frá æfingu til að stilla sér upp í bleikum bolum og fyrirtæki hafa heiti því að klæða allt starfslið sitt í þá á Þjóðhátíðardaginn. Hér má sjá facebook síðu hópsins. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Forvarnarhópur ÍBV mun beita sér af krafti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum næstu helgi. Með bleika fíla í broddi fylkingar sendir hópurinn þau skilaboð að nauðganir og kynferðisbrot verði ekki liðin á þeirri hátíð. Einkennismerki hópsins er bleikur fíll vegna þess að orðtakið „það er fíll í stofunni" er oft notað um stór vandamál sem virðist ekki vera hægt að leysa. Bleiki fíllinn táknar því aðgerðarleysi og vanmátt samfélagsins til að bregðast við nauðgunarbrotum. Og nú á að skáka honum út úr stofunni. Haft er eftir Birki Thor Högnasyni, driffjöður í hópnum, að þó ofbeldið sé auðvitað á ábyrgð ofbeldismannanna er vandamálið samfélagslegt mein og það er undir okkur öllum komið að uppræta það með því að tala um það og gefa skýr skilaboð.Fótboltalið ÍBV í bolum bleika fílsins.Mynd/Facebook-síða hópsinsMeð slagorðum hópsins „Ég fíla samþykki" er undirstrikað að það er ekkert til sem heitir þögult samþykki við kynlífi. Hugmyndin að forvarnarhóp ÍBV kviknaði þegar forsvarsmenn ÍBV mættu í druslugönguna svokölluðu sem haldin var í Reykjavík í júní. Nú mun hópurinn láta til sín taka á Þjóðhátíð, dreifa bolum, límmiðum og plakötum auk þess sem skilaboð munu birtast milli atriða á stóra sviði Þjóðhátíðar. Starfi hópsins hefur verið vel tekið, fótboltaliðið tók sér frí frá æfingu til að stilla sér upp í bleikum bolum og fyrirtæki hafa heiti því að klæða allt starfslið sitt í þá á Þjóðhátíðardaginn. Hér má sjá facebook síðu hópsins.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira